32 þúsund konur hafa skráð sig í Áfallasögu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2019 20:00 Allt bendir til þess að tengsl séu á milli áfalla og heilsufars, segir ábyrgðarmaður rannsóknarinnar um áfallasögur kvenna. Um þrjátíu og tvö þúsund íslenskar konur hafa tekið þátt í rannsókninni og fór skráning fram úr björtustu vonum. Áfallasaga kvenna er rannsókn sem fjallar um tíðni áfalla og áhrif þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og er ein stærsta vísindarannsókn á þessu sviði. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar segir að sterkur grunur sé um að tengsl séu milli áfalla og heilsufars, en þó vanti gögn til að sjá orsakasamhengið betur. Hún fagnar því að vitundarvakning hafi orðið í samfélaginu varðandi áföll kvenna, til að mynda með metoo byltingunni, en segir að rannsaka þurfi áföll á vísindalegum grunni. „Við verðum líka að gera kerfisbundna þekkingu á þessu. Það er mjög mikilvægt að vera með vitundavakningu en við þurfum líka að rannsaka hlutina með ströngum vísindalegum aðferðum og það erum við að gera í þessari rannsókn,“ sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, professor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.Unnur Anna segir skáningu hafa farið fram úr björtustu vonum.Vísir/Stöð 2Hún segir skráningu hafa farið fram úr björtustu vonum, þrátt fyrir að markið hafi verið sett hátt. „Það hafa um 32 þúsund íslenskar konur tekið þátt á rúmu ári sem við höfum haft rannsóknina í gangi. Það er í rauninni alveg einstakt á heimsvísu að þú fáir um þriðjung þrjóðarinnar til að taka þátt í slíku átaki. Næstu þrjú ár erum við að rýna í þessar niðurstöður og erum raunar þegar farin að gera það. Þetta er langhlaup og við verðum næstu þrjú á að skoða þessar niðurstöður og reyna að rýna í þetta flókna orsakasamhengi,“ sagði Unnur Anna. Öllum íslenskum konum gefst kostur á að taka þátt í rannsókninni en skráningu lýkur á miðnætti á morgun. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni, samkvæmt fyrstu niðurstöðum í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. 15. nóvember 2018 14:45 Þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi Fimmtungur kvenna segist vera með sterk einkenni áfallastreituröskunar í nýrri rannsókn á vegum Háskóla Íslands. 8. mars 2019 09:56 Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. 8. mars 2019 21:08 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Allt bendir til þess að tengsl séu á milli áfalla og heilsufars, segir ábyrgðarmaður rannsóknarinnar um áfallasögur kvenna. Um þrjátíu og tvö þúsund íslenskar konur hafa tekið þátt í rannsókninni og fór skráning fram úr björtustu vonum. Áfallasaga kvenna er rannsókn sem fjallar um tíðni áfalla og áhrif þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og er ein stærsta vísindarannsókn á þessu sviði. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar segir að sterkur grunur sé um að tengsl séu milli áfalla og heilsufars, en þó vanti gögn til að sjá orsakasamhengið betur. Hún fagnar því að vitundarvakning hafi orðið í samfélaginu varðandi áföll kvenna, til að mynda með metoo byltingunni, en segir að rannsaka þurfi áföll á vísindalegum grunni. „Við verðum líka að gera kerfisbundna þekkingu á þessu. Það er mjög mikilvægt að vera með vitundavakningu en við þurfum líka að rannsaka hlutina með ströngum vísindalegum aðferðum og það erum við að gera í þessari rannsókn,“ sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, professor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.Unnur Anna segir skáningu hafa farið fram úr björtustu vonum.Vísir/Stöð 2Hún segir skráningu hafa farið fram úr björtustu vonum, þrátt fyrir að markið hafi verið sett hátt. „Það hafa um 32 þúsund íslenskar konur tekið þátt á rúmu ári sem við höfum haft rannsóknina í gangi. Það er í rauninni alveg einstakt á heimsvísu að þú fáir um þriðjung þrjóðarinnar til að taka þátt í slíku átaki. Næstu þrjú ár erum við að rýna í þessar niðurstöður og erum raunar þegar farin að gera það. Þetta er langhlaup og við verðum næstu þrjú á að skoða þessar niðurstöður og reyna að rýna í þetta flókna orsakasamhengi,“ sagði Unnur Anna. Öllum íslenskum konum gefst kostur á að taka þátt í rannsókninni en skráningu lýkur á miðnætti á morgun.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni, samkvæmt fyrstu niðurstöðum í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. 15. nóvember 2018 14:45 Þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi Fimmtungur kvenna segist vera með sterk einkenni áfallastreituröskunar í nýrri rannsókn á vegum Háskóla Íslands. 8. mars 2019 09:56 Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. 8. mars 2019 21:08 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni, samkvæmt fyrstu niðurstöðum í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. 15. nóvember 2018 14:45
Þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi Fimmtungur kvenna segist vera með sterk einkenni áfallastreituröskunar í nýrri rannsókn á vegum Háskóla Íslands. 8. mars 2019 09:56
Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. 8. mars 2019 21:08