Fjölmenn mótmæli í miðborginni Gígja Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 4. júlí 2019 19:11 Umboðsmaður barna óskaði í dag eftir að funda hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem á að endursenda til Grikklands. Árið 2010 var hætt að endursenda hælisleitendur þangað vegna ófullnægjandi aðstæðna í gríska hælisleitendakerfinu. Það á hins vegar ekki við um þá sem þegar hafa fengið þar hæli, líkt og börnin í þessu tilfelli. Salvör Nordal, umboðsmaður barna segir að fara þurfi yfir forsendurnar fyrir þessu verklagi. „Það var náttúrulega ákveðið að senda ekki börn sem væru í hælisleit ekki til Grikklands en þau eru auðvitað komin með dvalarleyfi þar og við viljum bara fara yfir stöðuna með þeim,” segir Salvör. Staða barnanna metin mjög alvarleg Samkvæmt heimildum fréttastofu verður fjölskyldunum tveimur þó ekki vísað úr landi á næstu dögum og eru mál þeirra nú til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Þarna er um að ræða barn sem var á BUGL og læknir stígur fram og segir að það sé ekki forsvaranlegt að senda það út. Þannig við viljum bara fara yfir þessi mál. Það er alveg full ástæða til þess,” bætir hún við. Líkt og tíu ára drengurinn sem þurfti að leita á BUGL vegna kvíða yfir aðstæðunum fóru systkinin úr hinni fjölskyldunni, þau Zainab og Amir Safari á BUGL af sömu ástæðum í dag. Læknir hefur boðið þau í annan tíma á morgun, enda sé staða þeirra metin mjög alvarleg. Lögmaður þeirra mun á morgun óska eftir endurupptöku málsins af vegna þessa. Salvör segir mikilvægt að í hverju einstöku tilviki séu hagsmunir barna metnir út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Barnasáttmálinn eru auðvitað lög í landinu og við höfum náttúrulega lagt mikla áherslu á að það sé tekið meira tillit til barna í umfjöllun um þessi mál. Útlendingastofnun hefur verið að bæta mjög mikið og það hefur breyst viðhorfið í þessu ferli á síðustu árum en það má mögulega gera betur og við viljum bara fara yfir þessa hluti með þeim,” segir Salvör.„Fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta“ Mótmæli með yfirskriftinni „stöðvið brottvísanir barna” fór fram í dag. Mótmælendur gengu fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli og gengu meðal annars fram hjá Dómsmálaráðuneytinu og Stjórnarráðinu til að vekja athygli á málefninu. Fréttamaður Stöðvar 2 var á Austurvelli og ræddi við tvo af skipuleggjendum mótmælanna. Sema Erla Serdar sagðist ekki vera hissa á því hve margir væru komnir saman til að mótmæla og sagði það ríma við þá umræðu sem hefur verið í gangi í samfélaginu. „Fólk er komið með nóg og fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta og við erum hér saman komin til að senda skýr skilaboð um að þetta sé ekki okkar nafni og við viljum að þessu verði hætt strax,“ sagði Sema Erla. „Krafan er að við hjálpum þessum börnum núna og við leggjum línurnar hvernig við ætlum að hjálpa öðrum börnum í framhaldinu svo þau þurfi ekki að ganga í gegnum það sem þessi börn ganga í gegnum núna, “ sagði Guðmundur Karl Karlsson. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Umboðsmaður barna óskaði í dag eftir að funda hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem á að endursenda til Grikklands. Árið 2010 var hætt að endursenda hælisleitendur þangað vegna ófullnægjandi aðstæðna í gríska hælisleitendakerfinu. Það á hins vegar ekki við um þá sem þegar hafa fengið þar hæli, líkt og börnin í þessu tilfelli. Salvör Nordal, umboðsmaður barna segir að fara þurfi yfir forsendurnar fyrir þessu verklagi. „Það var náttúrulega ákveðið að senda ekki börn sem væru í hælisleit ekki til Grikklands en þau eru auðvitað komin með dvalarleyfi þar og við viljum bara fara yfir stöðuna með þeim,” segir Salvör. Staða barnanna metin mjög alvarleg Samkvæmt heimildum fréttastofu verður fjölskyldunum tveimur þó ekki vísað úr landi á næstu dögum og eru mál þeirra nú til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Þarna er um að ræða barn sem var á BUGL og læknir stígur fram og segir að það sé ekki forsvaranlegt að senda það út. Þannig við viljum bara fara yfir þessi mál. Það er alveg full ástæða til þess,” bætir hún við. Líkt og tíu ára drengurinn sem þurfti að leita á BUGL vegna kvíða yfir aðstæðunum fóru systkinin úr hinni fjölskyldunni, þau Zainab og Amir Safari á BUGL af sömu ástæðum í dag. Læknir hefur boðið þau í annan tíma á morgun, enda sé staða þeirra metin mjög alvarleg. Lögmaður þeirra mun á morgun óska eftir endurupptöku málsins af vegna þessa. Salvör segir mikilvægt að í hverju einstöku tilviki séu hagsmunir barna metnir út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Barnasáttmálinn eru auðvitað lög í landinu og við höfum náttúrulega lagt mikla áherslu á að það sé tekið meira tillit til barna í umfjöllun um þessi mál. Útlendingastofnun hefur verið að bæta mjög mikið og það hefur breyst viðhorfið í þessu ferli á síðustu árum en það má mögulega gera betur og við viljum bara fara yfir þessa hluti með þeim,” segir Salvör.„Fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta“ Mótmæli með yfirskriftinni „stöðvið brottvísanir barna” fór fram í dag. Mótmælendur gengu fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli og gengu meðal annars fram hjá Dómsmálaráðuneytinu og Stjórnarráðinu til að vekja athygli á málefninu. Fréttamaður Stöðvar 2 var á Austurvelli og ræddi við tvo af skipuleggjendum mótmælanna. Sema Erla Serdar sagðist ekki vera hissa á því hve margir væru komnir saman til að mótmæla og sagði það ríma við þá umræðu sem hefur verið í gangi í samfélaginu. „Fólk er komið með nóg og fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta og við erum hér saman komin til að senda skýr skilaboð um að þetta sé ekki okkar nafni og við viljum að þessu verði hætt strax,“ sagði Sema Erla. „Krafan er að við hjálpum þessum börnum núna og við leggjum línurnar hvernig við ætlum að hjálpa öðrum börnum í framhaldinu svo þau þurfi ekki að ganga í gegnum það sem þessi börn ganga í gegnum núna, “ sagði Guðmundur Karl Karlsson.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent