Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. Einnig þarf að fylgja með kvittun og lögregluskýrsla.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi gengur nú yfir bylgja hjólreiðaþjófnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Grunar lögregluna að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Í flestum tilfellum finnast hjólin ekki aftur og gefur lögreglan þá eigendum afrit af skýrslu þess efnis. Sé eigandi tryggður getur hann fengið þetta bætt.
Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður eignatjónadeildar hjá Sjóvá, segir að félagið hafi bætt um 50 reiðhjól á þessu ári.
„Þegar okkur berast tilkynningar frá viðskiptavinum er óskað eftir lögregluskýrslu og kvittun fyrir kaupum á reiðhjóli. Forsenda fyrir bótaskyldu er að hjólið hafi verið læst, hafi það staðið utandyra,“ segir Ólafur Þór

