Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 23:10 Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson (t.v.) og Hunt (t.h.). Vísir/EPA Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, þjarmaði að Boris Johnson, forvera sínum í embætti þegar þeir tókust á í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Johnson vék sér undan að svara því hvort hann segði af sér sem forsætisráðherra næði hann ekki að tryggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir tilskilinn tíma. Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson og Hunt og er sá fyrrnefndi talinn mun sigurstranglegri. Johnson var einn helsti hvatamaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu en Hunt barðist fyrir því að Bretar yrðu um kyrrt í því. Í kappræðunum sakaði Hunt mótframbjóðanda sinn um að þora ekki að gefa höggstað á sér með því að lýsa því afdráttarlaust yfir að hann segði af sér tækist honum ekki að ná Brexit í gegn 31. október eins og nú er stefnt að. Johnson skaut á Hunt á móti og sagðist dást að getu hans til að skipta um skoðun. Vísaði hann þar til þess að Hunt styddi nú útgönguna eftir að hafa verið henni andsnúinn áður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sakaði hann Hunt um að vera úrtölumann sem stefndi ekki heilshugar að útgöngu. Þá vildi Johnson ekki fordæma ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum og Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra. Trump kallaði sendiherrann „mjög heimskan gaur“ og tilraunir May til að ná samningi um útgönguna úr ESB „hörmung“ eftir að sendiráðsskjölum var lekið þar sem sendiherrann lýsti Trump sem „vanhæfum“. Hunt svaraði Trump í dag og sagði ummæli hans „dónaleg“. Sem forsætisráðherra myndi hann halda sendiherranum. Johnson svaraði ekki beint spurningum um stöðu sendiherrans í kappræðunum, sagði aðeins að samband Bandaríkjanna og Bretlands væri einstakt og að hann sem forsætisráðherra réði því einn hverjir væru fulltrúar Bretlands gagnvart Bandaríkjunum. Ummæli Trump á Twitter hefðu þó „ekki endilega verið það rétta í stöðunni“. Upplýst verður um úrslit atkvæðagreiðslu um næsta leiðtoga Íhaldsflokksins 23. júlí. Nýi leiðtoginn tekur jafnframt við embætti forsætisráðherra af May. Bretland Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, þjarmaði að Boris Johnson, forvera sínum í embætti þegar þeir tókust á í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Johnson vék sér undan að svara því hvort hann segði af sér sem forsætisráðherra næði hann ekki að tryggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir tilskilinn tíma. Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson og Hunt og er sá fyrrnefndi talinn mun sigurstranglegri. Johnson var einn helsti hvatamaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu en Hunt barðist fyrir því að Bretar yrðu um kyrrt í því. Í kappræðunum sakaði Hunt mótframbjóðanda sinn um að þora ekki að gefa höggstað á sér með því að lýsa því afdráttarlaust yfir að hann segði af sér tækist honum ekki að ná Brexit í gegn 31. október eins og nú er stefnt að. Johnson skaut á Hunt á móti og sagðist dást að getu hans til að skipta um skoðun. Vísaði hann þar til þess að Hunt styddi nú útgönguna eftir að hafa verið henni andsnúinn áður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sakaði hann Hunt um að vera úrtölumann sem stefndi ekki heilshugar að útgöngu. Þá vildi Johnson ekki fordæma ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum og Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra. Trump kallaði sendiherrann „mjög heimskan gaur“ og tilraunir May til að ná samningi um útgönguna úr ESB „hörmung“ eftir að sendiráðsskjölum var lekið þar sem sendiherrann lýsti Trump sem „vanhæfum“. Hunt svaraði Trump í dag og sagði ummæli hans „dónaleg“. Sem forsætisráðherra myndi hann halda sendiherranum. Johnson svaraði ekki beint spurningum um stöðu sendiherrans í kappræðunum, sagði aðeins að samband Bandaríkjanna og Bretlands væri einstakt og að hann sem forsætisráðherra réði því einn hverjir væru fulltrúar Bretlands gagnvart Bandaríkjunum. Ummæli Trump á Twitter hefðu þó „ekki endilega verið það rétta í stöðunni“. Upplýst verður um úrslit atkvæðagreiðslu um næsta leiðtoga Íhaldsflokksins 23. júlí. Nýi leiðtoginn tekur jafnframt við embætti forsætisráðherra af May.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35
Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10