Frelsið er yndislegt en það má alltaf gera betur Bryndís Haraldsdóttir skrifar 9. júlí 2019 09:00 Frelsið er yndislegt. Á Íslandi er gott að búa og hér er frelsi einstaklingsins virt í öllum alþjóðlegum samanburði. En það má svo sannarlega gera betur. Endalaust eru sett ný lög og nýjar reglur, en minna gert af því að afnema lög og reglur. Við eigum að fá að gera það sem við viljum, eins og skáldið orti um frelsið, á meðan við brjótum ekki á frelsi annarra.Að ráðstafa leifunum Þegar ég kveð þetta jarðneska líf standa mér fáir valkostir til boða um hvernig farið verður með líkamsleifar mínar. Skrifræðið getur verið höfuðandstæðingur frelsisins, og hið opinbera hefur skoðanir á ýmsu. Valið stendur á milli þess að láta grafa mig í lögmætum kirkjugarði, eða að brenna mig í viðurkenndri bálstofu. Kjósi ég brennsluna þarf að hafa kistu undir líkið og viðurkennt duftker undir brenndu líkamsleifarnar. Duftkerið skal svo grafið í löggildum kirkjugarði. Hægt er að sækja um undanþágu til sýslumanns frá þessum reglum, og fá leyfi til að dreifa öskunni yfir öræfi eða sjó, en aðeins að því skilyrði uppfylltu að duftkerinu sé skilað aftur og stífar reglur gilda um að dreifingin fari aðeins fram á þeim stað sem leyfið er veitt. Alls ekki má merkja staðinn með neinum hætti. Aðkoma ríkisins Þarf ríkið að hafa á þessu sterkar skoðanir? Mun aukið frelsi mitt og annarra í þessum efnum skaða aðra? Við eigum að hafa val um hvort við kjósum að láta dreifa jarðneskum leifum okkar í garðinum heima, eða bara þar sem okkur hugnast. Þessu er tímabært að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Frelsið er yndislegt. Á Íslandi er gott að búa og hér er frelsi einstaklingsins virt í öllum alþjóðlegum samanburði. En það má svo sannarlega gera betur. Endalaust eru sett ný lög og nýjar reglur, en minna gert af því að afnema lög og reglur. Við eigum að fá að gera það sem við viljum, eins og skáldið orti um frelsið, á meðan við brjótum ekki á frelsi annarra.Að ráðstafa leifunum Þegar ég kveð þetta jarðneska líf standa mér fáir valkostir til boða um hvernig farið verður með líkamsleifar mínar. Skrifræðið getur verið höfuðandstæðingur frelsisins, og hið opinbera hefur skoðanir á ýmsu. Valið stendur á milli þess að láta grafa mig í lögmætum kirkjugarði, eða að brenna mig í viðurkenndri bálstofu. Kjósi ég brennsluna þarf að hafa kistu undir líkið og viðurkennt duftker undir brenndu líkamsleifarnar. Duftkerið skal svo grafið í löggildum kirkjugarði. Hægt er að sækja um undanþágu til sýslumanns frá þessum reglum, og fá leyfi til að dreifa öskunni yfir öræfi eða sjó, en aðeins að því skilyrði uppfylltu að duftkerinu sé skilað aftur og stífar reglur gilda um að dreifingin fari aðeins fram á þeim stað sem leyfið er veitt. Alls ekki má merkja staðinn með neinum hætti. Aðkoma ríkisins Þarf ríkið að hafa á þessu sterkar skoðanir? Mun aukið frelsi mitt og annarra í þessum efnum skaða aðra? Við eigum að hafa val um hvort við kjósum að láta dreifa jarðneskum leifum okkar í garðinum heima, eða bara þar sem okkur hugnast. Þessu er tímabært að breyta.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar