Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Sighvatur Jónsson og Sylvía Hall skrifa 26. júní 2019 21:49 Fyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Sighvatur Jónsson var á Ásbrú þar sem merkum áfanga var fagnað í dag. Viljayfirlýsing var undirrituð í dag af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Skrifað var undir á skrifstofu Kadeco á Ásbrú, sem er þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur leitt þróun á gamla varnarliðssvæðinu þau þrettán ár sem liðin eru frá því að bandaríski herinn fór. Á Ásbrú búa á fjórða þúsund manns og fyrirtæki hér eru á þriðja hundrað. Til þess að átta okkur á stærðinni þá er Ásbrúarsvæðið þar sem við erum nú um einn sextugasti af þessum 60 ferkílómetrum. „Þetta er yfirlýsing um það að aðilarnir séu sammála um að það þjóni hagsmunum allra best að vinna saman að því að þróa þetta dýrmæta land og þetta svæði, hanna skipulag fyrir svæðið sem tengist hér flugvellinum. Staðreyndin er sú að það geta komið upp allskonar hagsmunaárekstrar ef að menn eru að vinna þetta hver í sínu horni en hér hafa menn komist að niðurstöðu að það sé langbest að hanna og þróa svæðið sameiginlega,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæ, fagnar þessum áfanga. „Sveitarfélögin hafa verið að vinna sameiginlega að þessu máli í nokkur ár ásamt Kadeco, Isavia og fjármálaráðuneytinu þannig að það er virkilega ánægjulegt að þessum áfanga sé náð hérna í dag.“ Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco, segir vinnu undanfarinna ára vera eftir hugmyndafræði John D. Kasarda sem ber heitið Aerotropolis. Þar eru borgir hannaðar í kringum flugvöll líkt og verður á svæðinu. „Það er flugborg, viðskiptagarður og innan þessarar flugborgar er til að mynda íbúðahverfi og það er til staðar hér á Ásbrú. Við höfum verið að þróa það með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi en nú er komið að því að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll,“ segir Ísak Ernir. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Fyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Sighvatur Jónsson var á Ásbrú þar sem merkum áfanga var fagnað í dag. Viljayfirlýsing var undirrituð í dag af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Skrifað var undir á skrifstofu Kadeco á Ásbrú, sem er þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur leitt þróun á gamla varnarliðssvæðinu þau þrettán ár sem liðin eru frá því að bandaríski herinn fór. Á Ásbrú búa á fjórða þúsund manns og fyrirtæki hér eru á þriðja hundrað. Til þess að átta okkur á stærðinni þá er Ásbrúarsvæðið þar sem við erum nú um einn sextugasti af þessum 60 ferkílómetrum. „Þetta er yfirlýsing um það að aðilarnir séu sammála um að það þjóni hagsmunum allra best að vinna saman að því að þróa þetta dýrmæta land og þetta svæði, hanna skipulag fyrir svæðið sem tengist hér flugvellinum. Staðreyndin er sú að það geta komið upp allskonar hagsmunaárekstrar ef að menn eru að vinna þetta hver í sínu horni en hér hafa menn komist að niðurstöðu að það sé langbest að hanna og þróa svæðið sameiginlega,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæ, fagnar þessum áfanga. „Sveitarfélögin hafa verið að vinna sameiginlega að þessu máli í nokkur ár ásamt Kadeco, Isavia og fjármálaráðuneytinu þannig að það er virkilega ánægjulegt að þessum áfanga sé náð hérna í dag.“ Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco, segir vinnu undanfarinna ára vera eftir hugmyndafræði John D. Kasarda sem ber heitið Aerotropolis. Þar eru borgir hannaðar í kringum flugvöll líkt og verður á svæðinu. „Það er flugborg, viðskiptagarður og innan þessarar flugborgar er til að mynda íbúðahverfi og það er til staðar hér á Ásbrú. Við höfum verið að þróa það með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi en nú er komið að því að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll,“ segir Ísak Ernir.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira