Hleyptu fjölda miðalausra gesta inn á ballið til að koma í veg fyrir stórslys Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2019 15:00 Eins og sjá má var mikill fjöldi saman kominn á viðburðinum. Mummi Lú/Lopapeysan Skipuleggjendur Lopapeysunnar, árlegs balls á Akranesi, segja gæslufólk hafa sýnt hárrétt viðbrögð þegar hundruðum miðalausra gesta var hleypt inn á ballið til þess að létta á troðningi fyrir utan ballið. Ballið er hluti af bæjarhátíð Akraness, Írskum dögum. Skipuleggjendur telja að hafa verði í huga aukna aðsókn aðkomufólks þegar framtíðarmynd Lopapeysunnar er teiknuð upp. Engin mál hafa verið kærð til lögreglu eftir helgina. Þétt dagskrá og blíðskaparveður á Akranesi virðist hafa laðað talsvert fleiri á Írska daga á Akranesi dagana 4.-7. júlí, en aldrei hefur jafn mikill fjöldi sótt bæjarhátíð Skagamanna eins og síðustu helgi.Gæslufólk brást skjótt við Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður á Akranesi, segir helgina hafa farið vel fram. Þrátt fyrir mikinn eril hjá lögreglu yfir hátíðina hafi henni ekki borist neinar kærur vegna mála á hátíðinni, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Eins segir Helgi Pétur að almennt hafi verið lítið um ofbeldis- og fíkniefnamál. Eitthvað var um ölvunarakstur, en þá helst hjá fólki sem hélt of snemma af stað út í umferðina eftir áfengisneyslu kvöldið áður. Til tíðinda dró þegar kom að Lopapeysunni, árlegu balli sem haldið er á laugardagskvöldinu í kjölfar brekkusöngsins sívinsæla, sem í ár var stýrt af Ingólfi Þórarinssyni. Uppselt var á viðburðinn og útlit fyrir að færri kæmust að en vildu. Gæslufólk á svæðinu þurfti þó að bregða á það ráð að opna hlið Lopapeysunnar vegna troðnings við inngang ballsvæðisins. Ísólfur Haraldsson, einn skipuleggjenda Lopapeysunnar, þakkar réttum viðbrögðum starfsmanna gæslunnar fyrir að engin stórslys urðu á fólki.Birgitta Haukdal var á meðal þeirra listamanna sem hélt uppi stuðinu.Mummi Lú/LopapeysanÁhuginn mikill eftir að sölu lauk Ísólfur segir í samtali við Vísi að sprenging hafi orðið í áhuga utanbæjarfólks á viðburðinum í ár. Hátt í tólf þúsund IP-tölur hafi skoðað síðu Lopapeysunnar á miða.is eftir að netsölu á viðburðinn lauk á laugardeginum. Hann segir sama fjölda miða hafa verið í boði í og í fyrra, þrjú þúsund stykki. Nú hafi miðarnir hins vegar selst upp fyrir ballið, en venjulega hafa um 800 til þúsund miðar verið í sölu við hurð. Eins og áður segir tók gæslufólk þá ákvörðun að opna hlið Lopapeysunnar með það fyrir augum að leysa úr gríðarlegum troðningi sem myndast hafði fyrir utan viðburðinn. Þannig hafi ekki verið unnt að skanna miða þeirra gesta sem komust inn meðan á mesta troðningnum stóð. Þá er einnig ljóst að einhver þeirra sem hleypt var inn hafi verið án miða.Mannhaf í brekkusöngnum.AðsendÍsólfur segist sérstaklega þakklátur þeim viðbragðsaðilum sem komu að Lopapeysunni. „Ég er þakklátur öllu því góða fólki sem kom að þessum viðburði sem leysti allt sem upp kom hundrað prósent, stórslysalaust.“ Skoða þurfi framtíð Lopapeysunnar Ísólfur segir skipuleggjendur Lopapeysunnar, sem nú hafa staðið á bak við viðburðinn í 16 ár, þurfa að meta í hvaða mynd hún verður á komandi árum. „Lopapeysan var allt í einu bara 16 ára barn sem að passaði ekki lengur í buxurnar sínar. Nú þarf bara að taka ákvörðun um hvernig framhaldið er. Þetta hefur fengið að vera svolítið lókal viðburður þar sem að Skagamenn bjóða vinum sínum og brottfluttir Skagamenn koma,“ segir Ísólfur. Nú standi skipuleggjendur hins vegar frammi fyrir því að ákveða hvernig framtíð Lopapeysunnar verður háttað. „En þetta er náttúrulega bara verkefni. Þetta hefur verið frábær hátíð frá upphafi og alltaf gengið rosalega vel, gríðarleg ánægja. Nú er bara spurningin í hvaða átt við eigum að fara með þetta.“ Akranes Tónlist Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Skipuleggjendur Lopapeysunnar, árlegs balls á Akranesi, segja gæslufólk hafa sýnt hárrétt viðbrögð þegar hundruðum miðalausra gesta var hleypt inn á ballið til þess að létta á troðningi fyrir utan ballið. Ballið er hluti af bæjarhátíð Akraness, Írskum dögum. Skipuleggjendur telja að hafa verði í huga aukna aðsókn aðkomufólks þegar framtíðarmynd Lopapeysunnar er teiknuð upp. Engin mál hafa verið kærð til lögreglu eftir helgina. Þétt dagskrá og blíðskaparveður á Akranesi virðist hafa laðað talsvert fleiri á Írska daga á Akranesi dagana 4.-7. júlí, en aldrei hefur jafn mikill fjöldi sótt bæjarhátíð Skagamanna eins og síðustu helgi.Gæslufólk brást skjótt við Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður á Akranesi, segir helgina hafa farið vel fram. Þrátt fyrir mikinn eril hjá lögreglu yfir hátíðina hafi henni ekki borist neinar kærur vegna mála á hátíðinni, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Eins segir Helgi Pétur að almennt hafi verið lítið um ofbeldis- og fíkniefnamál. Eitthvað var um ölvunarakstur, en þá helst hjá fólki sem hélt of snemma af stað út í umferðina eftir áfengisneyslu kvöldið áður. Til tíðinda dró þegar kom að Lopapeysunni, árlegu balli sem haldið er á laugardagskvöldinu í kjölfar brekkusöngsins sívinsæla, sem í ár var stýrt af Ingólfi Þórarinssyni. Uppselt var á viðburðinn og útlit fyrir að færri kæmust að en vildu. Gæslufólk á svæðinu þurfti þó að bregða á það ráð að opna hlið Lopapeysunnar vegna troðnings við inngang ballsvæðisins. Ísólfur Haraldsson, einn skipuleggjenda Lopapeysunnar, þakkar réttum viðbrögðum starfsmanna gæslunnar fyrir að engin stórslys urðu á fólki.Birgitta Haukdal var á meðal þeirra listamanna sem hélt uppi stuðinu.Mummi Lú/LopapeysanÁhuginn mikill eftir að sölu lauk Ísólfur segir í samtali við Vísi að sprenging hafi orðið í áhuga utanbæjarfólks á viðburðinum í ár. Hátt í tólf þúsund IP-tölur hafi skoðað síðu Lopapeysunnar á miða.is eftir að netsölu á viðburðinn lauk á laugardeginum. Hann segir sama fjölda miða hafa verið í boði í og í fyrra, þrjú þúsund stykki. Nú hafi miðarnir hins vegar selst upp fyrir ballið, en venjulega hafa um 800 til þúsund miðar verið í sölu við hurð. Eins og áður segir tók gæslufólk þá ákvörðun að opna hlið Lopapeysunnar með það fyrir augum að leysa úr gríðarlegum troðningi sem myndast hafði fyrir utan viðburðinn. Þannig hafi ekki verið unnt að skanna miða þeirra gesta sem komust inn meðan á mesta troðningnum stóð. Þá er einnig ljóst að einhver þeirra sem hleypt var inn hafi verið án miða.Mannhaf í brekkusöngnum.AðsendÍsólfur segist sérstaklega þakklátur þeim viðbragðsaðilum sem komu að Lopapeysunni. „Ég er þakklátur öllu því góða fólki sem kom að þessum viðburði sem leysti allt sem upp kom hundrað prósent, stórslysalaust.“ Skoða þurfi framtíð Lopapeysunnar Ísólfur segir skipuleggjendur Lopapeysunnar, sem nú hafa staðið á bak við viðburðinn í 16 ár, þurfa að meta í hvaða mynd hún verður á komandi árum. „Lopapeysan var allt í einu bara 16 ára barn sem að passaði ekki lengur í buxurnar sínar. Nú þarf bara að taka ákvörðun um hvernig framhaldið er. Þetta hefur fengið að vera svolítið lókal viðburður þar sem að Skagamenn bjóða vinum sínum og brottfluttir Skagamenn koma,“ segir Ísólfur. Nú standi skipuleggjendur hins vegar frammi fyrir því að ákveða hvernig framtíð Lopapeysunnar verður háttað. „En þetta er náttúrulega bara verkefni. Þetta hefur verið frábær hátíð frá upphafi og alltaf gengið rosalega vel, gríðarleg ánægja. Nú er bara spurningin í hvaða átt við eigum að fara með þetta.“
Akranes Tónlist Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira