Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2019 08:10 Eiríkur Ingi á ferð um Suðurland í fyrra. Mynd/Rut Sigurðardóttir Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. Eiríkur, betur þekktur sem Hjóla-Eiki, segir ákvörðunina m.a. tekna vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann í hné. Hann hafi þó ekki sungið sitt síðasta í keppninni. „Svona er þetta og nú og er kallinn ekki fúll heldur orðinn reiður yfir stöðunni og verður þessum fjanda kippt í lið sama hvað, ég mæti aftur og með skap! Tel ég þetta viturlegast í stöðunni þar sem fleiri skemmtileg mót eru fram undan á næstunni og ætla ég að vera not hæfur þar ekki meira DNF kjaftæði aftur!“ skrifar Eiríkur. Hann kom sá og sigraði keppnina í fyrra og hjólaði hringinn þá á rúmum 56 klukkutímum. Eiríkur hafði áður lent í þriðja, öðru og fyrsta sæti í WOW cyclothon. Eiríkur óskar keppinautum sínum í einstaklingskeppninni, Chris Burkard og Terri Huebler, jafnframt góðs gengis í færslunni. Ef fram fer sem horfir mun Chris slá fyrra einstaklingsmet Eiríks í WOW cyclothon en hann var á Höfn um klukkan fjögur í nótt og var undir Hvannadalshnjúk nú um sjöleytið. Samkvæmt færslum hans á Instagram í morgunsárið neyddist hann til að hægja á sér vegna hóps af rollum sem skutluðu sér fyrir framan hann. Terri Huebler var í morgun komin langleiðina yfir Möðrudalsöræfin. Í nótt urðu töluverðar sviptingar á fremstu liðum í B-flokki. Lið World Class, Airport Direct og Advania eru nú þrjú fremst og virðast hafa skilið félaga sína í Fjallbræðrum eftir, en liðin unnu fjögur saman framan af. Fjallabræður hafa dregist nokkuð aftur úr fyrsta hóp og eru nú með Team Cyren, Securitas og Tindi hjá Fosshóli. A lið deCODE B er á svipuðum slóðum en samkvæmt korti er systurliðið deCODE J nú langt fyrir aftan. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær. 26. júní 2019 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. Eiríkur, betur þekktur sem Hjóla-Eiki, segir ákvörðunina m.a. tekna vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann í hné. Hann hafi þó ekki sungið sitt síðasta í keppninni. „Svona er þetta og nú og er kallinn ekki fúll heldur orðinn reiður yfir stöðunni og verður þessum fjanda kippt í lið sama hvað, ég mæti aftur og með skap! Tel ég þetta viturlegast í stöðunni þar sem fleiri skemmtileg mót eru fram undan á næstunni og ætla ég að vera not hæfur þar ekki meira DNF kjaftæði aftur!“ skrifar Eiríkur. Hann kom sá og sigraði keppnina í fyrra og hjólaði hringinn þá á rúmum 56 klukkutímum. Eiríkur hafði áður lent í þriðja, öðru og fyrsta sæti í WOW cyclothon. Eiríkur óskar keppinautum sínum í einstaklingskeppninni, Chris Burkard og Terri Huebler, jafnframt góðs gengis í færslunni. Ef fram fer sem horfir mun Chris slá fyrra einstaklingsmet Eiríks í WOW cyclothon en hann var á Höfn um klukkan fjögur í nótt og var undir Hvannadalshnjúk nú um sjöleytið. Samkvæmt færslum hans á Instagram í morgunsárið neyddist hann til að hægja á sér vegna hóps af rollum sem skutluðu sér fyrir framan hann. Terri Huebler var í morgun komin langleiðina yfir Möðrudalsöræfin. Í nótt urðu töluverðar sviptingar á fremstu liðum í B-flokki. Lið World Class, Airport Direct og Advania eru nú þrjú fremst og virðast hafa skilið félaga sína í Fjallbræðrum eftir, en liðin unnu fjögur saman framan af. Fjallabræður hafa dregist nokkuð aftur úr fyrsta hóp og eru nú með Team Cyren, Securitas og Tindi hjá Fosshóli. A lið deCODE B er á svipuðum slóðum en samkvæmt korti er systurliðið deCODE J nú langt fyrir aftan.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær. 26. júní 2019 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15
Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04
Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær. 26. júní 2019 07:00