Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 16:45 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, breytti í dag reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. Breytingarnar fela í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Greint er frá reglugerðinni í Stjórnartíðindum og öðlast hún þegar gildi. Bræðurnir Mahdi og Ali Sarwari, sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra þar sem þeir höfðu fengið vernd í Grikklandi, falla báðir undir þessa nýbreyttu reglugerð samkvæmt upplýsingum Vísis. Þeir eiga því rétt á efnismeðferð sinnar umsóknar. Systkinin Zainab og Amir Safari munu uppfylla skilyrði reglugerðarinnar þann 10. júlí næstkomandi þegar 10 mánuðir verða liðnir frá því að þau sóttu hér um vernd ásamt móður sinni. Þau munu þá einnig eiga rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Mál barnanna fjögur hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeim átti öllum að vísa úr landi og til Grikklands á grundvelli þess að þar hafa þau fengið alþjóðlega vernd. Þá hefur Útlendingastofnun ekki tekið mál þeirra til efnismeðferðar vegna þess að þau hafa vernd í öðru landi og kærunefnd útlendingamála ekki fallist á endurupptökubeiðnir í málum þeirra. Samkvæmt lögum um útlendinga þurfa að vera liðnir meira en 12 mánuðir frá því að umsókn um alþjóðlega vernd barst fyrst íslenskum stjórnvöldum til þess að hún fái efnismeðferð ef tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Með breytingunni nú er þessi tími því styttur um tvo mánuði í tilfelli barna auk þess sem lögð er frumkvæðisskylda á stjórnvöld að taka mál til efnismeðferðar þegar þessar aðstæður eru fyrir hendi.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. Breytingarnar fela í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Greint er frá reglugerðinni í Stjórnartíðindum og öðlast hún þegar gildi. Bræðurnir Mahdi og Ali Sarwari, sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra þar sem þeir höfðu fengið vernd í Grikklandi, falla báðir undir þessa nýbreyttu reglugerð samkvæmt upplýsingum Vísis. Þeir eiga því rétt á efnismeðferð sinnar umsóknar. Systkinin Zainab og Amir Safari munu uppfylla skilyrði reglugerðarinnar þann 10. júlí næstkomandi þegar 10 mánuðir verða liðnir frá því að þau sóttu hér um vernd ásamt móður sinni. Þau munu þá einnig eiga rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Mál barnanna fjögur hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeim átti öllum að vísa úr landi og til Grikklands á grundvelli þess að þar hafa þau fengið alþjóðlega vernd. Þá hefur Útlendingastofnun ekki tekið mál þeirra til efnismeðferðar vegna þess að þau hafa vernd í öðru landi og kærunefnd útlendingamála ekki fallist á endurupptökubeiðnir í málum þeirra. Samkvæmt lögum um útlendinga þurfa að vera liðnir meira en 12 mánuðir frá því að umsókn um alþjóðlega vernd barst fyrst íslenskum stjórnvöldum til þess að hún fái efnismeðferð ef tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Með breytingunni nú er þessi tími því styttur um tvo mánuði í tilfelli barna auk þess sem lögð er frumkvæðisskylda á stjórnvöld að taka mál til efnismeðferðar þegar þessar aðstæður eru fyrir hendi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11
Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16