Segja Real Madrid ætla að selja James til að eiga fyrir Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2019 11:30 James Rodriguez vann tvöfalt með Bayern í vetur. Vísir/Getty James Rodriguez á það sameiginlegt með Gareth Bale að um leið og hann er stærsta knattspyrnustjarna þjóðar sinnar þá er hann um leið út í kuldanum hjá Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid. Nú segja ensku blöðin frá því að Real Madrid vilji selja Kólumbíumaninn sem hefur verið í láni hjá Bayern München undanfarin tímabil. Ástæðan er að félagið þarf að safna pening svo það eigi fyrir kaupunum á Paul Pogba frá Manchester United. Það hafa örugglega nokkur félög áhuga á að kaupa James Rodriguez enda mjög öflugur leikmaður þótt að hann eigi ekki upp á pallborðið hjá Zidane.Real Madrid are reportedly looking to sell James Rodriguez to raise funds for a £150m move for Manchester United's Paul Pogba. Gossip: https://t.co/y9FrL5rV3m#mufcpic.twitter.com/CNdAACgIJh — BBC Sport (@BBCSport) July 9, 2019Manchester United vill fá 150 milljónir punda fyrir Paul Pogba og Real Madrid hefur þegar eytt 303 milljónum evra í nýja leikmenn í sumar. Real Madrid hefur fengið varnarmennina Ferland Mendy (frá Lyon) og Eder Militao (frá Porto), sóknarmiðjumanninn Eden Hazard (frá Chelsea) og sóknarmennina Rodrygo Goes (frá Santos) og Luka Jovic (frá Eintracht Frankfurt). Að sama skapi hefur Real Madrid selt leikmenn fyir 128 milljónir evra og er því eins og er í 175 milljónum í mínus. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, hefur mikinn áhuga á því að fá James Rodriguez til ítalska félagsins en James Rodriguez var í stóru hlutverki hjá Ancelotti þegar hann þjálfaði Real Madrid á sínum tíma. Mestar líkur eru því að James endi hjá Napoli. Til að auka áhuga á James Rodriguez að koma til Napoli þá eru einnig sögusagnir um það að félagið sé tilbúið að leyfa honum að spila í treyju númer tíu. Napoli hefur ekki leyft neinum að spila í henni til að minnast tíma Diego Maradona hjá félaginu. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
James Rodriguez á það sameiginlegt með Gareth Bale að um leið og hann er stærsta knattspyrnustjarna þjóðar sinnar þá er hann um leið út í kuldanum hjá Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid. Nú segja ensku blöðin frá því að Real Madrid vilji selja Kólumbíumaninn sem hefur verið í láni hjá Bayern München undanfarin tímabil. Ástæðan er að félagið þarf að safna pening svo það eigi fyrir kaupunum á Paul Pogba frá Manchester United. Það hafa örugglega nokkur félög áhuga á að kaupa James Rodriguez enda mjög öflugur leikmaður þótt að hann eigi ekki upp á pallborðið hjá Zidane.Real Madrid are reportedly looking to sell James Rodriguez to raise funds for a £150m move for Manchester United's Paul Pogba. Gossip: https://t.co/y9FrL5rV3m#mufcpic.twitter.com/CNdAACgIJh — BBC Sport (@BBCSport) July 9, 2019Manchester United vill fá 150 milljónir punda fyrir Paul Pogba og Real Madrid hefur þegar eytt 303 milljónum evra í nýja leikmenn í sumar. Real Madrid hefur fengið varnarmennina Ferland Mendy (frá Lyon) og Eder Militao (frá Porto), sóknarmiðjumanninn Eden Hazard (frá Chelsea) og sóknarmennina Rodrygo Goes (frá Santos) og Luka Jovic (frá Eintracht Frankfurt). Að sama skapi hefur Real Madrid selt leikmenn fyir 128 milljónir evra og er því eins og er í 175 milljónum í mínus. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, hefur mikinn áhuga á því að fá James Rodriguez til ítalska félagsins en James Rodriguez var í stóru hlutverki hjá Ancelotti þegar hann þjálfaði Real Madrid á sínum tíma. Mestar líkur eru því að James endi hjá Napoli. Til að auka áhuga á James Rodriguez að koma til Napoli þá eru einnig sögusagnir um það að félagið sé tilbúið að leyfa honum að spila í treyju númer tíu. Napoli hefur ekki leyft neinum að spila í henni til að minnast tíma Diego Maradona hjá félaginu.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira