Ludvigsen dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum Sylvía Hall skrifar 4. júlí 2019 15:40 Ludvigsen er fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi fylkisstjóri Troms. Hann á að hafa framið brotin þegar hann gegndi síðarnefnda embættinu árin 2006-2014. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, Svein Ludvigsen, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða 743 þúsund norskar krónur til fórnarlambanna, sem samsvarar tæplega ellefu milljónum íslenskra króna. NRK greinir frá. Ludvigsen er sagður hafa misnotað stöðu sína sem embættismaður til þess að þvinga mennina til að hafa við sig samfarir gegn því að veita þeim hæli. Þá hafi hann nýtt sér þroskaskerðingu eins þeirra til þess að brjóta á honum kynferðislega.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendumAllir mennirnir komu til Noregs sem ungir hælisleitendur. Þeir þekktust ekkert fyrir en framburðir þeirra báru allir þess merki að Ludvigsen hafi gróflega misnotað stöðu sína í þeirra málum. Ludvigsen neitaði sök í málinu en í vitnisburði eins fórnarlambsins kom fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að verða sér út um vinnu og greitt kostnaðinn við að taka bílpróf. Sagði fórnarlambið annarlegar hvatir hafa búið að baki góðmennsku ráðherrans og hann hafi einungis gert þetta til þess að sýna fram á völd sín.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í NoregiLeið eins og þræl Alvarlegasta brotið beindist að hælisleitanda sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann kynntist Ludvigsen. Hann hafi hitt hann í móttöku fyrir hælisleitendur sem ráðherran bauð til árið 2011. Í kjölfarið hafi hann boðið drengnum með í sumarbústað þar sem misnotkunin hófst.Í bústaðarferðinni tók Ludvigsen nektarmynd af þeim saman sem varð til þess að rannsóknin hófst. Í átta yfirheyrslum hjá lögreglu neitaði Ludvigsen að hafa haft kynmök með drengnum þrátt fyrir myndina. Hælisleitandinn ungi, sem er í dag 25 ára gamall, sagði við réttarhöldin að honum hafi liðið eins og þræl. Ludvigsen hafi talið honum trú um að hann gæti útvegað honum dvalarleyfi og seinna meir ríkisborgararétti og því hafi hann ekki þorað að segja frá sambandi þeirra af ótta við afleiðingarnar. Í máli annars fórnarlambsins, sem glímir við þroskaskerðingu, bauð ráðherrann honum upp á hótelherbergi þar sem hann hafði við hann kynmök. Ludvigsen sagðist ekki muna eftir því að hafa hitt drenginn þrátt fyrir mörg afrit af samtölum þeirra á milli í sönnunargögnum málsins. Lögmaður Ludvigsen segir niðurstöðuna koma skjólstæðingi sínum verulega á óvart og hyggst áfrýja niðurstöðu dómsins. Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Ludvigsen fyrir kynferðisbrotin Saksóknari í Noregi fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem sakaður er um kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. 24. júní 2019 10:37 Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald hann hefði. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. 12. júní 2019 12:44 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, Svein Ludvigsen, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða 743 þúsund norskar krónur til fórnarlambanna, sem samsvarar tæplega ellefu milljónum íslenskra króna. NRK greinir frá. Ludvigsen er sagður hafa misnotað stöðu sína sem embættismaður til þess að þvinga mennina til að hafa við sig samfarir gegn því að veita þeim hæli. Þá hafi hann nýtt sér þroskaskerðingu eins þeirra til þess að brjóta á honum kynferðislega.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendumAllir mennirnir komu til Noregs sem ungir hælisleitendur. Þeir þekktust ekkert fyrir en framburðir þeirra báru allir þess merki að Ludvigsen hafi gróflega misnotað stöðu sína í þeirra málum. Ludvigsen neitaði sök í málinu en í vitnisburði eins fórnarlambsins kom fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að verða sér út um vinnu og greitt kostnaðinn við að taka bílpróf. Sagði fórnarlambið annarlegar hvatir hafa búið að baki góðmennsku ráðherrans og hann hafi einungis gert þetta til þess að sýna fram á völd sín.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í NoregiLeið eins og þræl Alvarlegasta brotið beindist að hælisleitanda sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann kynntist Ludvigsen. Hann hafi hitt hann í móttöku fyrir hælisleitendur sem ráðherran bauð til árið 2011. Í kjölfarið hafi hann boðið drengnum með í sumarbústað þar sem misnotkunin hófst.Í bústaðarferðinni tók Ludvigsen nektarmynd af þeim saman sem varð til þess að rannsóknin hófst. Í átta yfirheyrslum hjá lögreglu neitaði Ludvigsen að hafa haft kynmök með drengnum þrátt fyrir myndina. Hælisleitandinn ungi, sem er í dag 25 ára gamall, sagði við réttarhöldin að honum hafi liðið eins og þræl. Ludvigsen hafi talið honum trú um að hann gæti útvegað honum dvalarleyfi og seinna meir ríkisborgararétti og því hafi hann ekki þorað að segja frá sambandi þeirra af ótta við afleiðingarnar. Í máli annars fórnarlambsins, sem glímir við þroskaskerðingu, bauð ráðherrann honum upp á hótelherbergi þar sem hann hafði við hann kynmök. Ludvigsen sagðist ekki muna eftir því að hafa hitt drenginn þrátt fyrir mörg afrit af samtölum þeirra á milli í sönnunargögnum málsins. Lögmaður Ludvigsen segir niðurstöðuna koma skjólstæðingi sínum verulega á óvart og hyggst áfrýja niðurstöðu dómsins.
Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Ludvigsen fyrir kynferðisbrotin Saksóknari í Noregi fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem sakaður er um kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. 24. júní 2019 10:37 Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald hann hefði. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. 12. júní 2019 12:44 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45
Fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Ludvigsen fyrir kynferðisbrotin Saksóknari í Noregi fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem sakaður er um kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. 24. júní 2019 10:37
Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald hann hefði. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. 12. júní 2019 12:44