Faðir Beyoncé segir hana hafa hagnast á því að vera með ljósari húð Sylvía Hall skrifar 20. júní 2019 14:07 Mathew Knowles ásamt dóttur sinni Beyoncé. Vísir/Getty Mathew Knowles, faðir stjórstjörnunnar Beyoncé og fyrrum umboðsmaður hljómsveitarinnar Destiny‘s Child, segir feril dóttur sinnar hafa náð meira flugi en ferill annarra í hljómsveitinni vegna þess að hún er með ljósari húð. Þetta kemur fram á vef Variety. Mathew Knowles hefur kennt áfanga á háskólastigi þar sem málefni þeldökkra eru rannsökuð. Í áfanganum rannsakaði Knowles mismunun kvenna í tónlistarbransanum yfir fimmtán ára tímabil og komst að því að í flestum tilfellum gekk konum með ljósari húð betur en þeim sem voru dekkri yfirlitum. Í viðtali við The Clay Cane Show sagði Knowles margar stjörnur samtímans hafa hagnast af þessum mismuni, þar á meðal dóttir hans Beyoncé. Þá nefndi hann einnig Aliciu Keys, Mariuh Carey, Rihönnu og Nicki Minaj.Whitney Houston lést árið 2012, þá aðeins 48 ára.vísir/gettyLétu Whitney Houston virka ljósari yfirlitum „Í tónlistarbransanum er enn aðskilnaðarstefna,“ sagði Knowles og benti á að háttsettir innan tónlistarbransann væru enn með ákveðna hugmynd af því hvað þætti „fallegt“. „Ef þú horfir til baka til tímans þegar Whitney Houston var stórstjarna, hvernig þeir gerðu húð hennar ljósari til þess að láta hana virðast ljósari yfirlitum, það er vegna þess að það er þessi hugmynd um að því ljósari sem þú ert, því gáfaðari og fjárhagslega sterkari ertu,“ sagði Knowles í viðtalinu. Hann segir þennan mismun ekki einungis bundinn við fólk utan þess hóps heldur þekkist þetta vel á meðal þeirra sem sjálfir eru þeldökkir. Gott dæmi um það sé munur á velgengni Beyoncé og Kelly Rowland sem var með henni í Destiny‘s Child. „Hún er frábært dæmi. Það góða við það er að Kelly stóð sig frábærlega utan Bandaríkjanna, sérstaklega í Ástralíu. Kelly seldi yfir fjórar milljónir platna. Hún fór bara aðrar leiðir,“ sagði Knowles. Hollywood Tónlist Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Mathew Knowles, faðir stjórstjörnunnar Beyoncé og fyrrum umboðsmaður hljómsveitarinnar Destiny‘s Child, segir feril dóttur sinnar hafa náð meira flugi en ferill annarra í hljómsveitinni vegna þess að hún er með ljósari húð. Þetta kemur fram á vef Variety. Mathew Knowles hefur kennt áfanga á háskólastigi þar sem málefni þeldökkra eru rannsökuð. Í áfanganum rannsakaði Knowles mismunun kvenna í tónlistarbransanum yfir fimmtán ára tímabil og komst að því að í flestum tilfellum gekk konum með ljósari húð betur en þeim sem voru dekkri yfirlitum. Í viðtali við The Clay Cane Show sagði Knowles margar stjörnur samtímans hafa hagnast af þessum mismuni, þar á meðal dóttir hans Beyoncé. Þá nefndi hann einnig Aliciu Keys, Mariuh Carey, Rihönnu og Nicki Minaj.Whitney Houston lést árið 2012, þá aðeins 48 ára.vísir/gettyLétu Whitney Houston virka ljósari yfirlitum „Í tónlistarbransanum er enn aðskilnaðarstefna,“ sagði Knowles og benti á að háttsettir innan tónlistarbransann væru enn með ákveðna hugmynd af því hvað þætti „fallegt“. „Ef þú horfir til baka til tímans þegar Whitney Houston var stórstjarna, hvernig þeir gerðu húð hennar ljósari til þess að láta hana virðast ljósari yfirlitum, það er vegna þess að það er þessi hugmynd um að því ljósari sem þú ert, því gáfaðari og fjárhagslega sterkari ertu,“ sagði Knowles í viðtalinu. Hann segir þennan mismun ekki einungis bundinn við fólk utan þess hóps heldur þekkist þetta vel á meðal þeirra sem sjálfir eru þeldökkir. Gott dæmi um það sé munur á velgengni Beyoncé og Kelly Rowland sem var með henni í Destiny‘s Child. „Hún er frábært dæmi. Það góða við það er að Kelly stóð sig frábærlega utan Bandaríkjanna, sérstaklega í Ástralíu. Kelly seldi yfir fjórar milljónir platna. Hún fór bara aðrar leiðir,“ sagði Knowles.
Hollywood Tónlist Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira