Sjá einnig: Cole Sprouse staddur á Íslandi
Heimsókn leikarans vakti athygli á sínum tíma en leikarinn deildi myndum og myndböndum af íslensku landslagi á meðan ferðinni stóð. Leikarinn er einnig lunkinn ljósmyndari og tók hann myndir í þessu verkefni Moncler.
Shout out to @moncler for hosting an incredible trip to Iceland and for a great shoot. #moncler Model: @estellaboersma Styling: @natasharoyt Hair: @mustafayanaz MU: @ciaradoesmakeupView this post on Instagram
A post shared by Cole Sprouse (@colesprouse) on Jun 21, 2019 at 1:10pm PDT
Leikarinn er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Cody Martin í þáttaröðinni The Suite Life of Zack and Cody, sem sýnd var á Disney Channel árin 2005 til 2008. Tvíburabróðir hans, Dylan Sprouse, fór með hlutverk Zack í þáttunum. Þá fóru þeir í sameiningu með hlutverk Ben Geller í Friends.
Hópurinn virðist hafa fengið að upplifa ekta íslenskt veður á meðan þau dvöldu hér, rigning og ský eru allsráðandi á meðan þau virða fyrir sér magnað landslag Íslands.
Hér að neðan má sjá myndbandið.