Þingmaður í kröppum dansi eftir að hafa gripið í hnakkadramb mótmælanda Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 07:06 Mike Field þrýsti mótmælandanum upp að súlu áður en hann greip um háls konunnar og fylgdi henni út. Skjáskot Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace hafa sakað undirráðherra í breska utanríkisráðuneytinu um líkamsárás eftir afskipti hans af mótmælanda á kvöldverðarsamkomu í Lundúnum í gærkvöldi. Í myndbandi sem náðist af uppákomunni má sjá ráðherrann, Mark Field, þrýsta mótmælandanum upp að súlu áður en hann fylgir honum út, með aðra höndina á hálsi mótmælandans. Ráðherrann hefur sjálfur farið þess á leit við forsætisráðuneytið að gerð verði rannsókn á viðbrögðum hans, sem hann segir skýrast af eðlisávísun, svo leiða megi til lykta hvort hann hafi brotið af sér. Hann hafi beðið mótmælandann, sem var rauðklædd kona, afsökunar á hegðun sinni en segist hafa óttast að hún kynni að vera vopnuð. Uppákoman átti sér stað eftir að loftslagsaðgerðarsinnar höfðu truflað árlega ræðu breska fjármálaráðherrans um stöðu efnahagsmála í Bretlandi. Að sögn Greenpeace skiptu aðgerðarsinnarnir tugum og eiga þeir að hafa neitað að yfirgefa samkvæmið nema viðstaddir, sem flestir eru áhrifafólk í Bretlandi, léðu kröfum þeirra eyra. Field, sem er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur jafnt verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína sem og hrósað fyrir skjót viðbrögð, allt eftir flokkslínum. Þannig segjast Íhaldsmenn sýna framgöngu Field skilning á meðan þingmenn Verkamannaflokksins segja hann hafa gengið harkalega fram og krefjast afsagnar hans. Að sama skapi segjast Greenpeace vera furðu lostin á þessum viðbrögðum Field við friðsamlegum mótmælum.Óttasleginn í ríkjandi andrúmslofti Í yfirlýsingu sem þingmaðurinn sendi ITV News, þaðan sem myndbandið hér að neðan er fengið, segir Field að fundargestir hafi verið óttaslegnir þegar mótmælendurnir gengu inn í salinn. Engir öryggisverðir hafi verið sjáanlegir og að í augnablik hafi hann óttast að mótmælandinn væri vopnaður. „Af þeim sökum greip ég í boðflennuna og fylgdi henni úr herberginu eins fljótt og mögulegt var,“ skrifar Field sem segist harma hvernig fór. Hann hafi þó ekki viljað taka neina áhættu í því pólitíska andrúmslofti sem nú ríkir. Eftir að búið var að fylgja öllum mótmælendum úr salnum sagði fjármálaráðherra, Philip Hammond, áður en hann hélt ræðu sinni áfram: „Kaldhæðnin í þessu er að ríkisstjórnin er í fararbroddi í þessum málum enda hefur hún heitið því að hagkerfið verið kolefnishlutlaust árið 2050.“ Bretland Loftslagsmál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace hafa sakað undirráðherra í breska utanríkisráðuneytinu um líkamsárás eftir afskipti hans af mótmælanda á kvöldverðarsamkomu í Lundúnum í gærkvöldi. Í myndbandi sem náðist af uppákomunni má sjá ráðherrann, Mark Field, þrýsta mótmælandanum upp að súlu áður en hann fylgir honum út, með aðra höndina á hálsi mótmælandans. Ráðherrann hefur sjálfur farið þess á leit við forsætisráðuneytið að gerð verði rannsókn á viðbrögðum hans, sem hann segir skýrast af eðlisávísun, svo leiða megi til lykta hvort hann hafi brotið af sér. Hann hafi beðið mótmælandann, sem var rauðklædd kona, afsökunar á hegðun sinni en segist hafa óttast að hún kynni að vera vopnuð. Uppákoman átti sér stað eftir að loftslagsaðgerðarsinnar höfðu truflað árlega ræðu breska fjármálaráðherrans um stöðu efnahagsmála í Bretlandi. Að sögn Greenpeace skiptu aðgerðarsinnarnir tugum og eiga þeir að hafa neitað að yfirgefa samkvæmið nema viðstaddir, sem flestir eru áhrifafólk í Bretlandi, léðu kröfum þeirra eyra. Field, sem er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur jafnt verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína sem og hrósað fyrir skjót viðbrögð, allt eftir flokkslínum. Þannig segjast Íhaldsmenn sýna framgöngu Field skilning á meðan þingmenn Verkamannaflokksins segja hann hafa gengið harkalega fram og krefjast afsagnar hans. Að sama skapi segjast Greenpeace vera furðu lostin á þessum viðbrögðum Field við friðsamlegum mótmælum.Óttasleginn í ríkjandi andrúmslofti Í yfirlýsingu sem þingmaðurinn sendi ITV News, þaðan sem myndbandið hér að neðan er fengið, segir Field að fundargestir hafi verið óttaslegnir þegar mótmælendurnir gengu inn í salinn. Engir öryggisverðir hafi verið sjáanlegir og að í augnablik hafi hann óttast að mótmælandinn væri vopnaður. „Af þeim sökum greip ég í boðflennuna og fylgdi henni úr herberginu eins fljótt og mögulegt var,“ skrifar Field sem segist harma hvernig fór. Hann hafi þó ekki viljað taka neina áhættu í því pólitíska andrúmslofti sem nú ríkir. Eftir að búið var að fylgja öllum mótmælendum úr salnum sagði fjármálaráðherra, Philip Hammond, áður en hann hélt ræðu sinni áfram: „Kaldhæðnin í þessu er að ríkisstjórnin er í fararbroddi í þessum málum enda hefur hún heitið því að hagkerfið verið kolefnishlutlaust árið 2050.“
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira