Grisham hefur lengi starfað innan Repúblikanaflokksins og vann meðal annars að forsetaframboði Mitt Romney árið 2012 og framboð Trump árið 2016. Þá hefur hún starfað sem samskiptastjóri forsetafrúar Bandaríkjanna, Melaniu Trump en Melania greindi frá vistaskiptum Grisham í dag.
Ljóst er að mikið mun mæða á Grisham líkt og þeim fjölmiðlafulltrúum sem á undan henni hafa komið. Grisham er þriðji fjölmiðlafulltrúi Trump-stjórnarinnar en auk fyrirrennara hennar Söru H. Sanders hefur Sean Spicer gegnt hlutverkinu.
I am pleased to announce @StephGrisham45 will be the next @PressSec & Comms Director! She has been with us since 2015 - @potus & I can think of no better person to serve the Administration & our country. Excited to have Stephanie working for both sides of the @WhiteHouse. #BeBest
— Melania Trump (@FLOTUS) June 25, 2019