Faðir Beyoncé segir hana hafa hagnast á því að vera með ljósari húð Sylvía Hall skrifar 20. júní 2019 14:07 Mathew Knowles ásamt dóttur sinni Beyoncé. Vísir/Getty Mathew Knowles, faðir stjórstjörnunnar Beyoncé og fyrrum umboðsmaður hljómsveitarinnar Destiny‘s Child, segir feril dóttur sinnar hafa náð meira flugi en ferill annarra í hljómsveitinni vegna þess að hún er með ljósari húð. Þetta kemur fram á vef Variety. Mathew Knowles hefur kennt áfanga á háskólastigi þar sem málefni þeldökkra eru rannsökuð. Í áfanganum rannsakaði Knowles mismunun kvenna í tónlistarbransanum yfir fimmtán ára tímabil og komst að því að í flestum tilfellum gekk konum með ljósari húð betur en þeim sem voru dekkri yfirlitum. Í viðtali við The Clay Cane Show sagði Knowles margar stjörnur samtímans hafa hagnast af þessum mismuni, þar á meðal dóttir hans Beyoncé. Þá nefndi hann einnig Aliciu Keys, Mariuh Carey, Rihönnu og Nicki Minaj.Whitney Houston lést árið 2012, þá aðeins 48 ára.vísir/gettyLétu Whitney Houston virka ljósari yfirlitum „Í tónlistarbransanum er enn aðskilnaðarstefna,“ sagði Knowles og benti á að háttsettir innan tónlistarbransann væru enn með ákveðna hugmynd af því hvað þætti „fallegt“. „Ef þú horfir til baka til tímans þegar Whitney Houston var stórstjarna, hvernig þeir gerðu húð hennar ljósari til þess að láta hana virðast ljósari yfirlitum, það er vegna þess að það er þessi hugmynd um að því ljósari sem þú ert, því gáfaðari og fjárhagslega sterkari ertu,“ sagði Knowles í viðtalinu. Hann segir þennan mismun ekki einungis bundinn við fólk utan þess hóps heldur þekkist þetta vel á meðal þeirra sem sjálfir eru þeldökkir. Gott dæmi um það sé munur á velgengni Beyoncé og Kelly Rowland sem var með henni í Destiny‘s Child. „Hún er frábært dæmi. Það góða við það er að Kelly stóð sig frábærlega utan Bandaríkjanna, sérstaklega í Ástralíu. Kelly seldi yfir fjórar milljónir platna. Hún fór bara aðrar leiðir,“ sagði Knowles. Hollywood Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
Mathew Knowles, faðir stjórstjörnunnar Beyoncé og fyrrum umboðsmaður hljómsveitarinnar Destiny‘s Child, segir feril dóttur sinnar hafa náð meira flugi en ferill annarra í hljómsveitinni vegna þess að hún er með ljósari húð. Þetta kemur fram á vef Variety. Mathew Knowles hefur kennt áfanga á háskólastigi þar sem málefni þeldökkra eru rannsökuð. Í áfanganum rannsakaði Knowles mismunun kvenna í tónlistarbransanum yfir fimmtán ára tímabil og komst að því að í flestum tilfellum gekk konum með ljósari húð betur en þeim sem voru dekkri yfirlitum. Í viðtali við The Clay Cane Show sagði Knowles margar stjörnur samtímans hafa hagnast af þessum mismuni, þar á meðal dóttir hans Beyoncé. Þá nefndi hann einnig Aliciu Keys, Mariuh Carey, Rihönnu og Nicki Minaj.Whitney Houston lést árið 2012, þá aðeins 48 ára.vísir/gettyLétu Whitney Houston virka ljósari yfirlitum „Í tónlistarbransanum er enn aðskilnaðarstefna,“ sagði Knowles og benti á að háttsettir innan tónlistarbransann væru enn með ákveðna hugmynd af því hvað þætti „fallegt“. „Ef þú horfir til baka til tímans þegar Whitney Houston var stórstjarna, hvernig þeir gerðu húð hennar ljósari til þess að láta hana virðast ljósari yfirlitum, það er vegna þess að það er þessi hugmynd um að því ljósari sem þú ert, því gáfaðari og fjárhagslega sterkari ertu,“ sagði Knowles í viðtalinu. Hann segir þennan mismun ekki einungis bundinn við fólk utan þess hóps heldur þekkist þetta vel á meðal þeirra sem sjálfir eru þeldökkir. Gott dæmi um það sé munur á velgengni Beyoncé og Kelly Rowland sem var með henni í Destiny‘s Child. „Hún er frábært dæmi. Það góða við það er að Kelly stóð sig frábærlega utan Bandaríkjanna, sérstaklega í Ástralíu. Kelly seldi yfir fjórar milljónir platna. Hún fór bara aðrar leiðir,“ sagði Knowles.
Hollywood Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira