Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 12:19 Corbyn hefur undanfarið krafist nýrra kosninga til að greiða úr Brexit-flækjunni. Óvíst er að flokkur hans kæmi vel út úr þeim ef marka má stöðuna nú. Vísir/EPA Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn mælist nú aðeins fjórði stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands í nýrri skoðanakönnun Yougov og dagblaðsins The Times. Tæplega fimmti hver svarandi segist ætla að kjósa flokkinn og hefur fylgi hans ekki mælst minna frá því að hann var í ríkisstjórn og glímdi við fjármálakreppuna. Þrátt fyrir mánaðalangan vandræðagang á ríkisstjórn Íhaldsflokksins vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu hefur stuðningur við Verkamannaflokkinn dregist verulega saman. Íhaldsflokkurinn mælist með 24% stuðning í könnuninni og nýstofnaði Brexit-flokkurinn fær 23%. Frjálslyndir demókratar mælast með 20% fylgi, tveimur prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Corbyn. Fylgi Verkamannaflokksins hefur aðeins einu sinni mælst 18%. Það var í maí árið 2009 þegar flokkurinn hafði verið við völd í tólf ár og ríkisstjórn Gordons Brown glímdi við fjármálakreppuna sem þá gekk yfir heimsbyggðina. Jon Ashworth, skuggaheilbrigðisráðherra Verkmannaflokksins, segir að yrði niðurstöður næstu kosninga í samræmi við könnunina yrði það stóráfall fyrir flokkinn. „Ég trúi ekki að þetta yrðu úrslitin í þingkosningum,“ segir hann.Innan við fjórðungur telur Corbyn hæfan leiðtoga Í tíð Corbyn leiðtoga hefur flokknum mistekist að nýta sér vandræðagang ríkisstjórnarinnar í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í könnun Yougov kemur fram að 57% þeirra sem kusu flokkinn í þingkosningunum árið 2017 ætli sér að kjósa aðra flokka næst. Corbyn hefur neitað að setja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna á stefnuskrána þrátt fyrir þrýsting margra úr eigin flokki. Þá hefur flokkurinn verið plagaður af ásökunum um gyðingaandúð í tíð hans. Um fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 segjast nú styðja Verkamannaflokkinn. Hlutfallið hefur hríðlækkað úr 40% í apríl og 48% í byrjun árs. Aðeins 8% þeirra sem kusu með útgöngunni styðja flokkinn.Fréttastofa Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að önnur skoðanakönnun sem gerð var fyrir Evening Standard í vikunni hafi leitt í ljós að Corbyn njóti minni persónufylgis en báðir frambjóðendurnir í leiðtogavali Íhaldsflokksins, Boris Johnson og Jeremy Hunt, og Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. Innan við fjórðungur svarenda taldi Corbyn hæfan leiðtoga. Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26 Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn mælist nú aðeins fjórði stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands í nýrri skoðanakönnun Yougov og dagblaðsins The Times. Tæplega fimmti hver svarandi segist ætla að kjósa flokkinn og hefur fylgi hans ekki mælst minna frá því að hann var í ríkisstjórn og glímdi við fjármálakreppuna. Þrátt fyrir mánaðalangan vandræðagang á ríkisstjórn Íhaldsflokksins vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu hefur stuðningur við Verkamannaflokkinn dregist verulega saman. Íhaldsflokkurinn mælist með 24% stuðning í könnuninni og nýstofnaði Brexit-flokkurinn fær 23%. Frjálslyndir demókratar mælast með 20% fylgi, tveimur prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Corbyn. Fylgi Verkamannaflokksins hefur aðeins einu sinni mælst 18%. Það var í maí árið 2009 þegar flokkurinn hafði verið við völd í tólf ár og ríkisstjórn Gordons Brown glímdi við fjármálakreppuna sem þá gekk yfir heimsbyggðina. Jon Ashworth, skuggaheilbrigðisráðherra Verkmannaflokksins, segir að yrði niðurstöður næstu kosninga í samræmi við könnunina yrði það stóráfall fyrir flokkinn. „Ég trúi ekki að þetta yrðu úrslitin í þingkosningum,“ segir hann.Innan við fjórðungur telur Corbyn hæfan leiðtoga Í tíð Corbyn leiðtoga hefur flokknum mistekist að nýta sér vandræðagang ríkisstjórnarinnar í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í könnun Yougov kemur fram að 57% þeirra sem kusu flokkinn í þingkosningunum árið 2017 ætli sér að kjósa aðra flokka næst. Corbyn hefur neitað að setja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna á stefnuskrána þrátt fyrir þrýsting margra úr eigin flokki. Þá hefur flokkurinn verið plagaður af ásökunum um gyðingaandúð í tíð hans. Um fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 segjast nú styðja Verkamannaflokkinn. Hlutfallið hefur hríðlækkað úr 40% í apríl og 48% í byrjun árs. Aðeins 8% þeirra sem kusu með útgöngunni styðja flokkinn.Fréttastofa Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að önnur skoðanakönnun sem gerð var fyrir Evening Standard í vikunni hafi leitt í ljós að Corbyn njóti minni persónufylgis en báðir frambjóðendurnir í leiðtogavali Íhaldsflokksins, Boris Johnson og Jeremy Hunt, og Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. Innan við fjórðungur svarenda taldi Corbyn hæfan leiðtoga.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26 Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26
Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30
Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48
Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent