Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2019 11:43 Nokkuð hefur mætt á Katrínu vegna stjórnarskrármálsins svokallaða og telja þeir sem sátu í stjórnlagaráði sig illa svikna. Katrín vill nú kanna hug almennings til stjórnarskrárinnar. visir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur í samráði við fulltrúa allra flokka sem sæti eiga á Alþingi ákveðið að fela Félagsvísindastofnun HÍ að kanna viðhorf Íslendinga til stjórnarskrárinnar og endurskoðunar hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar hvar segir að ríkisstjórnin vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs og er könnunin liður í því. Ljóst er að talsvert mæðir á Katrínu vegna stjórnarskrármálsins svokallaða. Fulltrúar þeir sem sátu í stjórnlagaráði telja margir hverjir að Vinstri grænir séu að drepa málið í dróma í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Þorvaldur Gylfason er einn þeirra sem hefur gert tillögu um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá landsins að umtalsefni og kallar það „yfirgengilegt hneyksli“. Í tilkynningunni segir að meginmarkmið með könnuninni sé að draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar, að kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram á undanförnum árum að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins og kortleggja sýn almennings á þau viðfangsefni stjórnarskrárendurskoðunar sem tekin eru fyrir á þessu kjörtímabili. Hvort þetta verði til að sefa reiði þeirra sem telja sig illa svikna vegna þess að tillögur stjórnlagaráðs fóru fyrir lítið, verður að koma í ljós. Stefnt er að því að gögn úr könnuninni nýtist jafnframt í tengslum við rökræðukönnun sem haldin verður 9.–10. nóvember nk. um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar. Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tillaga um nýtt auðlindaákvæði „yfirgengilegt hneyksli“ Þorvaldur Gylfason lét í ljós óánægju sína með útspilið á Facebook-síðu sinni í kvöld. 10. maí 2019 23:25 Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. 11. maí 2019 18:45 Segir tillögu stjórnlagaráðs ítarlegri og ákveðnari Formenn stjórnmálaflokkanna birtu í gær tillögur að nýjum stjórnarskrárákvæðum sem varða umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda. 11. maí 2019 12:31 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur í samráði við fulltrúa allra flokka sem sæti eiga á Alþingi ákveðið að fela Félagsvísindastofnun HÍ að kanna viðhorf Íslendinga til stjórnarskrárinnar og endurskoðunar hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar hvar segir að ríkisstjórnin vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs og er könnunin liður í því. Ljóst er að talsvert mæðir á Katrínu vegna stjórnarskrármálsins svokallaða. Fulltrúar þeir sem sátu í stjórnlagaráði telja margir hverjir að Vinstri grænir séu að drepa málið í dróma í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Þorvaldur Gylfason er einn þeirra sem hefur gert tillögu um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá landsins að umtalsefni og kallar það „yfirgengilegt hneyksli“. Í tilkynningunni segir að meginmarkmið með könnuninni sé að draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar, að kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram á undanförnum árum að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins og kortleggja sýn almennings á þau viðfangsefni stjórnarskrárendurskoðunar sem tekin eru fyrir á þessu kjörtímabili. Hvort þetta verði til að sefa reiði þeirra sem telja sig illa svikna vegna þess að tillögur stjórnlagaráðs fóru fyrir lítið, verður að koma í ljós. Stefnt er að því að gögn úr könnuninni nýtist jafnframt í tengslum við rökræðukönnun sem haldin verður 9.–10. nóvember nk. um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar.
Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tillaga um nýtt auðlindaákvæði „yfirgengilegt hneyksli“ Þorvaldur Gylfason lét í ljós óánægju sína með útspilið á Facebook-síðu sinni í kvöld. 10. maí 2019 23:25 Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. 11. maí 2019 18:45 Segir tillögu stjórnlagaráðs ítarlegri og ákveðnari Formenn stjórnmálaflokkanna birtu í gær tillögur að nýjum stjórnarskrárákvæðum sem varða umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda. 11. maí 2019 12:31 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Tillaga um nýtt auðlindaákvæði „yfirgengilegt hneyksli“ Þorvaldur Gylfason lét í ljós óánægju sína með útspilið á Facebook-síðu sinni í kvöld. 10. maí 2019 23:25
Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. 11. maí 2019 18:45
Segir tillögu stjórnlagaráðs ítarlegri og ákveðnari Formenn stjórnmálaflokkanna birtu í gær tillögur að nýjum stjórnarskrárákvæðum sem varða umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda. 11. maí 2019 12:31