Lokanir á geðdeild snúast ekki um peninga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2019 13:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Forstjóri Landspítala segir lokanir á geðdeild spítalans yfir hásumarið hefðbundnar aðgerðir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Lokanirnar snúist ekki um peninga. Fjallað var um lokunina í Morgunblaðinu í morgun. Frá og með deginum í dag verður þjónusta skert á deild 33A, sem er almenn móttökugeðdeild. Fimmtán rúmum af þrjátíu og einu verður lokað nú yfir hásumarið, eða næstu fjórar vikur. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir um að ræða hefðbundnar sumarlokanir, sem gripið hefur verið til í meira en áratug. Þá verði deildinni jafnframt lokað skemur nú en undanfarin ár. „Ástæðan er skortur á mannafla. Við höfum takmarkaðan fjölda hjúkrunarfræðinga og fólk þarf auðvitað að komast í frí eins og aðrir, þannig að eina leiðin til að ná því hefur verið að loka hluta úr deild, hluta úr sumri.“ Þá áréttar Páll að lokunin sé ekki vegna fjárskorts. „Við hefðum haft þessa deild alveg opnað ef við hefðum getað það vegna mannafla.“ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki forsvaranlegt að geðheilbrigðisþjónusta sé skert ár eftir ár. Fólk með geðraskanir veikist ekki síður á sumrin og lokanirnar séu ekki í samræmi við yfirlýsingar ráðamanna um mikilvægi þjónustunnar. Páll tekur undir það. „Ég er alveg sammála því að við myndum vilja hafa þessa deild opna að fullu allt árið. Það væri betra og heppilegra fyrir sjúklinga en við búum við hjúkrunarfræðingaskort og það hamlar okkur.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Forstjóri Landspítala segir lokanir á geðdeild spítalans yfir hásumarið hefðbundnar aðgerðir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Lokanirnar snúist ekki um peninga. Fjallað var um lokunina í Morgunblaðinu í morgun. Frá og með deginum í dag verður þjónusta skert á deild 33A, sem er almenn móttökugeðdeild. Fimmtán rúmum af þrjátíu og einu verður lokað nú yfir hásumarið, eða næstu fjórar vikur. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir um að ræða hefðbundnar sumarlokanir, sem gripið hefur verið til í meira en áratug. Þá verði deildinni jafnframt lokað skemur nú en undanfarin ár. „Ástæðan er skortur á mannafla. Við höfum takmarkaðan fjölda hjúkrunarfræðinga og fólk þarf auðvitað að komast í frí eins og aðrir, þannig að eina leiðin til að ná því hefur verið að loka hluta úr deild, hluta úr sumri.“ Þá áréttar Páll að lokunin sé ekki vegna fjárskorts. „Við hefðum haft þessa deild alveg opnað ef við hefðum getað það vegna mannafla.“ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki forsvaranlegt að geðheilbrigðisþjónusta sé skert ár eftir ár. Fólk með geðraskanir veikist ekki síður á sumrin og lokanirnar séu ekki í samræmi við yfirlýsingar ráðamanna um mikilvægi þjónustunnar. Páll tekur undir það. „Ég er alveg sammála því að við myndum vilja hafa þessa deild opna að fullu allt árið. Það væri betra og heppilegra fyrir sjúklinga en við búum við hjúkrunarfræðingaskort og það hamlar okkur.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira