Gönguglaður refur gekk fram af vísindamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 12:01 Læðan sem gekk yfir hafísinn til Kanada þegar hún var merkt í Krossfirði á Svalbarða 29. júlí árið 2017. AP/Elise Strömseng/Norska pólstofnunin Norskir vísindamenn voru forviða þegar staðsetningaról sem þeir komu fyrir á heimskautaref á Svalbarða sýndi að hann hafði gengið á fimmta þúsund kílómetra til nyrsta hluta Kanada á fjórum mánuðum. Refirnir eru þekktir fyrir að vera harðgerir og víðförlir en vegalengdin er ein sú mesta sem vitað er að refur hafi ferðast. Starfsmenn Norsku pólstofnunarinnar komu fyrir ól með gervihnattarstaðsetningarmerki á ungri læðu á Spitsbergen í Svalbarðaeyjaklasanum sumarið 2017. Fylgdust þeir svo með ferðum hennar í gegnum gervihnött. Refurinn yfirgaf fæðingarstað sinn á Svalbarða 1. mars í fyrra og var kominn til Grænlands yfir hafísinn aðeins 21 degi síðar. Aðeins um þremur mánuðum síðar var hann kominn til Ellesmere-eyju á nyrsta hjara Kanada 1. júlí, að sögn AP-fréttastofunnar. Á ferðalaginu gekk refurinn að meðaltali 46,3 kílómetra á dag. Þegar hann kom til Kanada hafði hann gengið 4.415 kílómetra. Í beinni loftlínu eru 1.789 kílómetrar á milli grenisins þar sem hann kom í heiminn og kanadísku eyjarinnar. Til samanburðar er hringvegurinn á Íslandi rúmir 1.300 kílómetrar samkvæmt vef Vegagerðinnar. Læðan var sú eina af 50-60 refum sem vísindamennirnir merktu sem hætti sér út fyrir Svalbarða. „Þegar þetta byrjaði að gerast hugsuðum við „Er þetta virkilega satt?“ segir Arnaud Tarroux, einn vísindamannanna sem fylgdust með ferðum læðunnar við Washington Post. Að þeim hvarflaði að villa gæti verið í gögnunum. Svo reyndist þó ekki vera. Þegar þeir báru ferðir læðunnar saman við hreyfingar hafíssins sást að þær stemmdu.Leiðin sem læðan gekk yfir hafísinn frá Svalbarða í austri til Ellesmere-eyju í vestri með viðkomu á Grænlandi.AP/ESRI/Norska pólstofnuninHop hafíssins hefur einangrað íslenska refastofninn Þekkt er að refir geri víðreist um norðurskautið. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós skyldleika refa á ólíkum hlutum þess sem aðeins hafís tengir saman. Friðþjófur Nansen, norski norðurskautsfarinn og Nóbelsverðlaunahafinn, furðaði sig þannig á því þegar hann fann ný tófuspor á hafísnum þegar hann reyndi að komast á norðurpólinn undir lok 19. aldar. „Hvað í veröldinni var refur að gera hérna úti á villtu hafinu? Ætli þeir hafi villst?“ skrifaði hann í dagbók sína. Engu að síður kom göngugleði læðunnar vísindamönnunum í opna skjöldu og ekki síður hversu hratt hún fór yfir. „Við vissum í raun ekki hvernig þeir gerðu þetta og hversu lengi það tæki einstakling að fara slíka ferð,“ segir Tarroux. Ekki er vitað hvers vegna refir leggja upp í slíkar langferðir. Mögulegt er talið að orsökin sé fæðurskortur. Staðsetningaról læðunnar gaf upp öndina í febrúar. Síðast spurðist til hennar á Ellesmere-eyju. Tarroux bendir á að ferðir sem þessar verði ómögulegar í framtíðinni haldi hafísinn á norðurskautinu áfram að hverfa vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hop hafíssins hafi þegar einangrað refastofninn á Íslandi. Dýr Grænland Kanada Noregur Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41 Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Norskir vísindamenn voru forviða þegar staðsetningaról sem þeir komu fyrir á heimskautaref á Svalbarða sýndi að hann hafði gengið á fimmta þúsund kílómetra til nyrsta hluta Kanada á fjórum mánuðum. Refirnir eru þekktir fyrir að vera harðgerir og víðförlir en vegalengdin er ein sú mesta sem vitað er að refur hafi ferðast. Starfsmenn Norsku pólstofnunarinnar komu fyrir ól með gervihnattarstaðsetningarmerki á ungri læðu á Spitsbergen í Svalbarðaeyjaklasanum sumarið 2017. Fylgdust þeir svo með ferðum hennar í gegnum gervihnött. Refurinn yfirgaf fæðingarstað sinn á Svalbarða 1. mars í fyrra og var kominn til Grænlands yfir hafísinn aðeins 21 degi síðar. Aðeins um þremur mánuðum síðar var hann kominn til Ellesmere-eyju á nyrsta hjara Kanada 1. júlí, að sögn AP-fréttastofunnar. Á ferðalaginu gekk refurinn að meðaltali 46,3 kílómetra á dag. Þegar hann kom til Kanada hafði hann gengið 4.415 kílómetra. Í beinni loftlínu eru 1.789 kílómetrar á milli grenisins þar sem hann kom í heiminn og kanadísku eyjarinnar. Til samanburðar er hringvegurinn á Íslandi rúmir 1.300 kílómetrar samkvæmt vef Vegagerðinnar. Læðan var sú eina af 50-60 refum sem vísindamennirnir merktu sem hætti sér út fyrir Svalbarða. „Þegar þetta byrjaði að gerast hugsuðum við „Er þetta virkilega satt?“ segir Arnaud Tarroux, einn vísindamannanna sem fylgdust með ferðum læðunnar við Washington Post. Að þeim hvarflaði að villa gæti verið í gögnunum. Svo reyndist þó ekki vera. Þegar þeir báru ferðir læðunnar saman við hreyfingar hafíssins sást að þær stemmdu.Leiðin sem læðan gekk yfir hafísinn frá Svalbarða í austri til Ellesmere-eyju í vestri með viðkomu á Grænlandi.AP/ESRI/Norska pólstofnuninHop hafíssins hefur einangrað íslenska refastofninn Þekkt er að refir geri víðreist um norðurskautið. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós skyldleika refa á ólíkum hlutum þess sem aðeins hafís tengir saman. Friðþjófur Nansen, norski norðurskautsfarinn og Nóbelsverðlaunahafinn, furðaði sig þannig á því þegar hann fann ný tófuspor á hafísnum þegar hann reyndi að komast á norðurpólinn undir lok 19. aldar. „Hvað í veröldinni var refur að gera hérna úti á villtu hafinu? Ætli þeir hafi villst?“ skrifaði hann í dagbók sína. Engu að síður kom göngugleði læðunnar vísindamönnunum í opna skjöldu og ekki síður hversu hratt hún fór yfir. „Við vissum í raun ekki hvernig þeir gerðu þetta og hversu lengi það tæki einstakling að fara slíka ferð,“ segir Tarroux. Ekki er vitað hvers vegna refir leggja upp í slíkar langferðir. Mögulegt er talið að orsökin sé fæðurskortur. Staðsetningaról læðunnar gaf upp öndina í febrúar. Síðast spurðist til hennar á Ellesmere-eyju. Tarroux bendir á að ferðir sem þessar verði ómögulegar í framtíðinni haldi hafísinn á norðurskautinu áfram að hverfa vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hop hafíssins hafi þegar einangrað refastofninn á Íslandi.
Dýr Grænland Kanada Noregur Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41 Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00
Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41
Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00