„Mildari áhrif“ og minni fækkun ferðamanna en gert var ráð fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2019 13:45 Skarphéðinn Berg Steinarrson, ferðamálastjóri. vísir/gva Ferðamálastjóri segir nýjar tölur yfir brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli í júní sýna minni fækkun en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Athyglisvert sé að líta til þess að fækkunin sé fyrst og fremst í hópi Bandaríkjamanna en á móti komi að ferðamönnum frá Þýskalandi og Norðurlöndunum fjölgi. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um hundrað níutíu og fimm þúsund í júnímánuði eða um þrjátíu og níu þúsund færri en í júní árið 2018. Fækkun milli ára nemur þannig 16,7 prósentum. Þetta rímar við þróunina undanfarna mánuði en fækkun hefur mælst alla mánuði frá áramótum. Mest var fækkunin í maí, eða 23,6 prósent. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir fækkunina í júní ekki jafnmikla og búist hafði verið við, og því verði áhrifin mildari. „Þessar tölur segja að fækkun brottfararfarþega í júní miðað við júní í fyrra hafi verið tæp sautján prósent. Það er náttúrulega allmikil fækkun. Það er hins vegar minni fækkun en Isavia hafði gert ráð fyrir í nýlegri spá sinni og að því leyti mildari áhrif.“Ýmislegt jákvætt þrátt fyrir hrun í komum Bandaríkjamanna Mest munar um Bandaríkjamenn í tölunum en þeir voru eftir sem áður fjölmennastir í júní, eða 31 prósent brottfara. Þeim fækkaði þó um 35,1 prósent milli ára. Þjóðverjar voru í öðru sæti en brottfarir þeirra voru 17 þúsund talsins eða 6,4% fleiri en í júní árið áður. Í þriðja sæti voru brottfarir Breta, um tíu þúsund talsins og fækkaði þeim um 21,1%. Þar á eftir fylgdu síðan brottfarir Kínverja (4,9% af heild), Pólverja (4,8% af heild), Frakka (4,4% af heild), Kanadamanna (4,3% af heild), Svía (2,9% af heild), Norðmanna (2,5% af heild) og Dana (2,2% af heild). Skarphéðinn segir að ferðamenn af öðrum þjóðernum vegi upp á móti fækkuninni í röðum Bandaríkjamanna. „Fækkunin er fyrst og fremst í fjölda Bandaríkjamanna. Af 39 þúsund farþegum sem fækkar um þá eru um 33 þúsund Bandaríkjamenn. Á móti er aukning í ýmsum af okkar heðfbundnari mörkuðum, eins og Þýskalandi og Norðurlandaþjóðunum. Þannig að það eru ýmsar ágætar vísbendingar í þessu líka.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. 3. júlí 2019 09:00 Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. 28. júní 2019 12:45 Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. 27. júní 2019 10:07 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Ferðamálastjóri segir nýjar tölur yfir brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli í júní sýna minni fækkun en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Athyglisvert sé að líta til þess að fækkunin sé fyrst og fremst í hópi Bandaríkjamanna en á móti komi að ferðamönnum frá Þýskalandi og Norðurlöndunum fjölgi. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um hundrað níutíu og fimm þúsund í júnímánuði eða um þrjátíu og níu þúsund færri en í júní árið 2018. Fækkun milli ára nemur þannig 16,7 prósentum. Þetta rímar við þróunina undanfarna mánuði en fækkun hefur mælst alla mánuði frá áramótum. Mest var fækkunin í maí, eða 23,6 prósent. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir fækkunina í júní ekki jafnmikla og búist hafði verið við, og því verði áhrifin mildari. „Þessar tölur segja að fækkun brottfararfarþega í júní miðað við júní í fyrra hafi verið tæp sautján prósent. Það er náttúrulega allmikil fækkun. Það er hins vegar minni fækkun en Isavia hafði gert ráð fyrir í nýlegri spá sinni og að því leyti mildari áhrif.“Ýmislegt jákvætt þrátt fyrir hrun í komum Bandaríkjamanna Mest munar um Bandaríkjamenn í tölunum en þeir voru eftir sem áður fjölmennastir í júní, eða 31 prósent brottfara. Þeim fækkaði þó um 35,1 prósent milli ára. Þjóðverjar voru í öðru sæti en brottfarir þeirra voru 17 þúsund talsins eða 6,4% fleiri en í júní árið áður. Í þriðja sæti voru brottfarir Breta, um tíu þúsund talsins og fækkaði þeim um 21,1%. Þar á eftir fylgdu síðan brottfarir Kínverja (4,9% af heild), Pólverja (4,8% af heild), Frakka (4,4% af heild), Kanadamanna (4,3% af heild), Svía (2,9% af heild), Norðmanna (2,5% af heild) og Dana (2,2% af heild). Skarphéðinn segir að ferðamenn af öðrum þjóðernum vegi upp á móti fækkuninni í röðum Bandaríkjamanna. „Fækkunin er fyrst og fremst í fjölda Bandaríkjamanna. Af 39 þúsund farþegum sem fækkar um þá eru um 33 þúsund Bandaríkjamenn. Á móti er aukning í ýmsum af okkar heðfbundnari mörkuðum, eins og Þýskalandi og Norðurlandaþjóðunum. Þannig að það eru ýmsar ágætar vísbendingar í þessu líka.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. 3. júlí 2019 09:00 Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. 28. júní 2019 12:45 Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. 27. júní 2019 10:07 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. 3. júlí 2019 09:00
Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. 28. júní 2019 12:45
Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. 27. júní 2019 10:07