Öll sveitarfélög á Vesturlandi kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 18:26 Frá Kjalarnesi. Vísir/egill Öll sveitarfélög á Vesturlandi hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Fylgja sveitarfélögin þar með í fótspor Akraneskaupstaðar, sem kærði ákvörðunina fyrr í þessum mánuði. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna sem birt var í gær segir að sveitarfélögin standi með Akraneskaupstað og kæri ákvörðunina á sömu forsendum. Um er að ræða Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Snæfellsbæ og Stykkishólmsbæ. Vegagerðin, sem einnig hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar, áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Yfirlýst markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum. Skipulagsstofnun komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Bera sveitarfélögin því fyrir sig í kærunni að ákvörðun Skipulagsstofnunar byggi á röngum forsendum, sé í ósamræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og beri að ógilda. Þá er bent á að ekki sé um nýjan veg að ræða og land sem raskist við framkvæmdina hafi þegar orðið fyrir röskun vegna þess vegar sem nú liggur um svæðið. Einnig var vísað til þess í tilkynningu frá Akraneskaupstað sem send var út fyrr í þessum mánuði að framkvæmdin hefði afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis. Henni væri jafnframt ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. Akranes Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vegagerðin kærir einnig ákvörðun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 12. júlí 2019 11:59 Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. 11. júlí 2019 17:17 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Öll sveitarfélög á Vesturlandi hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Fylgja sveitarfélögin þar með í fótspor Akraneskaupstaðar, sem kærði ákvörðunina fyrr í þessum mánuði. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna sem birt var í gær segir að sveitarfélögin standi með Akraneskaupstað og kæri ákvörðunina á sömu forsendum. Um er að ræða Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Snæfellsbæ og Stykkishólmsbæ. Vegagerðin, sem einnig hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar, áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Yfirlýst markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum. Skipulagsstofnun komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Bera sveitarfélögin því fyrir sig í kærunni að ákvörðun Skipulagsstofnunar byggi á röngum forsendum, sé í ósamræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og beri að ógilda. Þá er bent á að ekki sé um nýjan veg að ræða og land sem raskist við framkvæmdina hafi þegar orðið fyrir röskun vegna þess vegar sem nú liggur um svæðið. Einnig var vísað til þess í tilkynningu frá Akraneskaupstað sem send var út fyrr í þessum mánuði að framkvæmdin hefði afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis. Henni væri jafnframt ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“.
Akranes Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vegagerðin kærir einnig ákvörðun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 12. júlí 2019 11:59 Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. 11. júlí 2019 17:17 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Vegagerðin kærir einnig ákvörðun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 12. júlí 2019 11:59
Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. 11. júlí 2019 17:17