Sýknaður þótt niðurbrotsefni fyndust í þvagi Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2019 13:25 Gísli Tryggvason lögmaður er harla ánægður með nýfallinn dóm og segir hann til marks um tímamót. Fréttablaðið/Anton Brink Í vikunni féll dómur þar sem maður nokkur var sýknaður af ákæru um að hafa verið undir áhrifum við akstur ökutækis. Reyndar fleiri en einn. Gísli Tryggvason lögmaður segir að um tímamótadóma sé að ræða en hann metur það svo að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum niðurbrotsefna í þvagi. Sem stenst enga skoðun. „Ég, eins og fleiri verjendur, hef reynt að verja menn gegn ásökunum um að keyra bíl undir áhrifum á þessum forsendum. Algengast hjá mínum skjólstæðingum er að um sé að ræða niðurbrotsefni kannabis í þvagi. Ákæra og gögn sýna kannabis í blóði, virk efni eða svokölluð niðurbrotsefni í þvagi. Sem eru þá oft bara restar sem menn neyttu fyrir einhverjum dögum eða jafnvel vikum,“ segir Gísli til útskýringar.Lög sem stangast á við vísindalegar staðreyndir Lögmaðurinn segir að vísindalega liggi það fyrir að menn séu ekkert undir áhrifum þó niðurbrotsefni finnist í þvagi. Hann segir að árið 2006 hafi verið gerð breyting á umferðarlögum, þess efnis að menn teldust vera undir áhrifum ef efni fyndust annað hvort í blóði eða þvagi. „Þarna voru sett lög sem stönguðust á við vísindalegar staðreyndir,“ segir Gísli. En allar götur síðan, á þessum þrettán árum frá því lögin voru sett, hafa verjendur reynt að fá þessu hnekkt án árangurs. „Þarna var löggjafinn að setja reglu sem jafngildir því að allt sem er gult teldist vera ostur. Þó það sé ekki ostur samkvæmt mjólkurfræðingum,“ segir Gísli sem reyndi að nota þessa líkingu við dómara sem var þá ekki móttækilegur fyrir þessari röksemdafærslu. Nú refsilaust finnist merki um ávana- og fíkniefni í þvagi Gísli segir að algengt hafi verið að menn hafi losnað við sviptingu ökuréttinda, sem voru í þessari stöðu, en þeir hafi fengið sektir. Nú sé þessu óréttlæti lokið, þessu misræmi milli laga og vísinda. Lagabreyting hefur verið gerð, þegar Alþingi samþykkti ný umferðarlög 11. júní síðastliðinn og samkvæmt þeim er mönnum refsilaust þótt merki um ávana– og fíkniefni finnist í þvagi þeirra. Þetta má sjá í dómi sem Gísli hefur nú undir höndum.Úr dómsorði. Gísli segir að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum laga sem stangast á við vísindlegar staðreyndir.Gísli segir flesta sammála um að refsa beri þeim sem að sönnu eru undir áhrifum þegar þeir eru að stýra ökutæki. En, illu heilli hafi þessi regla verið sett inn á sínum tíma til að einfalda sönnun. Lögmenn hafa vísað til nýrra umferðarlaga og sækjendur þá bent á að lögin hafi ekki tekið gildi þegar hið meinta brot var framið en Gísli benti þá á að mat löggjafans hafi breyst á ætluðum verknaði og sekt og því beri að meta þetta afturvirk. Refsilög eru afturvirk þegar þau eru ívilnandi. Gísli fagnar þessu en hann metur það svo, spurður, að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á þessum vafasömu forsendum. „Og sjálfsagt miklu fleiri sem hafa gengist undir sektargerðir. Fæstir taka til varna nemaþegar þeir sjá einhvern möguleika á slíku, þá að vörnin gangi upp miðað við fordæmi. Á mínum stutta ferli sem sakamálalögmaður hef ég verið með mörg svona mál á minni könnu. Þannig að þau hljóta að skipta hundruðum.“ Dómsmál Kannabis Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í vikunni féll dómur þar sem maður nokkur var sýknaður af ákæru um að hafa verið undir áhrifum við akstur ökutækis. Reyndar fleiri en einn. Gísli Tryggvason lögmaður segir að um tímamótadóma sé að ræða en hann metur það svo að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum niðurbrotsefna í þvagi. Sem stenst enga skoðun. „Ég, eins og fleiri verjendur, hef reynt að verja menn gegn ásökunum um að keyra bíl undir áhrifum á þessum forsendum. Algengast hjá mínum skjólstæðingum er að um sé að ræða niðurbrotsefni kannabis í þvagi. Ákæra og gögn sýna kannabis í blóði, virk efni eða svokölluð niðurbrotsefni í þvagi. Sem eru þá oft bara restar sem menn neyttu fyrir einhverjum dögum eða jafnvel vikum,“ segir Gísli til útskýringar.Lög sem stangast á við vísindalegar staðreyndir Lögmaðurinn segir að vísindalega liggi það fyrir að menn séu ekkert undir áhrifum þó niðurbrotsefni finnist í þvagi. Hann segir að árið 2006 hafi verið gerð breyting á umferðarlögum, þess efnis að menn teldust vera undir áhrifum ef efni fyndust annað hvort í blóði eða þvagi. „Þarna voru sett lög sem stönguðust á við vísindalegar staðreyndir,“ segir Gísli. En allar götur síðan, á þessum þrettán árum frá því lögin voru sett, hafa verjendur reynt að fá þessu hnekkt án árangurs. „Þarna var löggjafinn að setja reglu sem jafngildir því að allt sem er gult teldist vera ostur. Þó það sé ekki ostur samkvæmt mjólkurfræðingum,“ segir Gísli sem reyndi að nota þessa líkingu við dómara sem var þá ekki móttækilegur fyrir þessari röksemdafærslu. Nú refsilaust finnist merki um ávana- og fíkniefni í þvagi Gísli segir að algengt hafi verið að menn hafi losnað við sviptingu ökuréttinda, sem voru í þessari stöðu, en þeir hafi fengið sektir. Nú sé þessu óréttlæti lokið, þessu misræmi milli laga og vísinda. Lagabreyting hefur verið gerð, þegar Alþingi samþykkti ný umferðarlög 11. júní síðastliðinn og samkvæmt þeim er mönnum refsilaust þótt merki um ávana– og fíkniefni finnist í þvagi þeirra. Þetta má sjá í dómi sem Gísli hefur nú undir höndum.Úr dómsorði. Gísli segir að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum laga sem stangast á við vísindlegar staðreyndir.Gísli segir flesta sammála um að refsa beri þeim sem að sönnu eru undir áhrifum þegar þeir eru að stýra ökutæki. En, illu heilli hafi þessi regla verið sett inn á sínum tíma til að einfalda sönnun. Lögmenn hafa vísað til nýrra umferðarlaga og sækjendur þá bent á að lögin hafi ekki tekið gildi þegar hið meinta brot var framið en Gísli benti þá á að mat löggjafans hafi breyst á ætluðum verknaði og sekt og því beri að meta þetta afturvirk. Refsilög eru afturvirk þegar þau eru ívilnandi. Gísli fagnar þessu en hann metur það svo, spurður, að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á þessum vafasömu forsendum. „Og sjálfsagt miklu fleiri sem hafa gengist undir sektargerðir. Fæstir taka til varna nemaþegar þeir sjá einhvern möguleika á slíku, þá að vörnin gangi upp miðað við fordæmi. Á mínum stutta ferli sem sakamálalögmaður hef ég verið með mörg svona mál á minni könnu. Þannig að þau hljóta að skipta hundruðum.“
Dómsmál Kannabis Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira