Fjögur börn veik eftir E. coli smit Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2019 12:00 Málið kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti. Vísir/vilhelm Alvarlegt E.coli smit kom upp á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Fjögur börn veiktust, þar af liggur eitt þeirra þungt haldið á Landspítalanum vegna bráðanýrnabilunar. Öll höfðu þau verið á ferðalagi um Suðurland skömmu áður en þau veiktust. Sóttvarnarlæknir segir þó að litlar líkur séu á að fleiri kunni að smitast. Smitið kom upp undir lok júnímánaðar. Foreldrar barna á leikskóla í Hafnarfirði fengu póst þar sem þeim var gert viðvart um að eitt barnanna hafi greinst með „alvarlegar afleiðingar eftir niðurgangssýkingu.“ Þrátt fyrir að litlar líkur væru taldar á að smit gæti borist til annarra barna á leikskóladeildinni voru foreldrar beðnir um að gæta fyllstu varúðar. Þannig eru þeir hvattir til að fara með saursýni til læknis ef börn þeirra fá niðurgang fyrir 10. júlí næstkomandi. Læknar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið upplýstir og beðnir um í þessum tilfellum að senda saursýnið í rannsókn til að kanna tilvist e. coli-bakteríunnar. Ef þessi baktería finnst í saursýninu þá þarf barnið að undirgangast ákveðið eftirlit, eins og það er orðað í pósti til foreldranna.Veiktist á Íslandi Það reyndist raunin í tilfelli barnsins sem smitaðist af E.coli í lok júní. Barnið, sem er á þriðja aldursári, hafði veikst á ferðalagi í Bláskógabyggð og var upphaflega talið að um væga magakveisu væri að ræða og því metið óhætt að senda barnið á leikskólann. Þegar barnið tók að kasta upp var farið með það á Barnaspítalann þar sem í ljós kom að barnið var með sjúkdóminn HUS, sem er alvarlegur fylgikvilli E.coli sýkingar. Helstu einkennin eru nýrnabilun sem jafnvel getur valdið óafturkræfum skaða. Barnið liggur nú þungt haldið á spítala og er líðan þess eftir atvikum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa fjögur börn veikst vegna E.coli-smitsins í Hafnarfirði. Börnin sem sýktust búa öll á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við fréttastofu að litlar líkur séu þó taldar á frekar smiti milli barna á deildinni. Matvælastofnun greindi nýlega frá tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti á markaði á Íslandi. Þar kom fram að STEC bakteríur finnast í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Auk þess geta bakteríurnar fundist í ógerilsneyddri mjólk.Fréttin var uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust frá Landlækni. Upphaflega mátti skilja af orðalagi fréttarinnar að smitið hafi átt rætur að rekja til Hafnarfjarðar en orðalaginu hefur verið breytt eftir að nánari skýringar fengust. E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Alvarlegt E.coli smit kom upp á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Fjögur börn veiktust, þar af liggur eitt þeirra þungt haldið á Landspítalanum vegna bráðanýrnabilunar. Öll höfðu þau verið á ferðalagi um Suðurland skömmu áður en þau veiktust. Sóttvarnarlæknir segir þó að litlar líkur séu á að fleiri kunni að smitast. Smitið kom upp undir lok júnímánaðar. Foreldrar barna á leikskóla í Hafnarfirði fengu póst þar sem þeim var gert viðvart um að eitt barnanna hafi greinst með „alvarlegar afleiðingar eftir niðurgangssýkingu.“ Þrátt fyrir að litlar líkur væru taldar á að smit gæti borist til annarra barna á leikskóladeildinni voru foreldrar beðnir um að gæta fyllstu varúðar. Þannig eru þeir hvattir til að fara með saursýni til læknis ef börn þeirra fá niðurgang fyrir 10. júlí næstkomandi. Læknar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið upplýstir og beðnir um í þessum tilfellum að senda saursýnið í rannsókn til að kanna tilvist e. coli-bakteríunnar. Ef þessi baktería finnst í saursýninu þá þarf barnið að undirgangast ákveðið eftirlit, eins og það er orðað í pósti til foreldranna.Veiktist á Íslandi Það reyndist raunin í tilfelli barnsins sem smitaðist af E.coli í lok júní. Barnið, sem er á þriðja aldursári, hafði veikst á ferðalagi í Bláskógabyggð og var upphaflega talið að um væga magakveisu væri að ræða og því metið óhætt að senda barnið á leikskólann. Þegar barnið tók að kasta upp var farið með það á Barnaspítalann þar sem í ljós kom að barnið var með sjúkdóminn HUS, sem er alvarlegur fylgikvilli E.coli sýkingar. Helstu einkennin eru nýrnabilun sem jafnvel getur valdið óafturkræfum skaða. Barnið liggur nú þungt haldið á spítala og er líðan þess eftir atvikum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa fjögur börn veikst vegna E.coli-smitsins í Hafnarfirði. Börnin sem sýktust búa öll á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við fréttastofu að litlar líkur séu þó taldar á frekar smiti milli barna á deildinni. Matvælastofnun greindi nýlega frá tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti á markaði á Íslandi. Þar kom fram að STEC bakteríur finnast í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Auk þess geta bakteríurnar fundist í ógerilsneyddri mjólk.Fréttin var uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust frá Landlækni. Upphaflega mátti skilja af orðalagi fréttarinnar að smitið hafi átt rætur að rekja til Hafnarfjarðar en orðalaginu hefur verið breytt eftir að nánari skýringar fengust.
E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent