Að leiða eða fylgja Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. júní 2019 08:45 Fátt getur komið í veg fyrir að Boris Johnson verði kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins og setjist á stól forsætisráðherra um miðjan næsta mánuð. Johnson hefur haft yfirburðastöðu í valferli flokksins, en eftir að hafa sigtað frambjóðendur út einn af öðrum hafa þingmenn nú komið sér saman um þá tvo sem almennir flokksmenn velja á milli: Boris Johnson, og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra. Frambjóðendurnir tveir halda nú í fundaferð um landið, en um 160 þúsund flokksmenn hafa kosningarétt í kjörinu. Þið lásuð rétt, 160 þúsund manns velja nú forsætisráðherra fyrir 60 milljóna þjóð. Talandi um að valdefla grasrótina. Ljóst er að Hunt mun eiga á brattann að sækja því Johnson nýtur vinsælda meðal flokksmanna. Hunt mun hamra á meintum óáreiðanleika og tækifærismennsku keppinautarins. Ekki skortir dæmin til að nefna. Sem borgarstjóri í London var Johnson þekktur fyrir uppátæki sín og kæruleysislegt fas frekar en stjórnvisku. Í borgarstjóratíð sinni sagðist hann frekar myndu hlekkja sig við flugbraut en að heimila byggingu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow flugvelli. Þegar síðar kom að því að kjósa um málið er hann var orðinn þingmaður, skrópaði hann í atkvæðagreiðslunni. Í Brexit málinu er Johnson legið á hálsi fyrir að láta eigin frama ráða ferð en ekki almannahag. Hunt þykir hins vegar traustur. Hann hefur reynslu af viðskiptum og byggði upp eigið fyrirtæki frá grunni. Hann þótti ágætur heilbrigðisráðherra, og hefur farnast mun betur en Johnson eftir að hann tók við af honum sem utanríkisráðherra. Málflutningur hans í Brexit málinu er sömuleiðis jarðtengdari en klisjukennt tal Johnson. Ljóst er að Johnson nýtur hylli hins almenna flokksmanns og mun því að öllum líkindum standa uppi sem sigurvegari. Staðan í Brexit málinu er hins vegar slík að nánast ómögulegt mun verða fyrir hann að þóknast fylgismönnum sínum. Gallinn við Johnson er nefnilega sá að þegar allt kemur til alls reynir hann, eins og aðrir popúlistar að elta almenningsálitið í stað þess að móta það. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs. Þetta þekkjum við hér á landi og okkar eigin íhaldsflokkur virðist við það að liðast í sundur af sömu ástæðu. En í því hljóta að felast tækifæri. Alvöru leiðtogar lýsa stefnumálum og reyna að fá kjósendur til fylgilags, en elta ekki tiktúrur háværrar grasrótar sem ekkert merkilegra virðist hafa við tímann að gera en lemja lyklaborðið móð og másandi. Stefnumál hægri flokka eru ekki úrelt. Skynsamlegar markaðsáherslur, alþjóðahyggja og agi í fjármálum. Þau vantar sannfærandi málsvara sem þora að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs.Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fátt getur komið í veg fyrir að Boris Johnson verði kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins og setjist á stól forsætisráðherra um miðjan næsta mánuð. Johnson hefur haft yfirburðastöðu í valferli flokksins, en eftir að hafa sigtað frambjóðendur út einn af öðrum hafa þingmenn nú komið sér saman um þá tvo sem almennir flokksmenn velja á milli: Boris Johnson, og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra. Frambjóðendurnir tveir halda nú í fundaferð um landið, en um 160 þúsund flokksmenn hafa kosningarétt í kjörinu. Þið lásuð rétt, 160 þúsund manns velja nú forsætisráðherra fyrir 60 milljóna þjóð. Talandi um að valdefla grasrótina. Ljóst er að Hunt mun eiga á brattann að sækja því Johnson nýtur vinsælda meðal flokksmanna. Hunt mun hamra á meintum óáreiðanleika og tækifærismennsku keppinautarins. Ekki skortir dæmin til að nefna. Sem borgarstjóri í London var Johnson þekktur fyrir uppátæki sín og kæruleysislegt fas frekar en stjórnvisku. Í borgarstjóratíð sinni sagðist hann frekar myndu hlekkja sig við flugbraut en að heimila byggingu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow flugvelli. Þegar síðar kom að því að kjósa um málið er hann var orðinn þingmaður, skrópaði hann í atkvæðagreiðslunni. Í Brexit málinu er Johnson legið á hálsi fyrir að láta eigin frama ráða ferð en ekki almannahag. Hunt þykir hins vegar traustur. Hann hefur reynslu af viðskiptum og byggði upp eigið fyrirtæki frá grunni. Hann þótti ágætur heilbrigðisráðherra, og hefur farnast mun betur en Johnson eftir að hann tók við af honum sem utanríkisráðherra. Málflutningur hans í Brexit málinu er sömuleiðis jarðtengdari en klisjukennt tal Johnson. Ljóst er að Johnson nýtur hylli hins almenna flokksmanns og mun því að öllum líkindum standa uppi sem sigurvegari. Staðan í Brexit málinu er hins vegar slík að nánast ómögulegt mun verða fyrir hann að þóknast fylgismönnum sínum. Gallinn við Johnson er nefnilega sá að þegar allt kemur til alls reynir hann, eins og aðrir popúlistar að elta almenningsálitið í stað þess að móta það. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs. Þetta þekkjum við hér á landi og okkar eigin íhaldsflokkur virðist við það að liðast í sundur af sömu ástæðu. En í því hljóta að felast tækifæri. Alvöru leiðtogar lýsa stefnumálum og reyna að fá kjósendur til fylgilags, en elta ekki tiktúrur háværrar grasrótar sem ekkert merkilegra virðist hafa við tímann að gera en lemja lyklaborðið móð og másandi. Stefnumál hægri flokka eru ekki úrelt. Skynsamlegar markaðsáherslur, alþjóðahyggja og agi í fjármálum. Þau vantar sannfærandi málsvara sem þora að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs.Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar