Kraftaverkið í Bern er 65 ára í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 16:30 Fritz Walter, fyrirliði Vestur-Þýskalands, með heimsmeistarabikarinn. Getty/ Ferdi Hartung Einn óvæntasti sigur knattspyrnusögunnar vannst á þessum degi fyrir 65 árum síðan. Þjóðverjar, þá Vestur-Þjóðverjar, urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn 4. júlí 1954 eftir 3-2 sigur á Ungverjalandi í úrslitaleiknum í Bern í Sviss. Þýska liðið kom þá í veg fyrir að lið, sem margir telja vera eitt besta knattspyrnulandslið sögunnar, náði að verða heimsmeistarar. Ungverjar voru Ólympíumeistarar frá 1952 og höfðu fyrir úrslitaleikinn leikið 32 leiki í röð án þess að tapa. Gulllið Ungverja var kallað „Mighty Magyars“ og í liðinu voru stórkostlegir knattspyrnumenn eins og framherjarnir Sándor Kocsis og Ferenc Puskás, sóknartengiliðurinn Nándor Hidegkuti, miðvörðurinn József Bozsik, kantmaðurinn Zoltán Czibor og markvörðurinn Gyula Grosics. Ungverska landsliðið var líka búið að eiga frábæra heimsmeistarakeppni, hafði unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim 25 mörk eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. Það sem gerði úrslitin í úrslitaleiknum enn ótrúlegri var að Ungverjar höfðu unnið 8-3 sigur á Vestur-Þjóðverjum í riðlakeppninni.Ungverska landsliðið komst líka í 2-0 eftir aðeins átta mínútna leik í úrslitaleiknum og það stefndi því í annan stórsigur. Vestur-Þjóðverjar minnkuðu muninn á 10. mínútu og jöfnuðu metin átta mínútum síðar. Helmut Rahn skoraði jöfnunarmarkið og síðan sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Sigur Vestur-Þjóðverja er almennt talinn hafa hjálpað þjóðinni að rífa sig upp eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Ungverjar náðu aftur á móti aldrei upp á sama stall. Leikmenn eins og Sándor Kocsis og Ferenc Puskás spiluðu ekki fyrir ungverska landsliðið eftir að uppreisnin í Ungverjalandi braust út árið 1956.Vísir/GettyVísir/Getty HM 2022 í Katar Sviss Þýskaland Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Sjá meira
Einn óvæntasti sigur knattspyrnusögunnar vannst á þessum degi fyrir 65 árum síðan. Þjóðverjar, þá Vestur-Þjóðverjar, urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn 4. júlí 1954 eftir 3-2 sigur á Ungverjalandi í úrslitaleiknum í Bern í Sviss. Þýska liðið kom þá í veg fyrir að lið, sem margir telja vera eitt besta knattspyrnulandslið sögunnar, náði að verða heimsmeistarar. Ungverjar voru Ólympíumeistarar frá 1952 og höfðu fyrir úrslitaleikinn leikið 32 leiki í röð án þess að tapa. Gulllið Ungverja var kallað „Mighty Magyars“ og í liðinu voru stórkostlegir knattspyrnumenn eins og framherjarnir Sándor Kocsis og Ferenc Puskás, sóknartengiliðurinn Nándor Hidegkuti, miðvörðurinn József Bozsik, kantmaðurinn Zoltán Czibor og markvörðurinn Gyula Grosics. Ungverska landsliðið var líka búið að eiga frábæra heimsmeistarakeppni, hafði unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim 25 mörk eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. Það sem gerði úrslitin í úrslitaleiknum enn ótrúlegri var að Ungverjar höfðu unnið 8-3 sigur á Vestur-Þjóðverjum í riðlakeppninni.Ungverska landsliðið komst líka í 2-0 eftir aðeins átta mínútna leik í úrslitaleiknum og það stefndi því í annan stórsigur. Vestur-Þjóðverjar minnkuðu muninn á 10. mínútu og jöfnuðu metin átta mínútum síðar. Helmut Rahn skoraði jöfnunarmarkið og síðan sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Sigur Vestur-Þjóðverja er almennt talinn hafa hjálpað þjóðinni að rífa sig upp eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Ungverjar náðu aftur á móti aldrei upp á sama stall. Leikmenn eins og Sándor Kocsis og Ferenc Puskás spiluðu ekki fyrir ungverska landsliðið eftir að uppreisnin í Ungverjalandi braust út árið 1956.Vísir/GettyVísir/Getty
HM 2022 í Katar Sviss Þýskaland Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Sjá meira