Tími til að vakna Snorri Örn Arnaldsson skrifar 25. júní 2019 16:24 Síðustu misseri hefur nokkuð verið rætt um aðstöðumál landsliða og íþróttahreyfingarinnar, enda ekki vanþörf á. Mikið hefur verið ritað um Laugardalsvöll, ég ætla því að láta það ógert að blanda mér í það mál. Aftur á móti ætla ég að beina spjótum mínum að aðstöðuleysi körfubolta- og handboltalandsliðanna. KKÍ og HSÍ hafa barist ötullega fyrir bættri aðstöðu, en því miður ekki enn haft erindi sem erfiði.Úrelt keppnishöll Laugardalshöllin hefur þjónað landanum með ágætum frá því hún var tekin í notkun 1965, fyrir 54 árum síðan. Á þeim tíma var talið að höllin myndi nýtast í um 20 ár, en þó nokkuð er komið fram yfir þær áætlanir. Það væri svo sem ekkert vandamál ef höllin þjónaði því hlutverki sem henni er ætlað, að hýsa landsleiki í samræmi við þær kröfur og reglur sem um þá viðburði gilda. Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni, og er pikkfastur. Höllin uppfyllir fæsta þá staðla sem um keppnishallir gilda, og skiptir þá engu hvar tæpt er niður. Búningsaðstaða, aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, aðstaða fyrir upphitun, stærð gólfflatar, fjöldi bílastæða, aðstaða fyrir fjölmiðla, aðstaða fyrir áhorfendur, aðkoma áhorfenda, aðstaða fyrir veitingasölu, aðstaða fyrir dómara, aðstaða til lyfjaprófana, lýsing og fjöldi sæta fyrir áhorfendur eru nokkur atriði sem má telja til. Í stuttu máli, þá er Laugardalshöllin að daðra við brottrekstrarvillu, eða á gulu spjaldi, hvernig sem við viljum orða það, og þess er ekki langt að bíða að FIBA og IHF/EHF banni landsleiki í Laugardalshöllinni. Landslið í íþróttatösku Landslið í körfubolta og handbolta þurfa að reiða sig á velvilja sinna aðildarfélaga til að fá æfingatíma fyrir landsliðin. A landslið, U21, U20, U19, U18, U17, U16, U15 og önnur afreksverkefni treysta á að aðildarfélögin spili með í þessu aðstöðuleysispili sem ríkisvaldið spilar, svo landslið geti undirbúið sig fyrir alþjóðamót. Birst hafa fréttir af því að A landslið hafi þurft að æfa vítt og dreift um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi fyrir mikilvæga landsleiki. Heimavöllurinn í Laugardalnum er ekki meiri heimavöllur en svo að landsliðin geta ekki einu sinni undirbúið sig á "heimavelli". Hvað vantar? Hér vantar íþróttahús sem uppfyllir þá staðla og kröfur sem settar eru í dag. Það vantar íþróttahús fyrir meira en 5000 áhorfendur, þar sem aðstaða fyrir keppendur er góð, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir fjölmiðla, þar sem gert er ráð fyrir eðlilegri áhorfendaaðstöðu, þar sem gólfflötur er nægilegur og svo mætti áfram telja. Það vantar íþróttahús þar sem landsliðin geta æft og undirbúið sig fyrir alþjóðakeppnir, þar sem sérsamböndin geta sinnt sínu starfi með eðlilegum hætti. Reglugerðin Mennta- og menningarmálaráðherra setti reglugerð 388 um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum árið 2018. Reglugerðin er gott fyrsta skref, en ekki mikið meira en það. Ljóst er að ríkið er ekki að fara eftir eigin reglugerð, en þar stendur orðrétt: „Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja að íþróttamannvirki sem nota skal sem þjóðarleikvang í íþróttum séu viðurkennd samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Leitast skal við að veita sérsamböndum íþróttagreina, sem hafa skapað sér sterka stöðu alþjóðlega og skipuleggja alþjóðleg íþróttamót á Íslandi, nauðsynlega umgjörð og aðgengi að íþróttamannvirkjum sem standast kröfur um slíkar keppnir.“ Hvað þá? Þeim sem hafa sett sig inn í málin kæmi það lítið á óvart ef þolinmæði alþjóðasambanda myndi þrjóta áður en langt um líður, enda ekki hægt að vera endalaust á undanþágu frá þeim reglum sem öllum öðrum er gert að fylgja. Eina lausnin, þegar þolinmæðina þrýtur, er að leika landsleiki á erlendri grundu. Íslenska íþróttaundrið, eins og árangur íslenskra landsliða og íþróttamanna hefur gjarnan verið nefnt, getur þá ekki spilað á heimavelli. Með hverju ætla stjórnmálamenn að skreyta sig þá á tyllidögum?Höfundur er körfuboltaþjálfari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Íþróttir Körfubolti Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur nokkuð verið rætt um aðstöðumál landsliða og íþróttahreyfingarinnar, enda ekki vanþörf á. Mikið hefur verið ritað um Laugardalsvöll, ég ætla því að láta það ógert að blanda mér í það mál. Aftur á móti ætla ég að beina spjótum mínum að aðstöðuleysi körfubolta- og handboltalandsliðanna. KKÍ og HSÍ hafa barist ötullega fyrir bættri aðstöðu, en því miður ekki enn haft erindi sem erfiði.Úrelt keppnishöll Laugardalshöllin hefur þjónað landanum með ágætum frá því hún var tekin í notkun 1965, fyrir 54 árum síðan. Á þeim tíma var talið að höllin myndi nýtast í um 20 ár, en þó nokkuð er komið fram yfir þær áætlanir. Það væri svo sem ekkert vandamál ef höllin þjónaði því hlutverki sem henni er ætlað, að hýsa landsleiki í samræmi við þær kröfur og reglur sem um þá viðburði gilda. Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni, og er pikkfastur. Höllin uppfyllir fæsta þá staðla sem um keppnishallir gilda, og skiptir þá engu hvar tæpt er niður. Búningsaðstaða, aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, aðstaða fyrir upphitun, stærð gólfflatar, fjöldi bílastæða, aðstaða fyrir fjölmiðla, aðstaða fyrir áhorfendur, aðkoma áhorfenda, aðstaða fyrir veitingasölu, aðstaða fyrir dómara, aðstaða til lyfjaprófana, lýsing og fjöldi sæta fyrir áhorfendur eru nokkur atriði sem má telja til. Í stuttu máli, þá er Laugardalshöllin að daðra við brottrekstrarvillu, eða á gulu spjaldi, hvernig sem við viljum orða það, og þess er ekki langt að bíða að FIBA og IHF/EHF banni landsleiki í Laugardalshöllinni. Landslið í íþróttatösku Landslið í körfubolta og handbolta þurfa að reiða sig á velvilja sinna aðildarfélaga til að fá æfingatíma fyrir landsliðin. A landslið, U21, U20, U19, U18, U17, U16, U15 og önnur afreksverkefni treysta á að aðildarfélögin spili með í þessu aðstöðuleysispili sem ríkisvaldið spilar, svo landslið geti undirbúið sig fyrir alþjóðamót. Birst hafa fréttir af því að A landslið hafi þurft að æfa vítt og dreift um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi fyrir mikilvæga landsleiki. Heimavöllurinn í Laugardalnum er ekki meiri heimavöllur en svo að landsliðin geta ekki einu sinni undirbúið sig á "heimavelli". Hvað vantar? Hér vantar íþróttahús sem uppfyllir þá staðla og kröfur sem settar eru í dag. Það vantar íþróttahús fyrir meira en 5000 áhorfendur, þar sem aðstaða fyrir keppendur er góð, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir fjölmiðla, þar sem gert er ráð fyrir eðlilegri áhorfendaaðstöðu, þar sem gólfflötur er nægilegur og svo mætti áfram telja. Það vantar íþróttahús þar sem landsliðin geta æft og undirbúið sig fyrir alþjóðakeppnir, þar sem sérsamböndin geta sinnt sínu starfi með eðlilegum hætti. Reglugerðin Mennta- og menningarmálaráðherra setti reglugerð 388 um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum árið 2018. Reglugerðin er gott fyrsta skref, en ekki mikið meira en það. Ljóst er að ríkið er ekki að fara eftir eigin reglugerð, en þar stendur orðrétt: „Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja að íþróttamannvirki sem nota skal sem þjóðarleikvang í íþróttum séu viðurkennd samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Leitast skal við að veita sérsamböndum íþróttagreina, sem hafa skapað sér sterka stöðu alþjóðlega og skipuleggja alþjóðleg íþróttamót á Íslandi, nauðsynlega umgjörð og aðgengi að íþróttamannvirkjum sem standast kröfur um slíkar keppnir.“ Hvað þá? Þeim sem hafa sett sig inn í málin kæmi það lítið á óvart ef þolinmæði alþjóðasambanda myndi þrjóta áður en langt um líður, enda ekki hægt að vera endalaust á undanþágu frá þeim reglum sem öllum öðrum er gert að fylgja. Eina lausnin, þegar þolinmæðina þrýtur, er að leika landsleiki á erlendri grundu. Íslenska íþróttaundrið, eins og árangur íslenskra landsliða og íþróttamanna hefur gjarnan verið nefnt, getur þá ekki spilað á heimavelli. Með hverju ætla stjórnmálamenn að skreyta sig þá á tyllidögum?Höfundur er körfuboltaþjálfari
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun