Landlæknir bað Evu Þóru afsökunar símleiðis Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2019 11:39 Eva Þóra Hartmannsdóttir segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Hjúkrunarfræðineminn Eva Þóra Hartmannsdóttir, sem vakti á dögunum athygli á því að konur af afrískum uppruna væru flokkaðar sem negrítar í sjúkraskrám sínum, greinir frá því að Landlæknir hafi slegið á þráðinn til hennar og beðist afsökunar á málinu.Sjá einnig: Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Forsaga málsins er sú að Eva, sem er barnshafandi, tók eftir því í 25 vikna skoðun að ljósmóðirin sem aðstoðaði hana hakaði við „negríti“ í kynþáttaflokkun í sjúkraskrá Evu. Þegar Eva leitaði útskýringa á því fékk hún svarið að þetta hafi alltaf verið svona. Í viðtali við Stöð 2 sagðist Eva samstundis tengja orðið við orðið negri, sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. Eva segir landlækni hafa gefið sér góðan tíma í að fara yfir málin með henni og útskýrt hlutina og gefið færi á að spyrja spurninga. Þá þakkaði hún einnig Evu fyrir að hafa opnað umræðuna um þetta mál.Sjá einnig: Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, Hulda Hjartardóttir, sagði í viðtali við Stöð 2 að með nýrri uppfærslu sem tekin var í gagnið í mars síðastliðnum hafi orðalaginu verið breytt í „af afrískum uppruna.“ Eva segir í færslu sinni á Facebook að sú vinna hafi farið af stað í desember síðastliðinn þegar kona ein tók eftir skráningu eiginmanns síns sem „negríta“. Eva segir að hennar heilsugæsla sé ein einungis tveggja á landinu sem ekki hafi tekið upp áðurnefnda uppfærslu og því hafi orðið „negríti“ verið notað í sjúkraskýrslunni. Eva segir að embætti Landlæknis hafi ætlað sér að koma í veg fyrir að nokkur þurfi að upplifa slíkt aftur. Eva Þóra segist vera gríðarlega ánægð með að hafa tjáð sig fyrir hönd minnihlutahóps á Íslandi og meðal annars komið í veg fyrir að hennar eigin börn sjái þetta orðalag í sjúkraskrám sínum. Þetta segir Eva vera skref í rétta átt. Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
Hjúkrunarfræðineminn Eva Þóra Hartmannsdóttir, sem vakti á dögunum athygli á því að konur af afrískum uppruna væru flokkaðar sem negrítar í sjúkraskrám sínum, greinir frá því að Landlæknir hafi slegið á þráðinn til hennar og beðist afsökunar á málinu.Sjá einnig: Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Forsaga málsins er sú að Eva, sem er barnshafandi, tók eftir því í 25 vikna skoðun að ljósmóðirin sem aðstoðaði hana hakaði við „negríti“ í kynþáttaflokkun í sjúkraskrá Evu. Þegar Eva leitaði útskýringa á því fékk hún svarið að þetta hafi alltaf verið svona. Í viðtali við Stöð 2 sagðist Eva samstundis tengja orðið við orðið negri, sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. Eva segir landlækni hafa gefið sér góðan tíma í að fara yfir málin með henni og útskýrt hlutina og gefið færi á að spyrja spurninga. Þá þakkaði hún einnig Evu fyrir að hafa opnað umræðuna um þetta mál.Sjá einnig: Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, Hulda Hjartardóttir, sagði í viðtali við Stöð 2 að með nýrri uppfærslu sem tekin var í gagnið í mars síðastliðnum hafi orðalaginu verið breytt í „af afrískum uppruna.“ Eva segir í færslu sinni á Facebook að sú vinna hafi farið af stað í desember síðastliðinn þegar kona ein tók eftir skráningu eiginmanns síns sem „negríta“. Eva segir að hennar heilsugæsla sé ein einungis tveggja á landinu sem ekki hafi tekið upp áðurnefnda uppfærslu og því hafi orðið „negríti“ verið notað í sjúkraskýrslunni. Eva segir að embætti Landlæknis hafi ætlað sér að koma í veg fyrir að nokkur þurfi að upplifa slíkt aftur. Eva Þóra segist vera gríðarlega ánægð með að hafa tjáð sig fyrir hönd minnihlutahóps á Íslandi og meðal annars komið í veg fyrir að hennar eigin börn sjái þetta orðalag í sjúkraskrám sínum. Þetta segir Eva vera skref í rétta átt.
Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira