Eitt leyfisbréf fyrir öll skólastig í stað þriggja Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2019 10:32 Stjórnarfrumvarp menntamálaráðherra var samþykkt í gærkvöldi og ákvæði um eitt leyfisbréf í stað þriggja lögfest. Vísir/vilhelm Stjórnarfrumvarp menntamálaráðherra um lögfestingu ákvæðis um eitt leyfisbréf fyrir leik-grunn- og framhaldsskólakennara var samþykkt á þingfundi í gærkvöldi með 41 atkvæði en 16 þingmenn sátu hjá. Í stað þriggja leyfisbréfa kennara, einu leyfisbréfi fyrir hvert skólastig, kemur eitt leyfisbréf sem byggist á skilgreiningu á almennri og sérhæfðri hæfni kennara. Nýju lögin skilgreina hæfnisramma fyrir menntun kennara og skólastjórnenda og þá er gert ráð fyrir að komið verði á fót kennararáði sem fjallar um þróun hæfnirammans fyrir menntun kennara og skólastjórnenda.Frestuðu gildistöku laganna til áramóta í þágu samráðs Í ræðu sinni sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að frumvarpið væri til þess að bæta menntakerfið. Lögin öðlast gildi 1. janúar árið 2020. Í breytingartillögu meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar sem samþykkt var bættist við ákvæði til bráðabirgða þess efnis að ráðherra bæri að skipa samráðshóp til að fjalla um framkvæmd og innleiðingu laganna. Hópinn skipa fulltrúar leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, Kennarasambands Íslands, skólastjórnenda, menntavísindasviðs H.Í. og menntavísindasviðs H.A. „Það mun leiða til þess að það verður aukinn sveigjanleiki, aukin starfsþróun, aukið starfsöryggi og við munum sjá fjölgun í kennarastéttinni. Ég fagna þeim breytingatillögum sem hafa verið lagðar fram, ég held að þær séu til þess að bæta þetta mál,“ sagði Lilja í ræðu sinni. Þetta sé liður í því að bæta starfsumhverfi kennara. Til að öðlast leyfisbréf til kennslu þarf umsækjandi annars vegar að búa yfir almennri hæfni og skal miðast við að lágmarki 60 einingar í uppeldis- og kennslufræði og sérhæfingu. Samkvæmt nýju lögunum skal kennari með sérhæfingu á leikskólastigi, grunnskólastigi eða í list- og bóknámsgreinum á framhaldsskólastigi annað hvort hafa lokið 120 námseininga meistaraprófi af stigi 2.1. eða 2.2. frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um háskóla á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi eða öðru námi sem jafngildir meistaraprófi og ráðherra viðurkennir til kennslu.Nýju lögin taka gildi árið 2020 en þeim er ætlað auka sveigjanleika kennara í starfi.Vísir/VilhelmTilgangurinn að auka flæði og sveigjanleika Menntamálaráðherra lagði frumvarpið fram því gildandi lög hafi ekki stuðlað nægilega að æskilegu flæði kennara á milli skólastiga. Markmið um sveigjanleika og flæði kennara milli skólastigi hafi ekki náðst hingað til. „Í frumvarpinu er byggt á því að viðmiðum um hæfni kennara verði lýst í svonefndum hæfniramma. Til að styðja við þróun hæfnirammans er lagt til að komið verði á fót kennararáði sem verður ráðgefandi fyrir stjórnvöld í því efni. Ákvæði gildandi laga um hlutverk matsnefnda og undanþágunefnda hafa stuðlað að þunglamalegri stjórnsýslu við útgáfu leyfisbréfa kennara og útgáfu á undanþágum til að ráða leiðbeinendur þegar ekki hefur tekist að ráða kennara með leyfisbréf.“Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi vítt og breitt um stöðu menntamála á Íslandi, árangur og áskoranir. Þá fjallaði hún einnig um stjórnarfrumvarpið um eitt leyfisbréf sem samþykkt var á Alþingi í gær.Til mikils að vinna að sætta sjónarmið kennara Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, sagði í ræðu sinni um frumvarpið að þeir kennarar sem hefðu komið fyrir nefndina hefðu allir verið mælskir og sannfærandi þegar þeir létu í ljós ólík sjónarmið. „Þá fer ekki hjá því að maður verði örlítið ráðvilltur þegar þessir kennarar halda mjög ólíkum hlutum fram og eru nánast komnir í hár saman og maður eiginlega veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það er erfitt að gera upp á milli þessara sjónarmiða og ég tel að það sé mjög mikils til vinnandi að reyna til þrautar að sætta þessi sjónarmið, sætta þessi ólíku sjónarmið sem þarna eru uppi skólakerfinu og ungu fólki landsins til heilla.“ Alþingi Bítið Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Eitt leyfisbréf: Vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara Frumvarp menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur um menntun kennara og eitt leyfisbréf til allra kennara liggur fyrir sem frumvarp til laga á Alþingi og stendur til að afgreiða það á vordögum. 17. maí 2019 09:07 Umræða um leyfisbréf Umræðu um skólamál ber að fagna. Uppeldi og menntun næstu kynslóða eru, ásamt umhverfismálum, líklega mikilvægustu mál sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð. 21. nóvember 2018 11:28 Eitt leyfisbréf fyrir alla kennara er ekki góð hugmynd Enn og aftur eru leyfisbréf kennara til umræðu og lagt til að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir kennara sem veitir réttindi til að kenna á þremur skólastigum í stað þriggja leyfisbréfa eins og nú er. 14. nóvember 2018 22:31 Telur samvinnu hafa skort á milli skólastiga Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. 16. júní 2019 20:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Stjórnarfrumvarp menntamálaráðherra um lögfestingu ákvæðis um eitt leyfisbréf fyrir leik-grunn- og framhaldsskólakennara var samþykkt á þingfundi í gærkvöldi með 41 atkvæði en 16 þingmenn sátu hjá. Í stað þriggja leyfisbréfa kennara, einu leyfisbréfi fyrir hvert skólastig, kemur eitt leyfisbréf sem byggist á skilgreiningu á almennri og sérhæfðri hæfni kennara. Nýju lögin skilgreina hæfnisramma fyrir menntun kennara og skólastjórnenda og þá er gert ráð fyrir að komið verði á fót kennararáði sem fjallar um þróun hæfnirammans fyrir menntun kennara og skólastjórnenda.Frestuðu gildistöku laganna til áramóta í þágu samráðs Í ræðu sinni sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að frumvarpið væri til þess að bæta menntakerfið. Lögin öðlast gildi 1. janúar árið 2020. Í breytingartillögu meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar sem samþykkt var bættist við ákvæði til bráðabirgða þess efnis að ráðherra bæri að skipa samráðshóp til að fjalla um framkvæmd og innleiðingu laganna. Hópinn skipa fulltrúar leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, Kennarasambands Íslands, skólastjórnenda, menntavísindasviðs H.Í. og menntavísindasviðs H.A. „Það mun leiða til þess að það verður aukinn sveigjanleiki, aukin starfsþróun, aukið starfsöryggi og við munum sjá fjölgun í kennarastéttinni. Ég fagna þeim breytingatillögum sem hafa verið lagðar fram, ég held að þær séu til þess að bæta þetta mál,“ sagði Lilja í ræðu sinni. Þetta sé liður í því að bæta starfsumhverfi kennara. Til að öðlast leyfisbréf til kennslu þarf umsækjandi annars vegar að búa yfir almennri hæfni og skal miðast við að lágmarki 60 einingar í uppeldis- og kennslufræði og sérhæfingu. Samkvæmt nýju lögunum skal kennari með sérhæfingu á leikskólastigi, grunnskólastigi eða í list- og bóknámsgreinum á framhaldsskólastigi annað hvort hafa lokið 120 námseininga meistaraprófi af stigi 2.1. eða 2.2. frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um háskóla á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi eða öðru námi sem jafngildir meistaraprófi og ráðherra viðurkennir til kennslu.Nýju lögin taka gildi árið 2020 en þeim er ætlað auka sveigjanleika kennara í starfi.Vísir/VilhelmTilgangurinn að auka flæði og sveigjanleika Menntamálaráðherra lagði frumvarpið fram því gildandi lög hafi ekki stuðlað nægilega að æskilegu flæði kennara á milli skólastiga. Markmið um sveigjanleika og flæði kennara milli skólastigi hafi ekki náðst hingað til. „Í frumvarpinu er byggt á því að viðmiðum um hæfni kennara verði lýst í svonefndum hæfniramma. Til að styðja við þróun hæfnirammans er lagt til að komið verði á fót kennararáði sem verður ráðgefandi fyrir stjórnvöld í því efni. Ákvæði gildandi laga um hlutverk matsnefnda og undanþágunefnda hafa stuðlað að þunglamalegri stjórnsýslu við útgáfu leyfisbréfa kennara og útgáfu á undanþágum til að ráða leiðbeinendur þegar ekki hefur tekist að ráða kennara með leyfisbréf.“Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi vítt og breitt um stöðu menntamála á Íslandi, árangur og áskoranir. Þá fjallaði hún einnig um stjórnarfrumvarpið um eitt leyfisbréf sem samþykkt var á Alþingi í gær.Til mikils að vinna að sætta sjónarmið kennara Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, sagði í ræðu sinni um frumvarpið að þeir kennarar sem hefðu komið fyrir nefndina hefðu allir verið mælskir og sannfærandi þegar þeir létu í ljós ólík sjónarmið. „Þá fer ekki hjá því að maður verði örlítið ráðvilltur þegar þessir kennarar halda mjög ólíkum hlutum fram og eru nánast komnir í hár saman og maður eiginlega veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það er erfitt að gera upp á milli þessara sjónarmiða og ég tel að það sé mjög mikils til vinnandi að reyna til þrautar að sætta þessi sjónarmið, sætta þessi ólíku sjónarmið sem þarna eru uppi skólakerfinu og ungu fólki landsins til heilla.“
Alþingi Bítið Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Eitt leyfisbréf: Vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara Frumvarp menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur um menntun kennara og eitt leyfisbréf til allra kennara liggur fyrir sem frumvarp til laga á Alþingi og stendur til að afgreiða það á vordögum. 17. maí 2019 09:07 Umræða um leyfisbréf Umræðu um skólamál ber að fagna. Uppeldi og menntun næstu kynslóða eru, ásamt umhverfismálum, líklega mikilvægustu mál sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð. 21. nóvember 2018 11:28 Eitt leyfisbréf fyrir alla kennara er ekki góð hugmynd Enn og aftur eru leyfisbréf kennara til umræðu og lagt til að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir kennara sem veitir réttindi til að kenna á þremur skólastigum í stað þriggja leyfisbréfa eins og nú er. 14. nóvember 2018 22:31 Telur samvinnu hafa skort á milli skólastiga Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. 16. júní 2019 20:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Eitt leyfisbréf: Vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara Frumvarp menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur um menntun kennara og eitt leyfisbréf til allra kennara liggur fyrir sem frumvarp til laga á Alþingi og stendur til að afgreiða það á vordögum. 17. maí 2019 09:07
Umræða um leyfisbréf Umræðu um skólamál ber að fagna. Uppeldi og menntun næstu kynslóða eru, ásamt umhverfismálum, líklega mikilvægustu mál sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð. 21. nóvember 2018 11:28
Eitt leyfisbréf fyrir alla kennara er ekki góð hugmynd Enn og aftur eru leyfisbréf kennara til umræðu og lagt til að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir kennara sem veitir réttindi til að kenna á þremur skólastigum í stað þriggja leyfisbréfa eins og nú er. 14. nóvember 2018 22:31
Telur samvinnu hafa skort á milli skólastiga Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. 16. júní 2019 20:00