Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Eiður Þór Árnason skrifar 6. júlí 2019 11:05 Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir Eldum rétt hefur hafnað sáttatilboði Eflingar eftir sáttafund í gær. Þetta er í annað sinn sem Eldum rétt hafnar sáttatilboði Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Efling lagði fram sáttatilboð í kjölfar þess að félagið stefndi fyrirtækinu, ásamt starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli grundvelli laga um keðjuábyrgð. Nam sáttatilboðið fjórum milljónum króna að sögn Eflingar. Fjögur fyrirtæki sem eru sögð hafa keypt vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu fengu kröfu frá Eflingu með vísun í lög um keðjuábyrgð. Hin þrjú fyrirtækin féllust á hana án andmæla, og voru þau þess vegna ekki hluti af stefnu Eflingar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, hefur áður sagt í samtali við Vísi að starfsmennirnir sem um ræðir hafi aðeins unnið hjá fyrirtækinu í fjóra daga. Hann vildi jafnframt meina að reikningurinn frá Eflingu gerði ráð fyrir miklu hærri upphæð en sem því nemur. „Við viljum axla ábyrgð og við viljum greiða þessa keðjuábyrgð en við viljum að hún sé greidd á réttum forsendum,“ var jafnframt haft eftir Kristófer. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Efling gagnrýnir viðbrögð framkvæmdastjóra Eldum rétt við stefnu vegna fjögurra rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar MIV. 3. júlí 2019 16:16 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Eldum rétt hefur hafnað sáttatilboði Eflingar eftir sáttafund í gær. Þetta er í annað sinn sem Eldum rétt hafnar sáttatilboði Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Efling lagði fram sáttatilboð í kjölfar þess að félagið stefndi fyrirtækinu, ásamt starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli grundvelli laga um keðjuábyrgð. Nam sáttatilboðið fjórum milljónum króna að sögn Eflingar. Fjögur fyrirtæki sem eru sögð hafa keypt vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu fengu kröfu frá Eflingu með vísun í lög um keðjuábyrgð. Hin þrjú fyrirtækin féllust á hana án andmæla, og voru þau þess vegna ekki hluti af stefnu Eflingar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, hefur áður sagt í samtali við Vísi að starfsmennirnir sem um ræðir hafi aðeins unnið hjá fyrirtækinu í fjóra daga. Hann vildi jafnframt meina að reikningurinn frá Eflingu gerði ráð fyrir miklu hærri upphæð en sem því nemur. „Við viljum axla ábyrgð og við viljum greiða þessa keðjuábyrgð en við viljum að hún sé greidd á réttum forsendum,“ var jafnframt haft eftir Kristófer.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Efling gagnrýnir viðbrögð framkvæmdastjóra Eldum rétt við stefnu vegna fjögurra rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar MIV. 3. júlí 2019 16:16 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26
Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Efling gagnrýnir viðbrögð framkvæmdastjóra Eldum rétt við stefnu vegna fjögurra rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar MIV. 3. júlí 2019 16:16