Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2019 23:30 Trump og Darroch eru ekki par sáttir við hvor annan. Vísir/Getty Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. Þetta kemur fram í minnisblöðum sendiherrans sem lekið var til breska dagblaðsins Mail on Sunday. Minnisblöðin eru frá árinu 2017 til dagsins í dag og þar segir sendiherrann Trump meðal annars „geisla af óöryggi“ og ráðleggur ráðamönnum í London að eiga við hann á skilvirkan hátt. Það þurfi að einfalda hlutina og jafnvel segja þá í fullri hreinskilni. Þá sagðist sendiherrann ekki vera bjartsýnn á framhaldið. Í einu minnisblaðinu segir Darroch að fáir hafi trú á því að hlutirnir muni breytast til hins betra. „Við höfum eiginlega ekki trú á því að þessi stjórn verði eitthvað eðlilegri; minna óstarfhæf; minna ófyrirsjáanleg; minni flokkaátök; minna klunnaleg og klaufsk,“ skrifaði hann.Jeremy Hunt segir skoðanir Darroch ekki vera samhljóma skoðunum hans.Vísir/GettyTrump nýtur stuðnings bresku ríkisstjórnarinnar Blaðamenn spurðu Trump út í ummælin í dag og bar hann sendiherranum ekki vel söguna. Hann sagði Darroch ekki hafa þjónað Bretlandi vel sem sendiherra en Darroch hefur gegnt stöðu sendiherra síðan í janúar árið 2016. „Sendiherrann hefur ekki þjónað Bretlandi vel, ég get sagt þér það. Við erum ekki miklir aðdáendur þessa manns. Ég gæti sagt hluti um hann, en ég nenni því ekki,“ sagði Trump. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir ummælin í minnisblöðunum vera persónulegar skoðanir Darroch en ekki skoðun bresku ríkisstjórnarinnar né hans. Þau séu afar sátt við samskipti ríkisstjórnarinnar og Trump. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur fullyrt að lekinn verði rannsakaður en á sama tíma væri mikilvægt að sendiherrar gætu útvegað ráðherrum hreinskilið mat á stjórnmálum þess lands sem þeir störfuðu í. Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. Þetta kemur fram í minnisblöðum sendiherrans sem lekið var til breska dagblaðsins Mail on Sunday. Minnisblöðin eru frá árinu 2017 til dagsins í dag og þar segir sendiherrann Trump meðal annars „geisla af óöryggi“ og ráðleggur ráðamönnum í London að eiga við hann á skilvirkan hátt. Það þurfi að einfalda hlutina og jafnvel segja þá í fullri hreinskilni. Þá sagðist sendiherrann ekki vera bjartsýnn á framhaldið. Í einu minnisblaðinu segir Darroch að fáir hafi trú á því að hlutirnir muni breytast til hins betra. „Við höfum eiginlega ekki trú á því að þessi stjórn verði eitthvað eðlilegri; minna óstarfhæf; minna ófyrirsjáanleg; minni flokkaátök; minna klunnaleg og klaufsk,“ skrifaði hann.Jeremy Hunt segir skoðanir Darroch ekki vera samhljóma skoðunum hans.Vísir/GettyTrump nýtur stuðnings bresku ríkisstjórnarinnar Blaðamenn spurðu Trump út í ummælin í dag og bar hann sendiherranum ekki vel söguna. Hann sagði Darroch ekki hafa þjónað Bretlandi vel sem sendiherra en Darroch hefur gegnt stöðu sendiherra síðan í janúar árið 2016. „Sendiherrann hefur ekki þjónað Bretlandi vel, ég get sagt þér það. Við erum ekki miklir aðdáendur þessa manns. Ég gæti sagt hluti um hann, en ég nenni því ekki,“ sagði Trump. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir ummælin í minnisblöðunum vera persónulegar skoðanir Darroch en ekki skoðun bresku ríkisstjórnarinnar né hans. Þau séu afar sátt við samskipti ríkisstjórnarinnar og Trump. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur fullyrt að lekinn verði rannsakaður en á sama tíma væri mikilvægt að sendiherrar gætu útvegað ráðherrum hreinskilið mat á stjórnmálum þess lands sem þeir störfuðu í.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira