Allt sem tengist ljósmyndun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. júlí 2019 10:00 Baldvin Einarsson rekur Saga Fotografica á Siglufirði ásamt konu sinni. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Saga Fotografica er ljósmyndasögusafn við Vetrarbraut á Siglufirði sem hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir stofnuðu árið 2012 og var opnað árið 2013. Á safninu eru til sýnis alls kyns tæki og tól sem tengjast ljósmyndun og ljósmyndavinnslu. Safnið stendur einnig fyrir ljósmyndasýningum. „Við hjónin rekum verslun á Langholtsvegi í Reykjavík, BECO, og fengum mikið af gömlum ljósmyndavélum frá kúnnum sem vildu koma þeim í okkar vörslu, þannig að til varð mikið safn. Þegar við keyptum íbúð á Siglufirði og síðan gamalt hús vaknaði hugmyndin um að stofna ljósmyndasögusafn. Í þessu safni eru um 8.300 hlutir sem tengjast ljósmyndun, allt frá smástykkjum upp í stórar vélar,“ segir Baldvin. Á neðri hæð safnsins má sjá ýmsa gamla muni sem tengjast ljósmyndagerð og vekja voldugar ljósmyndavélar einna mesta athygli. Þar er einnig ljósmyndasýning á myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá Siglufirði, en sú sýning var opnuð um leið og safnið og hefur verið í gangi síðan. „Vigfús var mjög öflugur ljósmyndari í Reykjavík en kom fyrst hingað á Siglufjörð árið 1924 og myndaði síðan mannlífið í kringum síldina. Myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1926-1954,“ segir Baldvin.Gamlar myndavélar af öllum gerðum og stærðum eru til sýnis.Á eftir hæð hússins eru haldnar ljósmyndasýningar. Þar má nú sjá ljósmyndir eftir Ragnar Axelsson frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum og myndir eftir Leif Þorsteinsson sem var ljósmyndari í Reykjavík og lést 2013. „Rétt áður en Leifur dó færði hann mér umslag með þessum myndum sem eru teknar í Reykjavík og þar á meðal er mynd af bragganum í Nauthólsvík. Leifur hafði afar gott auga fyrir ljósmyndum og þetta er svo flott gert hjá honum,“ segir Baldvin. Hann segir aðsókn vera góða. „Siglfirðingar koma hingað og taka með sér gesti og aðsókn erlendra ferðamanna hefur aukist,“ segir hann. Ekki er rukkað inn á safnið sem er opið alla daga í sumar frá eitt til fjögur. Birtist í Fréttablaðinu Fjallabyggð Tímamót Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Saga Fotografica er ljósmyndasögusafn við Vetrarbraut á Siglufirði sem hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir stofnuðu árið 2012 og var opnað árið 2013. Á safninu eru til sýnis alls kyns tæki og tól sem tengjast ljósmyndun og ljósmyndavinnslu. Safnið stendur einnig fyrir ljósmyndasýningum. „Við hjónin rekum verslun á Langholtsvegi í Reykjavík, BECO, og fengum mikið af gömlum ljósmyndavélum frá kúnnum sem vildu koma þeim í okkar vörslu, þannig að til varð mikið safn. Þegar við keyptum íbúð á Siglufirði og síðan gamalt hús vaknaði hugmyndin um að stofna ljósmyndasögusafn. Í þessu safni eru um 8.300 hlutir sem tengjast ljósmyndun, allt frá smástykkjum upp í stórar vélar,“ segir Baldvin. Á neðri hæð safnsins má sjá ýmsa gamla muni sem tengjast ljósmyndagerð og vekja voldugar ljósmyndavélar einna mesta athygli. Þar er einnig ljósmyndasýning á myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá Siglufirði, en sú sýning var opnuð um leið og safnið og hefur verið í gangi síðan. „Vigfús var mjög öflugur ljósmyndari í Reykjavík en kom fyrst hingað á Siglufjörð árið 1924 og myndaði síðan mannlífið í kringum síldina. Myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1926-1954,“ segir Baldvin.Gamlar myndavélar af öllum gerðum og stærðum eru til sýnis.Á eftir hæð hússins eru haldnar ljósmyndasýningar. Þar má nú sjá ljósmyndir eftir Ragnar Axelsson frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum og myndir eftir Leif Þorsteinsson sem var ljósmyndari í Reykjavík og lést 2013. „Rétt áður en Leifur dó færði hann mér umslag með þessum myndum sem eru teknar í Reykjavík og þar á meðal er mynd af bragganum í Nauthólsvík. Leifur hafði afar gott auga fyrir ljósmyndum og þetta er svo flott gert hjá honum,“ segir Baldvin. Hann segir aðsókn vera góða. „Siglfirðingar koma hingað og taka með sér gesti og aðsókn erlendra ferðamanna hefur aukist,“ segir hann. Ekki er rukkað inn á safnið sem er opið alla daga í sumar frá eitt til fjögur.
Birtist í Fréttablaðinu Fjallabyggð Tímamót Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira