Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 14:42 Í og við Bláskógabyggð eru margir vinsælir áningarstaðir sem innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn sækja í miklum mæli. Þeirra á meðal Efstadal. Vísir/Magnús Hlynur Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. Fjögur systkini og fjölskyldur þeirra standa að rekstrinum þar sem má til að mynda finna vinsæla ísbúð, veitingastað, hestaleigu, hótelgistingu auk þess sem gestir geta klappað hinum ýmsu húsdýrum. Þar á meðal kálfum en saursýni úr kálfum á bænum kemur heim og saman við bakteríuna sem sýkti börnin. Björgvin segir að lokað hafi verið fyrir aðgang að kálfastíunni þann 4. júlí í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun. Kálfarnir hafi verið sendir í sóttkví.Ferðamenn í heimsókn á bænum Efstadal II í dag.Vísir/Magnús Hlynur„Á sama tíma hættum við að selja okkar framleiðslu,“ segir Björgvin. Um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða því þau hafi ekki viljað taka neina áhættu fyrr en niðurstöður lægju fyrir. „Allar niðurstöður sem við höfum fengið úr matvælum, ís og öðru slíkur eru jákvæðar fyrir okkur.“ Sá rekstur sé því enn í gangi.Óvíst hvernig smitið barst í börninÍ tilkynningu sem Landlæknir sendi frá sér upp úr hádegi segir að ekki sé vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin. Frekari rannsóknir á hugsanlegum smitleiðum á staðnum standi enn yfir. Björgvin segir málið hafa fengið á fjölskylduna sem stendur að rekstrinum. „Allir í fjölskyldunni eru miður sín yfir þessu. Það er erfitt að sjá þetta fyrir. Svona hlutir geta gerst. Við erum að reyna að vanda okkur eins og við höfum alltaf gert,“ segir Björgvin.Úr ísbúðinni í Efstadal er hægt að horfa inn í fjósið.Vísir/Magnús HlynurVona það besta Passað sé upp á alla vinnslu á matvælum og hafi mjólkurverkfræðingur verið starfseminni innan handar undanfarin ár og passað 100 prósent upp á allt hreinlæti. Þau sýni sem liggi fyrir hafi komið vel út. „Við eigum erfiðara með að hafa stjórn á því sem gerist utandyra þar sem dýrin eru hlaupandi um,“ segir Björgvin. Stór partur af afþreyingunni á Efstadal II sé að klappa dýrunum og þar njóti kálfarnir mikilla vinsælda. „Vissulega er þetta leiðindamál fyrir alla og sérstaklega börnin sem lenda í því að sýkjast.“ Þau voni það besta og að allir nái sé sem fyrst. Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. Fjögur systkini og fjölskyldur þeirra standa að rekstrinum þar sem má til að mynda finna vinsæla ísbúð, veitingastað, hestaleigu, hótelgistingu auk þess sem gestir geta klappað hinum ýmsu húsdýrum. Þar á meðal kálfum en saursýni úr kálfum á bænum kemur heim og saman við bakteríuna sem sýkti börnin. Björgvin segir að lokað hafi verið fyrir aðgang að kálfastíunni þann 4. júlí í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun. Kálfarnir hafi verið sendir í sóttkví.Ferðamenn í heimsókn á bænum Efstadal II í dag.Vísir/Magnús Hlynur„Á sama tíma hættum við að selja okkar framleiðslu,“ segir Björgvin. Um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða því þau hafi ekki viljað taka neina áhættu fyrr en niðurstöður lægju fyrir. „Allar niðurstöður sem við höfum fengið úr matvælum, ís og öðru slíkur eru jákvæðar fyrir okkur.“ Sá rekstur sé því enn í gangi.Óvíst hvernig smitið barst í börninÍ tilkynningu sem Landlæknir sendi frá sér upp úr hádegi segir að ekki sé vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin. Frekari rannsóknir á hugsanlegum smitleiðum á staðnum standi enn yfir. Björgvin segir málið hafa fengið á fjölskylduna sem stendur að rekstrinum. „Allir í fjölskyldunni eru miður sín yfir þessu. Það er erfitt að sjá þetta fyrir. Svona hlutir geta gerst. Við erum að reyna að vanda okkur eins og við höfum alltaf gert,“ segir Björgvin.Úr ísbúðinni í Efstadal er hægt að horfa inn í fjósið.Vísir/Magnús HlynurVona það besta Passað sé upp á alla vinnslu á matvælum og hafi mjólkurverkfræðingur verið starfseminni innan handar undanfarin ár og passað 100 prósent upp á allt hreinlæti. Þau sýni sem liggi fyrir hafi komið vel út. „Við eigum erfiðara með að hafa stjórn á því sem gerist utandyra þar sem dýrin eru hlaupandi um,“ segir Björgvin. Stór partur af afþreyingunni á Efstadal II sé að klappa dýrunum og þar njóti kálfarnir mikilla vinsælda. „Vissulega er þetta leiðindamál fyrir alla og sérstaklega börnin sem lenda í því að sýkjast.“ Þau voni það besta og að allir nái sé sem fyrst.
Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20