Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2019 13:30 Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta, eins og reykinga. Vísir/getty Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. Tengsl krabbameins og offitu eru vel þekkt, til dæmis hér á landi, en næringarfræðingur segir sykurskatt geta verið sterka forvörn gegn krabbameinum, einkum tengdum offitu. Fjallað er um rannsókn samtakanna Cancer Research UK á vef BBC í dag. Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Þá eigi milljónir Breta á hættu að fá krabbamein vegna ofþyngdar. Auglýsingaherferð samtakanna, þar sem vakin er athygli á þessu, hefur þó verið gagnrýnd fyrir að smána þá sem eru í yfirþyngd og þannig ýta undir fitufordóma. Samtökin leggja áherslu á að ætlunin sé ekki að skella skömminni á fólk í yfirþyngd.Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.Bretar eru á meðal þeirra ríkja sem hafa innleitt sykurskatt til að ýta undir breytta neysluhegðun með það fyrir augum að draga úr offitu og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum en sykurskatturinn var innleiddur í þar í landi árið 2018. Sykurskattur hefur verið til umræðu hér á landi undanfarnar vikur. Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir aukna líkamsþyngd staðfestan áhættuþátt 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli, líkt og fram kom í grein sem hún ritar ásamt þremur öðrum og birtist í Fréttablaðinu í gær. Jóhanna segir sykurskattinn geta komið til með að verða öflug forvörn í því samhengi. „Það er náttúrulega vel þekkt að verðstýring virkar. Bara það ef það er eitthvað tilboð, segjum að það séu tveir hamborgarar og tveir lítrar af gosi með, og þetta er ódýrt tilboð þá eru auðvitað fleiri sem kaupa svoleiðis tilboð. Þannig að verð hefur áhrif á hvað við verslum og ef við sjáum að eitthvað er mjög dýrt, þá auðvitað hikum við við að versla það eða kaupum það sjaldnar. Þannig að þetta er allavega ein leið til að hafa áhrif á neysluvenjur, það er verðið.“ Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. Tengsl krabbameins og offitu eru vel þekkt, til dæmis hér á landi, en næringarfræðingur segir sykurskatt geta verið sterka forvörn gegn krabbameinum, einkum tengdum offitu. Fjallað er um rannsókn samtakanna Cancer Research UK á vef BBC í dag. Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Þá eigi milljónir Breta á hættu að fá krabbamein vegna ofþyngdar. Auglýsingaherferð samtakanna, þar sem vakin er athygli á þessu, hefur þó verið gagnrýnd fyrir að smána þá sem eru í yfirþyngd og þannig ýta undir fitufordóma. Samtökin leggja áherslu á að ætlunin sé ekki að skella skömminni á fólk í yfirþyngd.Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.Bretar eru á meðal þeirra ríkja sem hafa innleitt sykurskatt til að ýta undir breytta neysluhegðun með það fyrir augum að draga úr offitu og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum en sykurskatturinn var innleiddur í þar í landi árið 2018. Sykurskattur hefur verið til umræðu hér á landi undanfarnar vikur. Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir aukna líkamsþyngd staðfestan áhættuþátt 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli, líkt og fram kom í grein sem hún ritar ásamt þremur öðrum og birtist í Fréttablaðinu í gær. Jóhanna segir sykurskattinn geta komið til með að verða öflug forvörn í því samhengi. „Það er náttúrulega vel þekkt að verðstýring virkar. Bara það ef það er eitthvað tilboð, segjum að það séu tveir hamborgarar og tveir lítrar af gosi með, og þetta er ódýrt tilboð þá eru auðvitað fleiri sem kaupa svoleiðis tilboð. Þannig að verð hefur áhrif á hvað við verslum og ef við sjáum að eitthvað er mjög dýrt, þá auðvitað hikum við við að versla það eða kaupum það sjaldnar. Þannig að þetta er allavega ein leið til að hafa áhrif á neysluvenjur, það er verðið.“
Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51
Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00
Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda