Sepp Blatter heimtar að FIFA skili sextíu úrum og hefur nú kært sambandið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 08:00 Sepp Blatter, Getty/Philipp Schmidli Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, er kominn aftur í fréttirnar og nú hefur þessi 83 ára gamli maður snúið vörn í sókn. Blatter ætlar að kæra FIFA fyrir að skaða hans ímynd hans og þá vill Blatter einnig fá aftur sextíu úr sem hann segist eiga. FIFA hefur verið með úrin í sinni vörslu síðan að Blatter var hrakinn úr forsetastólnum og var svo dæmdur í sex ára bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu. Blatter var forseti FIFA í heil sautján frá 1998 til 2015 en var bolað úr starfi þegar komst upp um mikla spillingu innan sambandsins. Þar var Blatter meðal annars dæmdur fyrir mútur í starfi hjá sambandinu. Sepp Blatter veitti breska ríkisútvarpinu nýlega viðtal þar sem hann fór yfir líf sitt eftir bannið og heimtaði einnig að fá niðurstöðu í sín mál.Fifa is being sued by its disgraced former president Sepp Blatter over missing watches and 'moral damage'. Story: https://t.co/otHjuWaToApic.twitter.com/EIYEOBdeUZ — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2019Sepp Blatter var dæmdur sekur fyrir að borga Michel Platini 1,3 milljón punda í mútur en báðir hafa alltaf neitað sök. Blatter heldur því nú fram að hann hafi verið fórnarlamb falskra frétta sem hafi verið dreift til að koma höggi á hann. Blatter segist nú vera tilbúinn að tala við þá sem rannsaka ákvörðun FIFA um að láta Katar fá heimsmeistarakeppnina 2022. Michel Platini var nýverið handtekinn og yfirheyrður vegna þess máls. Saksóknari í Sviss hefur einnig verið með mál tengdum Blatter í rannsókn frá árinu 2015 og er Blatter enn þá grunaður um ólöglegt athæfi sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins. Engin kæra hefur þó verið sett fram og nú vill Blatter loka þessu máli. „Það eru liðin fjögur ár og ekkert hefur gerst. Það á að loka þessu máli því það er ekkert í þessu,“ sagði Blatter. „Það er engin ákæra á leiðinni því annars hefði hún komið fram fyrir löngu. Ég vil fá að verja mig á meðan ég er á lífi. Ég hef ekki tapað baráttuandanum mínum,“ sagði Blatter. Úrin vill hann líka fá aftur. „Þetta eru mín úr. Látið mig fá úrin mín aftur. Þau eru mér mikilvæg. Ég vann í úriðnaðinum og þetta er safnið mitt. Þau voru í fjörutíu ár hjá FIFA og ég hefði getað farið með þau heim fyrir löngu,“ sagði Blatter. „Af hverju eru þeir að berjast fyrir þessum úrum? Það er engin virðing. Forsetinn sýnir mér algert virðingarleysi,“ sagði Sepp Blatter og á þá við Gianni Infantino sem tók við af honum sem forseti FIFA. Sepp Blatter segir síðustu ár hafa verið sér og þá sérstaklega fjölskyldu hans mjög erfið „Þetta mál allt hefur tekið virkilega á mig og mína fjölskyldu. Barnabarn mitt þurfti að hætta í skólanum sem hún var í þegar hún var fjórtan ára þar sem hún var lögð í einelti vegna afa síns," segir Blatter og heldur áfram að ræða barnabarnið. „Hún er núna átján ára og útskrifuð úr menntaskóla en hún er hins vegar enn að glíma við afleiðingar þess að hafa verið strítt á sínum tíma. Ég er búinn að jafna mig þokkalega á þessu áfalli en það sama er ekki hægt að segja um alla meðlimi í fjölskyldunni," segir Blatter. FIFA Fótbolti Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, er kominn aftur í fréttirnar og nú hefur þessi 83 ára gamli maður snúið vörn í sókn. Blatter ætlar að kæra FIFA fyrir að skaða hans ímynd hans og þá vill Blatter einnig fá aftur sextíu úr sem hann segist eiga. FIFA hefur verið með úrin í sinni vörslu síðan að Blatter var hrakinn úr forsetastólnum og var svo dæmdur í sex ára bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu. Blatter var forseti FIFA í heil sautján frá 1998 til 2015 en var bolað úr starfi þegar komst upp um mikla spillingu innan sambandsins. Þar var Blatter meðal annars dæmdur fyrir mútur í starfi hjá sambandinu. Sepp Blatter veitti breska ríkisútvarpinu nýlega viðtal þar sem hann fór yfir líf sitt eftir bannið og heimtaði einnig að fá niðurstöðu í sín mál.Fifa is being sued by its disgraced former president Sepp Blatter over missing watches and 'moral damage'. Story: https://t.co/otHjuWaToApic.twitter.com/EIYEOBdeUZ — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2019Sepp Blatter var dæmdur sekur fyrir að borga Michel Platini 1,3 milljón punda í mútur en báðir hafa alltaf neitað sök. Blatter heldur því nú fram að hann hafi verið fórnarlamb falskra frétta sem hafi verið dreift til að koma höggi á hann. Blatter segist nú vera tilbúinn að tala við þá sem rannsaka ákvörðun FIFA um að láta Katar fá heimsmeistarakeppnina 2022. Michel Platini var nýverið handtekinn og yfirheyrður vegna þess máls. Saksóknari í Sviss hefur einnig verið með mál tengdum Blatter í rannsókn frá árinu 2015 og er Blatter enn þá grunaður um ólöglegt athæfi sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins. Engin kæra hefur þó verið sett fram og nú vill Blatter loka þessu máli. „Það eru liðin fjögur ár og ekkert hefur gerst. Það á að loka þessu máli því það er ekkert í þessu,“ sagði Blatter. „Það er engin ákæra á leiðinni því annars hefði hún komið fram fyrir löngu. Ég vil fá að verja mig á meðan ég er á lífi. Ég hef ekki tapað baráttuandanum mínum,“ sagði Blatter. Úrin vill hann líka fá aftur. „Þetta eru mín úr. Látið mig fá úrin mín aftur. Þau eru mér mikilvæg. Ég vann í úriðnaðinum og þetta er safnið mitt. Þau voru í fjörutíu ár hjá FIFA og ég hefði getað farið með þau heim fyrir löngu,“ sagði Blatter. „Af hverju eru þeir að berjast fyrir þessum úrum? Það er engin virðing. Forsetinn sýnir mér algert virðingarleysi,“ sagði Sepp Blatter og á þá við Gianni Infantino sem tók við af honum sem forseti FIFA. Sepp Blatter segir síðustu ár hafa verið sér og þá sérstaklega fjölskyldu hans mjög erfið „Þetta mál allt hefur tekið virkilega á mig og mína fjölskyldu. Barnabarn mitt þurfti að hætta í skólanum sem hún var í þegar hún var fjórtan ára þar sem hún var lögð í einelti vegna afa síns," segir Blatter og heldur áfram að ræða barnabarnið. „Hún er núna átján ára og útskrifuð úr menntaskóla en hún er hins vegar enn að glíma við afleiðingar þess að hafa verið strítt á sínum tíma. Ég er búinn að jafna mig þokkalega á þessu áfalli en það sama er ekki hægt að segja um alla meðlimi í fjölskyldunni," segir Blatter.
FIFA Fótbolti Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira