Könnunin staðfesti stöðug viðhorf um staðsetningu flugvallarins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. júlí 2019 08:15 Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Ernir „Stuðningur við að hafa flugvöllinn í Vatnsmýri hefur verið langvarandi og stöðugur,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýrinni. Hann segir nýja könnun Fréttablaðsins, sem fjallað var um í blaðinu í gær, í rauninni bara staðfesta hann enn og aftur. „Það eru ekki margar jafn hreinar skoðanir í samfélaginu og um flugvöllinn í Vatnsmýri. Tölurnar eru í rauninni ótrúlega stöðugar þrátt fyrir áróðursstríð borgarinnar í málinu,“ segir Njáll Trausti. Aðspurður um þær athuganir sem samgönguráðherra hyggst láta gera í Hvassahrauni segist Njáll litla trú hafa á Hvassahrauni sem raunhæfum kosti, ekki í náinni framtíð alla vega. Nefnd sem Ragna Árnadóttir stýrði og skilaði skýrslu 2016 taldi Hvassahraun fýsilegasta kost fyrir nýjan flugvöll. Njáll Trausti segir að niðurstaða Rögnunefndarinnar segi ekki nema hálfa sögu því nefndin hafi tekið núverandi staðsetningu í Vatnsmýri út fyrir sviga sem valdi þeim útbreidda misskilningi að Hvassahraun sé talinn æskilegri kostur en Vatnsmýrin. „Í kjölfar undirskriftasöfnunarinnar sem við stóðum fyrir 2013 var ákveðið að fresta því að norður-suðurbrautin hyrfi af skipulagi árið 2016 til ársins 2022. „Nú stöndum við í rauninni á sama tímapunkti og við stóðum 2013,“ segir Njáll Trausti. Stjórnvöld hafi ekki nýtt þann aukna frest sem veittur var til að tryggja stöðuna. Á meðan ríki stöðug óvissa og þeirri óvissu fylgi algert stopp í bæði uppbyggingu og viðhaldi. Njáll Trausti tekur flugstöðina í Vatnsmýri sem dæmi og kallar þjóðarskömm. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
„Stuðningur við að hafa flugvöllinn í Vatnsmýri hefur verið langvarandi og stöðugur,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýrinni. Hann segir nýja könnun Fréttablaðsins, sem fjallað var um í blaðinu í gær, í rauninni bara staðfesta hann enn og aftur. „Það eru ekki margar jafn hreinar skoðanir í samfélaginu og um flugvöllinn í Vatnsmýri. Tölurnar eru í rauninni ótrúlega stöðugar þrátt fyrir áróðursstríð borgarinnar í málinu,“ segir Njáll Trausti. Aðspurður um þær athuganir sem samgönguráðherra hyggst láta gera í Hvassahrauni segist Njáll litla trú hafa á Hvassahrauni sem raunhæfum kosti, ekki í náinni framtíð alla vega. Nefnd sem Ragna Árnadóttir stýrði og skilaði skýrslu 2016 taldi Hvassahraun fýsilegasta kost fyrir nýjan flugvöll. Njáll Trausti segir að niðurstaða Rögnunefndarinnar segi ekki nema hálfa sögu því nefndin hafi tekið núverandi staðsetningu í Vatnsmýri út fyrir sviga sem valdi þeim útbreidda misskilningi að Hvassahraun sé talinn æskilegri kostur en Vatnsmýrin. „Í kjölfar undirskriftasöfnunarinnar sem við stóðum fyrir 2013 var ákveðið að fresta því að norður-suðurbrautin hyrfi af skipulagi árið 2016 til ársins 2022. „Nú stöndum við í rauninni á sama tímapunkti og við stóðum 2013,“ segir Njáll Trausti. Stjórnvöld hafi ekki nýtt þann aukna frest sem veittur var til að tryggja stöðuna. Á meðan ríki stöðug óvissa og þeirri óvissu fylgi algert stopp í bæði uppbyggingu og viðhaldi. Njáll Trausti tekur flugstöðina í Vatnsmýri sem dæmi og kallar þjóðarskömm.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum