Ekkert félag í heimi betra en Juventus í að fá góða leikmenn fyrir lítið eða ekkert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 15:30 Leikmenn Juve fagna sigri í ítölsku deildinn áttunda tímabilið í röð. Getty/Marco Canoniero Á tímum þar sem knattspyrnumenn verða dýrari og dýrari með hverju árinu er eitt félag í heiminum sem kann þá list betur en aðrir að fá leikmenn til sín á kostakjörum. Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot er sá nýjasti sem fer til Juventus á frjálsri sölu en fyrr í sumar fékk Juve Arsenal-manninn Aaron Ramsey á frjálsri sölu. Adrien Rabiot kemur til Juventus frá franska félaginu Paris Saint Germain. Fjöldi annarra félaga hafði áhuga á að fá hann til síns en Rabiot valdi ítölsku meistarana. Stuðningsmenn Arsenal sjá örugglega mikið eftir Aaron Ramsey sem náði ekki samkomulagi við enska félagið um framlengingu á sínum samningi. Þess í stað mun Aaron Ramsey nú reyna fyrir sér í ítalska boltanum. Aaron Ramsey og Adrien Rabiot bætast þar með í glæsilegan hóp leikmanna sem komið hafa frítt til Juventus eða fyrir mjög lítinn pening. Bleacher Report Football hefur tekið alla þessa leikmenn saman og sett upp á grafíska mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta er orðinn afar myndarlegur hópur.Juve love a bargain. pic.twitter.com/JQa2Iq9M3S — B/R Football (@brfootball) June 30, 2019Juventus borgaði vissulega Real Madrid risaupphæð fyrir Cristiano Ronaldo en margir aðrir stjörnuleikmenn liðsins hafa komið fyrir lítið. Meðal þeirra sem hafa komið frítt eru menn eins og Fabio Cannavaro, Andrea Pirlo, Paul Pogba, Fernando Llorente, Kingsley Coman, Sami Khedira, Dani Alves, Emre Can og nú síðast þeir Aaron Ramsey og Adrien Rabiot. Það er ekki hægt annað en að hrósa forráðamönnum ítalska félagsins fyrir útsjónarsemi sína og það eru þessi viðskipti sem eiga eflaust mikinn þátt í því að Juve hefur orðið ítalskur meistari átta tímabil í röð. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Sjá meira
Á tímum þar sem knattspyrnumenn verða dýrari og dýrari með hverju árinu er eitt félag í heiminum sem kann þá list betur en aðrir að fá leikmenn til sín á kostakjörum. Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot er sá nýjasti sem fer til Juventus á frjálsri sölu en fyrr í sumar fékk Juve Arsenal-manninn Aaron Ramsey á frjálsri sölu. Adrien Rabiot kemur til Juventus frá franska félaginu Paris Saint Germain. Fjöldi annarra félaga hafði áhuga á að fá hann til síns en Rabiot valdi ítölsku meistarana. Stuðningsmenn Arsenal sjá örugglega mikið eftir Aaron Ramsey sem náði ekki samkomulagi við enska félagið um framlengingu á sínum samningi. Þess í stað mun Aaron Ramsey nú reyna fyrir sér í ítalska boltanum. Aaron Ramsey og Adrien Rabiot bætast þar með í glæsilegan hóp leikmanna sem komið hafa frítt til Juventus eða fyrir mjög lítinn pening. Bleacher Report Football hefur tekið alla þessa leikmenn saman og sett upp á grafíska mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta er orðinn afar myndarlegur hópur.Juve love a bargain. pic.twitter.com/JQa2Iq9M3S — B/R Football (@brfootball) June 30, 2019Juventus borgaði vissulega Real Madrid risaupphæð fyrir Cristiano Ronaldo en margir aðrir stjörnuleikmenn liðsins hafa komið fyrir lítið. Meðal þeirra sem hafa komið frítt eru menn eins og Fabio Cannavaro, Andrea Pirlo, Paul Pogba, Fernando Llorente, Kingsley Coman, Sami Khedira, Dani Alves, Emre Can og nú síðast þeir Aaron Ramsey og Adrien Rabiot. Það er ekki hægt annað en að hrósa forráðamönnum ítalska félagsins fyrir útsjónarsemi sína og það eru þessi viðskipti sem eiga eflaust mikinn þátt í því að Juve hefur orðið ítalskur meistari átta tímabil í röð.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Sjá meira