Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 11:14 Vatnsúðurum var komið fyrir í París til að borgarbúar gætu kælt sig niður í hitabylgjunni í síðustu viku. Vísir/EPA Nýliðinn júní var sá hlýjasti í Evrópu frá því að mælingar hófust samkvæmt gögnum evrópskrar veðurfræðistofnunar. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru taldar hafa gert hitabylgjuna sem geisaði víða á meginlandinu undir lok mánaðarins allt að fimm sinnum líklegri til að eiga sér stað en ella. Hitamet voru slegin víða í hitabylgjunni í Evrópu í júní, þar á meðal í Þýskalandi og Austurríki þar sem aldrei hefur mælst hærri hiti í júní. Hitinn í nokkrum löndum fór yfir 45 gráður. Víða voru met slegin bæði fyrir júnímánuð og fyrir allt árið þrátt fyrir að yfirleitt verði hlýjast í júlí og ágúst. Samkvæmt mælingum Evrópumiðstöðvar meðallangtímaveðurspáa (ECMWF) var meðalhitinn í álfunni meira en tveimur gráðum hærri en í venjulegu árferði. Mánuðurinn sé sá hlýjasti frá því að mælingar hófust, að því er segir í frétt Washington Post. Vísindamenn sem rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á einstaka veðuratburði segja að bráðabirgðaniðurstöður þeirra fyrir júní séu að meðalhiti hitabylgjunnar sem gekk yfir Frakkland sé fjórum gráðum hærri en hefði orðið fyrir einni öld. Þeir telja að loftslagsbreytingar hafi gert ákafa hitabylgjunnar nú fimmfalt líklegri en ella. Veruleg óvissa sé þó í frumgreiningu þeirra og mögulegt sé að áhrif loftslagsbreytinga séu enn meiri. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni Hitabylgjan sem hefur herjað á íbúa meginlands Evrópu undanfarið hefur haft í för með sér ótrúlegar hitatölur, tölur sem varla hefur sést áður. 30. júní 2019 23:01 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Nýliðinn júní var sá hlýjasti í Evrópu frá því að mælingar hófust samkvæmt gögnum evrópskrar veðurfræðistofnunar. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru taldar hafa gert hitabylgjuna sem geisaði víða á meginlandinu undir lok mánaðarins allt að fimm sinnum líklegri til að eiga sér stað en ella. Hitamet voru slegin víða í hitabylgjunni í Evrópu í júní, þar á meðal í Þýskalandi og Austurríki þar sem aldrei hefur mælst hærri hiti í júní. Hitinn í nokkrum löndum fór yfir 45 gráður. Víða voru met slegin bæði fyrir júnímánuð og fyrir allt árið þrátt fyrir að yfirleitt verði hlýjast í júlí og ágúst. Samkvæmt mælingum Evrópumiðstöðvar meðallangtímaveðurspáa (ECMWF) var meðalhitinn í álfunni meira en tveimur gráðum hærri en í venjulegu árferði. Mánuðurinn sé sá hlýjasti frá því að mælingar hófust, að því er segir í frétt Washington Post. Vísindamenn sem rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á einstaka veðuratburði segja að bráðabirgðaniðurstöður þeirra fyrir júní séu að meðalhiti hitabylgjunnar sem gekk yfir Frakkland sé fjórum gráðum hærri en hefði orðið fyrir einni öld. Þeir telja að loftslagsbreytingar hafi gert ákafa hitabylgjunnar nú fimmfalt líklegri en ella. Veruleg óvissa sé þó í frumgreiningu þeirra og mögulegt sé að áhrif loftslagsbreytinga séu enn meiri.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni Hitabylgjan sem hefur herjað á íbúa meginlands Evrópu undanfarið hefur haft í för með sér ótrúlegar hitatölur, tölur sem varla hefur sést áður. 30. júní 2019 23:01 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30
Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46
Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni Hitabylgjan sem hefur herjað á íbúa meginlands Evrópu undanfarið hefur haft í för með sér ótrúlegar hitatölur, tölur sem varla hefur sést áður. 30. júní 2019 23:01
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24