Borgin hafi mögulega greitt of mikið fyrir fasteign í Vesturbænum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 20:36 Húsið stendur á horni Hringbrautar og Hofsvallagötu. Já.is Borgarráð samþykkti kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem mun verða íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og var kaupverðið 230 milljónir króna. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, segir kaupverðið vera töluvert yfir því sem gengur og gerist með eignir af þessari stærðargráðu á þessum stað í borginni. Undanfarna tíu mánuði hafi fermetraverð verið í kringum 480 þúsund krónur. „Ég sá að hún fór þarna á rétt upp undir sexhundruð þúsund krónur á fermetra, það eru ekki mörg fordæmi fyrir því að eignir af þessari stærðargráðu hafi verið að fara á yfir sexhundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Páll Heiðar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann telji að seljandi hafi ákveðið að hækka verðið þar sem um var að ræða opinberan aðila segir Páll Heiðar það alveg mega spyrja sig hvort Reykjavíkurborg hafi greitt of mikið fyrir eignina. „Við erum öll eins með það að vilja fá sem mest fyrir eignina og kaupendur borga sem minnst,“ segir Páll Heiðar. Hann hafi sjálfur selt til að mynda Félagsbústuðum eignir áður og þar sé farið vel yfir málin áður en kaup eru gerð. „Ég veit að þeir vinna þetta öðruvísi, þeir skoða fermetraverð og bera saman og taka verðfundi og þeir hafa unnið þetta nokkuð vel,“ segir Páll Heiðar og segir það vera vinnubrögð sem allir ættu að tileinka sér við kaup á fasteign, sama hvort um sé að ræða einstaklinga eða opinbera aðila. Hægt er að hlusta á viðtalið við Pál Heiðar í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Borgarráð samþykkti kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem mun verða íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og var kaupverðið 230 milljónir króna. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, segir kaupverðið vera töluvert yfir því sem gengur og gerist með eignir af þessari stærðargráðu á þessum stað í borginni. Undanfarna tíu mánuði hafi fermetraverð verið í kringum 480 þúsund krónur. „Ég sá að hún fór þarna á rétt upp undir sexhundruð þúsund krónur á fermetra, það eru ekki mörg fordæmi fyrir því að eignir af þessari stærðargráðu hafi verið að fara á yfir sexhundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Páll Heiðar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann telji að seljandi hafi ákveðið að hækka verðið þar sem um var að ræða opinberan aðila segir Páll Heiðar það alveg mega spyrja sig hvort Reykjavíkurborg hafi greitt of mikið fyrir eignina. „Við erum öll eins með það að vilja fá sem mest fyrir eignina og kaupendur borga sem minnst,“ segir Páll Heiðar. Hann hafi sjálfur selt til að mynda Félagsbústuðum eignir áður og þar sé farið vel yfir málin áður en kaup eru gerð. „Ég veit að þeir vinna þetta öðruvísi, þeir skoða fermetraverð og bera saman og taka verðfundi og þeir hafa unnið þetta nokkuð vel,“ segir Páll Heiðar og segir það vera vinnubrögð sem allir ættu að tileinka sér við kaup á fasteign, sama hvort um sé að ræða einstaklinga eða opinbera aðila. Hægt er að hlusta á viðtalið við Pál Heiðar í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40