Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 17:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. Þrátt fyrir að ferðamaðurinn hafi smitast af bakteríunni eftir að gripið var til aðgerða telur Þórólfur að aðgerðirnar hafi verið innan marka og viðeigandi á þeim tíma. Það hafi vissulega komið til tals að loka Efstadal II en það sé mjög harkaleg aðgerð. Gripið var til róttækari og víðtækari aðgerða á Efstadal II til þess að hefta smit og smitleiðir E. coli-bakteríunnar á bænum. Var það gert í gær í kjölfar þess að bandaríski ferðamaðurinn greindist. „Og ég bind nú miklar vonir við að með þeim takist að stoppa þetta. Við verðum bara að bíða og sjá, það er ekki mikið annað sem við getum gert,“ segir Þórólfur. Hann segir að það geti verið erfitt að segja til um það hvaðan bakterían kemur nákvæmlega. Hún hefur greinst í saursýnum frá kálfum á bænum en bakterían er ekki eingöngu bundin við kálfana.Reynt að ná árangri með mildari aðgerðum „Það er einhver mengun einhvers staðar. Þetta er saurbaktería og kemur frá dýrum og það er einhver mengun einhvers staðar sem berst einhvern veginn ofan í fólk, upp í munn og ofan í maga sem veldur þessari sýkingu. Hvernig það gerist það nákvæmlega er erfitt að segja til um, hvaða matvæli eru það, hvers konar mengun, hvaða snerting hefur orðið. Eru það hendurnar á fólki, eru það hlutir eða er þetta eitthvað í matvælaframreiðslunni eða eitthvað slíkt? Það eru fjölmargir hlutir sem koma til greina og það getur verið ómögulegt að negla niður hvað er og svo geta fleiri hlutir en einn spilað þarna rullu,“ segir Þórólfur og bætir við að það þurfi svo lítið magn af bakteríunni til að valda veikindum.En telur Þórólfur að það hefði átt að grípa til róttækari aðgerða á staðnum strax? „Það er alltaf hægt að segja eitthvað svoleiðis eftir á. Menn töldu á þeim tíma að þetta væru viðeigandi ráðstafanir sem myndu skila árangri. Ef svo hefði verið þá hefðu allir sagt „Þetta var bara flott, það þurfti ekki að grípa til harðari aðgerða.“ En svo þegar það gerist ekki þá segja menn „Þetta var ekki nógu gott.“ Ég held að þetta hafi verið alveg innan marka og viðeigandi á þeim tíma. Svo þegar það kemur eitt nýtt tilfelli að þá eru menn snöggir að grípa til róttækari aðgerða til þess að stoppa þetta. Ég vona svo sannarlega að það skili árangri.“ Aðspurður hvort það hafi einhvern tímann komið til tals að loka Efstadal II segir Þórólfur svo vera. „Já, já, það er eitt af því sem menn hafa rætt en það er mjög harkaleg aðgerð gagnvart fólki sem er búið að eyða áratugum í að byggja þetta upp. Það eru mjög harðar aðgerðir þannig að menn reyna að ná árangri með mildari aðgerðum og ég held að það sé áfram haft að leiðarljósi að gera það,“ segir Þórólfur og heldur áfram: „Nei, ég held að það sé ekki hægt að segja að menn hafi ekki gripið til réttra aðgerða. Síðan hefur bara verið fylgst mjög náið vel með hverju þessar aðgerðir hafa skilað og það þarf að gera það áfram.“ Þrátt fyrir nýleg smit telur Þórólfur E. coli-faraldurinn í rénun. „Ég hef fulla trú á því þótt það hafi komið svona eitt tilfelli, þetta geta verið svona eftirhreytur. En ég hef fulla trú á því að þetta sé í rénun og við séum að sjá virkilegan árangur af því sem gert hefur verið.“ E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. Þrátt fyrir að ferðamaðurinn hafi smitast af bakteríunni eftir að gripið var til aðgerða telur Þórólfur að aðgerðirnar hafi verið innan marka og viðeigandi á þeim tíma. Það hafi vissulega komið til tals að loka Efstadal II en það sé mjög harkaleg aðgerð. Gripið var til róttækari og víðtækari aðgerða á Efstadal II til þess að hefta smit og smitleiðir E. coli-bakteríunnar á bænum. Var það gert í gær í kjölfar þess að bandaríski ferðamaðurinn greindist. „Og ég bind nú miklar vonir við að með þeim takist að stoppa þetta. Við verðum bara að bíða og sjá, það er ekki mikið annað sem við getum gert,“ segir Þórólfur. Hann segir að það geti verið erfitt að segja til um það hvaðan bakterían kemur nákvæmlega. Hún hefur greinst í saursýnum frá kálfum á bænum en bakterían er ekki eingöngu bundin við kálfana.Reynt að ná árangri með mildari aðgerðum „Það er einhver mengun einhvers staðar. Þetta er saurbaktería og kemur frá dýrum og það er einhver mengun einhvers staðar sem berst einhvern veginn ofan í fólk, upp í munn og ofan í maga sem veldur þessari sýkingu. Hvernig það gerist það nákvæmlega er erfitt að segja til um, hvaða matvæli eru það, hvers konar mengun, hvaða snerting hefur orðið. Eru það hendurnar á fólki, eru það hlutir eða er þetta eitthvað í matvælaframreiðslunni eða eitthvað slíkt? Það eru fjölmargir hlutir sem koma til greina og það getur verið ómögulegt að negla niður hvað er og svo geta fleiri hlutir en einn spilað þarna rullu,“ segir Þórólfur og bætir við að það þurfi svo lítið magn af bakteríunni til að valda veikindum.En telur Þórólfur að það hefði átt að grípa til róttækari aðgerða á staðnum strax? „Það er alltaf hægt að segja eitthvað svoleiðis eftir á. Menn töldu á þeim tíma að þetta væru viðeigandi ráðstafanir sem myndu skila árangri. Ef svo hefði verið þá hefðu allir sagt „Þetta var bara flott, það þurfti ekki að grípa til harðari aðgerða.“ En svo þegar það gerist ekki þá segja menn „Þetta var ekki nógu gott.“ Ég held að þetta hafi verið alveg innan marka og viðeigandi á þeim tíma. Svo þegar það kemur eitt nýtt tilfelli að þá eru menn snöggir að grípa til róttækari aðgerða til þess að stoppa þetta. Ég vona svo sannarlega að það skili árangri.“ Aðspurður hvort það hafi einhvern tímann komið til tals að loka Efstadal II segir Þórólfur svo vera. „Já, já, það er eitt af því sem menn hafa rætt en það er mjög harkaleg aðgerð gagnvart fólki sem er búið að eyða áratugum í að byggja þetta upp. Það eru mjög harðar aðgerðir þannig að menn reyna að ná árangri með mildari aðgerðum og ég held að það sé áfram haft að leiðarljósi að gera það,“ segir Þórólfur og heldur áfram: „Nei, ég held að það sé ekki hægt að segja að menn hafi ekki gripið til réttra aðgerða. Síðan hefur bara verið fylgst mjög náið vel með hverju þessar aðgerðir hafa skilað og það þarf að gera það áfram.“ Þrátt fyrir nýleg smit telur Þórólfur E. coli-faraldurinn í rénun. „Ég hef fulla trú á því þótt það hafi komið svona eitt tilfelli, þetta geta verið svona eftirhreytur. En ég hef fulla trú á því að þetta sé í rénun og við séum að sjá virkilegan árangur af því sem gert hefur verið.“
E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34
E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13
Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35