Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 12:14 Loftslagsmótmælendur við ríkisþinghúsið í Salem. Reiði þeirra beinist nú ekki aðeins að repúblikönum heldur einnig að demókrötum fyrir að lúffa fyrir þeim. AP/Sarah Zimmerman Frumvarp um að koma á viðskiptakerfi með losunarheimildir í Oregon í Bandaríkjunum er að líkindum dautt þar sem ekki er nægilegur stuðningur við það á ríkisþinginu, að sögn forseta öldungadeildar þess. Þingmenn repúblikana flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að hægt yrði að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir helgi. Demókratar fara með meirihluta á ríkisþingi Oregon í Salem. Þeir huguðust til taka atkvæða frumvarp sem hefði komið á viðskiptakerfi með losunarheimildir sem átti að vera hryggjarstykkið í aðgerðum ríkisins til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Oregon hefði orðið aðeins annað ríki Bandaríkjanna til að lögleiða slíkt kerfi, á eftir Kaliforníu. Allir ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana, sem eru andsnúnir frumvarpinu, gripu til þess ráðs að flýja ríkið á fimmtudag. Það gerðu þeir til að koma í veg fyrir að demókratar gætu samþykkt frumvarpið. Demókratar hafa átján þingmenn í öldungadeildinni en tuttugu þingmenn þurfa að vera í salnum til að hægt sé að taka mál til atkvæðagreiðslu. Ekkert stoðaði að Kate Brown, ríkisstjóri og demókrati, skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á repúblikönunum og færa þá í þinghúsið því þeir höfðu yfirgefið Oregon. Þinghúsinu var lokað um helgina vegna hættu sem var talin stafa af vopnuðum hægrisinnuðum sveitum sem styðja repúblikanana. Ein þeirra sveita tók þátt í hertöku á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon sem endaði með mannfalli árið 2016. Á endanum mættu innan við hundrað manns á mótmælin sem repúblikanar skipulögðu. Einn þingmaður repúblikana virtist hóta ríkislögreglumönnum sem hafði verið skipað að færa þingmennina í þinghúsið. „Sendið piparsveina og komið þungvopnaðir. Ég ætla ekki að verða að pólitískum fanga,“ sagði Brian Boquist, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem flúði ríkið.Lítill hópur stuðningsmanna repúblikana kom saman við þinghúsið á sunnudag. Þinghúsinu var læst af ótta við vopnaðar hægrisinnaðar sveitir sem sóru repúblikönunum stuðning.AP/Sarah ZimmermanSegir repúblikana standa gegn lýðræðinu Nú segir Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar, að frumvarpið nyti ekki lengur nægilegs stuðnings innan þingflokks demókrata. Biðlaði hann til repúblikana um að snúa heim svo hægt yrði að afgreiða fjárlög og fleiri mál sem hafa setið á hakanum síðustu vikuna. Aðeins nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Hundruð mótmælenda sem voru komnir saman við ríkisþinghúsið til þess að mótmæla aðgerðum repúblikana beindu reiði sinni þá í staðinn að demókrötum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungir loftslagsaðgerðasinnar sneru baki í Courtney og hrópuðu slagorð gegn honum. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að þingmennirnir ætli ekki að snúa aftur heim fyrr en þeir fá frekari tryggingar frá demókrötum fyrir því að losunarkerfisfrumvarpið sé endanlega dautt og grafið. „Við verðum að fá frekari tryggingar til þess að repúblikönunum líði þægilega með ferlið,“ segir Baertschiger. Demókratar í Oregon saka repúblikana um að vega að lýðræði í ríkinu með því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um mál sem hafði meirihluta atkvæða að baki sér. „Repúblikanarnir standa ekki gegn loftslagsbreytingum, þeir standa gegn lýðræði,“ segir Brown ríkisstjóri. Hún hefur sagt að vilji repúblikanar semja um þinglok verði þeir að snúa aftur í þinghúsið fyrst. Leiðtogar demókratar ættu ekki að verðlauna þá fyrir slæma hegðun með því að semja við þá á bak við tjöldin. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Frumvarp um að koma á viðskiptakerfi með losunarheimildir í Oregon í Bandaríkjunum er að líkindum dautt þar sem ekki er nægilegur stuðningur við það á ríkisþinginu, að sögn forseta öldungadeildar þess. Þingmenn repúblikana flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að hægt yrði að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir helgi. Demókratar fara með meirihluta á ríkisþingi Oregon í Salem. Þeir huguðust til taka atkvæða frumvarp sem hefði komið á viðskiptakerfi með losunarheimildir sem átti að vera hryggjarstykkið í aðgerðum ríkisins til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Oregon hefði orðið aðeins annað ríki Bandaríkjanna til að lögleiða slíkt kerfi, á eftir Kaliforníu. Allir ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana, sem eru andsnúnir frumvarpinu, gripu til þess ráðs að flýja ríkið á fimmtudag. Það gerðu þeir til að koma í veg fyrir að demókratar gætu samþykkt frumvarpið. Demókratar hafa átján þingmenn í öldungadeildinni en tuttugu þingmenn þurfa að vera í salnum til að hægt sé að taka mál til atkvæðagreiðslu. Ekkert stoðaði að Kate Brown, ríkisstjóri og demókrati, skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á repúblikönunum og færa þá í þinghúsið því þeir höfðu yfirgefið Oregon. Þinghúsinu var lokað um helgina vegna hættu sem var talin stafa af vopnuðum hægrisinnuðum sveitum sem styðja repúblikanana. Ein þeirra sveita tók þátt í hertöku á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon sem endaði með mannfalli árið 2016. Á endanum mættu innan við hundrað manns á mótmælin sem repúblikanar skipulögðu. Einn þingmaður repúblikana virtist hóta ríkislögreglumönnum sem hafði verið skipað að færa þingmennina í þinghúsið. „Sendið piparsveina og komið þungvopnaðir. Ég ætla ekki að verða að pólitískum fanga,“ sagði Brian Boquist, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem flúði ríkið.Lítill hópur stuðningsmanna repúblikana kom saman við þinghúsið á sunnudag. Þinghúsinu var læst af ótta við vopnaðar hægrisinnaðar sveitir sem sóru repúblikönunum stuðning.AP/Sarah ZimmermanSegir repúblikana standa gegn lýðræðinu Nú segir Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar, að frumvarpið nyti ekki lengur nægilegs stuðnings innan þingflokks demókrata. Biðlaði hann til repúblikana um að snúa heim svo hægt yrði að afgreiða fjárlög og fleiri mál sem hafa setið á hakanum síðustu vikuna. Aðeins nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Hundruð mótmælenda sem voru komnir saman við ríkisþinghúsið til þess að mótmæla aðgerðum repúblikana beindu reiði sinni þá í staðinn að demókrötum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungir loftslagsaðgerðasinnar sneru baki í Courtney og hrópuðu slagorð gegn honum. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að þingmennirnir ætli ekki að snúa aftur heim fyrr en þeir fá frekari tryggingar frá demókrötum fyrir því að losunarkerfisfrumvarpið sé endanlega dautt og grafið. „Við verðum að fá frekari tryggingar til þess að repúblikönunum líði þægilega með ferlið,“ segir Baertschiger. Demókratar í Oregon saka repúblikana um að vega að lýðræði í ríkinu með því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um mál sem hafði meirihluta atkvæða að baki sér. „Repúblikanarnir standa ekki gegn loftslagsbreytingum, þeir standa gegn lýðræði,“ segir Brown ríkisstjóri. Hún hefur sagt að vilji repúblikanar semja um þinglok verði þeir að snúa aftur í þinghúsið fyrst. Leiðtogar demókratar ættu ekki að verðlauna þá fyrir slæma hegðun með því að semja við þá á bak við tjöldin.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25