Gríðarlegt haglél kom íbúum mexíkósku borgarinnar Guadalajara verulega í opna skjöldu í gær.
Meðalhitastig síðustu daga í borginni hefur verið um þrjátíu gráður en þrátt fyrir það skall haglélið á með miklum þunga.
Slík var úrkoman að í sumum hverfum mældust snjóskaflarnir 1,5 metra djúpir og þurfti að grafa bifreiðar úr fönninni.
Engin slys urðu á fólki en nokkuð um tjón af völdum fannfergis og flóða þegar ísinn tók að bráðna í sumarhitanum.
