Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2019 23:30 Trump og Darroch eru ekki par sáttir við hvor annan. Vísir/Getty Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. Þetta kemur fram í minnisblöðum sendiherrans sem lekið var til breska dagblaðsins Mail on Sunday. Minnisblöðin eru frá árinu 2017 til dagsins í dag og þar segir sendiherrann Trump meðal annars „geisla af óöryggi“ og ráðleggur ráðamönnum í London að eiga við hann á skilvirkan hátt. Það þurfi að einfalda hlutina og jafnvel segja þá í fullri hreinskilni. Þá sagðist sendiherrann ekki vera bjartsýnn á framhaldið. Í einu minnisblaðinu segir Darroch að fáir hafi trú á því að hlutirnir muni breytast til hins betra. „Við höfum eiginlega ekki trú á því að þessi stjórn verði eitthvað eðlilegri; minna óstarfhæf; minna ófyrirsjáanleg; minni flokkaátök; minna klunnaleg og klaufsk,“ skrifaði hann.Jeremy Hunt segir skoðanir Darroch ekki vera samhljóma skoðunum hans.Vísir/GettyTrump nýtur stuðnings bresku ríkisstjórnarinnar Blaðamenn spurðu Trump út í ummælin í dag og bar hann sendiherranum ekki vel söguna. Hann sagði Darroch ekki hafa þjónað Bretlandi vel sem sendiherra en Darroch hefur gegnt stöðu sendiherra síðan í janúar árið 2016. „Sendiherrann hefur ekki þjónað Bretlandi vel, ég get sagt þér það. Við erum ekki miklir aðdáendur þessa manns. Ég gæti sagt hluti um hann, en ég nenni því ekki,“ sagði Trump. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir ummælin í minnisblöðunum vera persónulegar skoðanir Darroch en ekki skoðun bresku ríkisstjórnarinnar né hans. Þau séu afar sátt við samskipti ríkisstjórnarinnar og Trump. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur fullyrt að lekinn verði rannsakaður en á sama tíma væri mikilvægt að sendiherrar gætu útvegað ráðherrum hreinskilið mat á stjórnmálum þess lands sem þeir störfuðu í. Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. Þetta kemur fram í minnisblöðum sendiherrans sem lekið var til breska dagblaðsins Mail on Sunday. Minnisblöðin eru frá árinu 2017 til dagsins í dag og þar segir sendiherrann Trump meðal annars „geisla af óöryggi“ og ráðleggur ráðamönnum í London að eiga við hann á skilvirkan hátt. Það þurfi að einfalda hlutina og jafnvel segja þá í fullri hreinskilni. Þá sagðist sendiherrann ekki vera bjartsýnn á framhaldið. Í einu minnisblaðinu segir Darroch að fáir hafi trú á því að hlutirnir muni breytast til hins betra. „Við höfum eiginlega ekki trú á því að þessi stjórn verði eitthvað eðlilegri; minna óstarfhæf; minna ófyrirsjáanleg; minni flokkaátök; minna klunnaleg og klaufsk,“ skrifaði hann.Jeremy Hunt segir skoðanir Darroch ekki vera samhljóma skoðunum hans.Vísir/GettyTrump nýtur stuðnings bresku ríkisstjórnarinnar Blaðamenn spurðu Trump út í ummælin í dag og bar hann sendiherranum ekki vel söguna. Hann sagði Darroch ekki hafa þjónað Bretlandi vel sem sendiherra en Darroch hefur gegnt stöðu sendiherra síðan í janúar árið 2016. „Sendiherrann hefur ekki þjónað Bretlandi vel, ég get sagt þér það. Við erum ekki miklir aðdáendur þessa manns. Ég gæti sagt hluti um hann, en ég nenni því ekki,“ sagði Trump. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir ummælin í minnisblöðunum vera persónulegar skoðanir Darroch en ekki skoðun bresku ríkisstjórnarinnar né hans. Þau séu afar sátt við samskipti ríkisstjórnarinnar og Trump. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur fullyrt að lekinn verði rannsakaður en á sama tíma væri mikilvægt að sendiherrar gætu útvegað ráðherrum hreinskilið mat á stjórnmálum þess lands sem þeir störfuðu í.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira