„Við opnum aftur laugardaginn 6. júlí,“ segir símsvarinn. Ætla má að Vesturbæingar, sem og aðkomufólk, hafi orðið fyrir vonbrigðum í dag en fjöldi fólks sækir laugina alla jafna. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem lauginni er lokað tímabundið. Henni var lokað í tvær vikur í júní 2012, var þá verið að endurnýja, mála og fara yfir hluti sem ganga úr sér.
Ekki liggur fyrir hvers lags viðgerðir um ræðir í þetta skiptið en ljóst má vera að biðin gæti reynst sundgörpum erfið.