Íranir hertóku breskt olíuskip Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 19:12 Olíuskipið Stena Impero. Mynd/Stena bulk Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. Greint er frá málinu í írönskum fjölmiðlum. Skipið heitir Stena Impero en breska ríkisútvarpið hefur eftir eigendum þess, fyrirtækinu Stena Bulk, að 23 séu um borð. Um klukkan fjögur í dag að breskum tíma hafi nokkrir litlir bátar og þyrla, sem talið er að séu á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, vitjað skipverjanna. Ekki hefur náðst samband við skipið síðan. Það var á leið til Sádi Arabíu en siglir nú í norður, í átt að Íran. Haft er eftir yfirvöldum í Íran að borist hefði tilkynning um að Stena Impero væri til vandræða. Fulltrúar hersins hafi því verið sendir til að fylgja skipinu í höfnina í Bandar Abbas, þar sem rannsókn muni fara fram. Í frétt BBC segir að breska utanríkisráðuneytið kanni nú málið. Þá hefur COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, boðað til fundar vegna atviksins. Yfirvöld í Íran voru í byrjun mánuðar afar ósátt við að breskir sjóliðar hefðu kyrrsett íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu því að kyrrsetja breskt olíuskip á móti.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. Greint er frá málinu í írönskum fjölmiðlum. Skipið heitir Stena Impero en breska ríkisútvarpið hefur eftir eigendum þess, fyrirtækinu Stena Bulk, að 23 séu um borð. Um klukkan fjögur í dag að breskum tíma hafi nokkrir litlir bátar og þyrla, sem talið er að séu á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, vitjað skipverjanna. Ekki hefur náðst samband við skipið síðan. Það var á leið til Sádi Arabíu en siglir nú í norður, í átt að Íran. Haft er eftir yfirvöldum í Íran að borist hefði tilkynning um að Stena Impero væri til vandræða. Fulltrúar hersins hafi því verið sendir til að fylgja skipinu í höfnina í Bandar Abbas, þar sem rannsókn muni fara fram. Í frétt BBC segir að breska utanríkisráðuneytið kanni nú málið. Þá hefur COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, boðað til fundar vegna atviksins. Yfirvöld í Íran voru í byrjun mánuðar afar ósátt við að breskir sjóliðar hefðu kyrrsett íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu því að kyrrsetja breskt olíuskip á móti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30
Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25
Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27