Lokanir á geðdeild snúast ekki um peninga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2019 13:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Forstjóri Landspítala segir lokanir á geðdeild spítalans yfir hásumarið hefðbundnar aðgerðir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Lokanirnar snúist ekki um peninga. Fjallað var um lokunina í Morgunblaðinu í morgun. Frá og með deginum í dag verður þjónusta skert á deild 33A, sem er almenn móttökugeðdeild. Fimmtán rúmum af þrjátíu og einu verður lokað nú yfir hásumarið, eða næstu fjórar vikur. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir um að ræða hefðbundnar sumarlokanir, sem gripið hefur verið til í meira en áratug. Þá verði deildinni jafnframt lokað skemur nú en undanfarin ár. „Ástæðan er skortur á mannafla. Við höfum takmarkaðan fjölda hjúkrunarfræðinga og fólk þarf auðvitað að komast í frí eins og aðrir, þannig að eina leiðin til að ná því hefur verið að loka hluta úr deild, hluta úr sumri.“ Þá áréttar Páll að lokunin sé ekki vegna fjárskorts. „Við hefðum haft þessa deild alveg opnað ef við hefðum getað það vegna mannafla.“ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki forsvaranlegt að geðheilbrigðisþjónusta sé skert ár eftir ár. Fólk með geðraskanir veikist ekki síður á sumrin og lokanirnar séu ekki í samræmi við yfirlýsingar ráðamanna um mikilvægi þjónustunnar. Páll tekur undir það. „Ég er alveg sammála því að við myndum vilja hafa þessa deild opna að fullu allt árið. Það væri betra og heppilegra fyrir sjúklinga en við búum við hjúkrunarfræðingaskort og það hamlar okkur.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Forstjóri Landspítala segir lokanir á geðdeild spítalans yfir hásumarið hefðbundnar aðgerðir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Lokanirnar snúist ekki um peninga. Fjallað var um lokunina í Morgunblaðinu í morgun. Frá og með deginum í dag verður þjónusta skert á deild 33A, sem er almenn móttökugeðdeild. Fimmtán rúmum af þrjátíu og einu verður lokað nú yfir hásumarið, eða næstu fjórar vikur. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir um að ræða hefðbundnar sumarlokanir, sem gripið hefur verið til í meira en áratug. Þá verði deildinni jafnframt lokað skemur nú en undanfarin ár. „Ástæðan er skortur á mannafla. Við höfum takmarkaðan fjölda hjúkrunarfræðinga og fólk þarf auðvitað að komast í frí eins og aðrir, þannig að eina leiðin til að ná því hefur verið að loka hluta úr deild, hluta úr sumri.“ Þá áréttar Páll að lokunin sé ekki vegna fjárskorts. „Við hefðum haft þessa deild alveg opnað ef við hefðum getað það vegna mannafla.“ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki forsvaranlegt að geðheilbrigðisþjónusta sé skert ár eftir ár. Fólk með geðraskanir veikist ekki síður á sumrin og lokanirnar séu ekki í samræmi við yfirlýsingar ráðamanna um mikilvægi þjónustunnar. Páll tekur undir það. „Ég er alveg sammála því að við myndum vilja hafa þessa deild opna að fullu allt árið. Það væri betra og heppilegra fyrir sjúklinga en við búum við hjúkrunarfræðingaskort og það hamlar okkur.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira