Fylgissveiflur áhugaverðar í ljósi þriðja orkupakkans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2019 18:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með jafn lítið fylgi í skoðanakönnun MMR og í þeirri sem var gerð 17. júlí síðastliðinn. Flokkurinn mældist með 19% fylgi sem er rúmum þremur prósentum minna en í mælingum síðasta mánaðar. Þá mældist flokkurinn með 22,1% fylgi. Á sama tíma hefur Miðflokkurinn bætt við sig 3,8 prósentustigum frá síðustu mælingum og mælist nú með 14,4% fylgi. Fylgi hinna flokkanna hefur lítið sem ekkert breyst á þessum mánuði.Fylgi Sjálfstæðisflokksins (blátt) og Miðflokksins (grænt) samkvæmt mælingum MMR. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst jafn lágt.MMRUndanfarnar vikur hafa fregnir af deilum innan Sjálfstæðisflokksins borist og hafa merki um þessi átök meðal annars sést á skrifum Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu, þar sem hann hefur harðlega gagnrýnt flokksforystuna vegna 3. orkupakkans í Reykjavíkurbréfum sínum.Sjá einnig: Flokkshollir engjast vegna skrifa DavíðsÞá hafa nokkrir áhrifamiklir einstaklingar innan flokksins sagt sig úr honum, þar á meðal Bolli Kristinsson, athafnamaður, sem hefur verið einn helsti bakhjarl flokksins um árabil og sinnt þar trúnaðarstörfum. Bolli sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í síðasta mánuði að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi svikist undan samþykkt Landsfundar um að Orkupakkinn yrði ekki samþykkur og að boða þyrfti til nýs Landsfundar. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins,“ sagði Bolli.Nokkrum sögum hefur farið af úrsögnum úr flokknum en ekki hefur tekist að staðfesta það þar sem framkvæmdarstjóri flokksins, Þórður Þórarinsson, er samkvæmt upplýsingum frá Valhöll í sumarfríi og er hann eini maðurinn sem geti veitt upplýsingar um slíkt. Ef marka má nýjustu tölur úr könnun MMR lítur út fyrir að andstæðingar Orkupakkans hafi fært sig úr Sjálfstæðisflokknum og yfir í Miðflokkinn enda hefur stuðningur Sjálfstæðisflokksins nánast minnkað jafn mikið og stuðningur við Miðflokkinn hefur aukist.Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur.Vísir/skjáskot„Þetta gæti verið einhver sveifla á milli kannanna, svokölluð úrtaksskekkja. Ef maður veit ekki neitt meira en bara fylgisbreytinguna, af því að fólk er ekki spurt um neitt annað, er voða erfitt að segja til um einhverjar orsakir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Bara ef maður myndi sjá aldursdreifinguna á þeim sem eru að fara frá flokknum. Eru þetta gömlu Sjálfstæðismennirnir sem eru ósáttir við forystuna í dag eða er þetta eitthvað annað?“ bætir hún við. Miðflokkurinn hefur fengið byr undir báða vængi og bætti við sig tæpum fjórum prósentustigum á milli mánaða. Flokkurinn hlaut talsvert högg eftir að Klausturupptökurnar voru birtar og mældist með 5,9% fylgi í desemberkönnuninni. Hneykslið vegna málsins virðist þó ætla að gleymast og hefur flokkurinn bætt við sig rúmum 8 prósentustigum síðan. Flokkurinn hefur verið mjög hávær í andstöðu sinni gegn 3. orkupakkanum og héldu til dæmis flokksmenn Miðflokksins uppi ógleymanlegu málþófi þegar umræða um orkupakkann fór fram á Alþingi í vor sem varð til þess að afgreiðslu málsins var frestað þar til í ágúst.Óvíst að fylgisbreyta hafi varandi áhrif á flokkinn „Það er kannski ekkert í þessari könnun sem segir okkur hvað það er sem veldur þessum fylgisbreytingum en það er athyglisvert að fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar og Miðflokksins eykst þetta verulega á meðan aðrir flokkar standa í stað einkum í ljósi þess að það eru þessir tveir flokkar sem mest hafa látið til sín taka þegar kemur að hinum svokallaða þriðja orkupakka. Það er náttúrulega Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið að fylgja því máli eftir í þinginu af því að málið fellur undir ráðherra hans. Miðflokkurinn hefur í rauninni beitt sér mjög gegn málinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, í samtali við fréttastofu Vísis.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Hanna„Manni dettur nú helst í hug að þetta gæti verið ástæðan en það gæti líka spilað inn í að Miðflokkurinn spilar mjög „harða stjórnarandstöðu“ kannski eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn spiluðu í tíð síðustu vinstristjórnar 2009-2013,“ segir Baldur. „Miðflokkurinn beitir sér nánast gegn öllum málum sem ríkisstjórnin leggur fram og það af mikilli hörku. Mér sýnist að hinir stjórnarandstöðuflokkarnir beiti sér ekki af eins miklu afli á öllum sviðum og falla því aðeins í skuggann af Miðflokknum út af þessu. Þannig að það gæti líka spilað inn í, hörð stjórnarandstaða skilar oft flokkum meira fylgi heldur en að taka ríkisstjórnina mjúkum höndum.“ Baldur segir ekki víst að þetta mál muni hafa langtímaáhrif á fylgi flokkanna ef mál 3. orkupakkans verði afgreitt í ágúst eins og til stendur. Ekki sé óeðlilegt að fylgi flokks eins og Sjálfstæðisflokksins, sem er í miðju kjörtímabili og með erfitt mál í höndunum lækki aðeins. Uppfært klukkan 19:04:Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefði sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með jafn lítið fylgi í skoðanakönnun MMR og í þeirri sem var gerð 17. júlí síðastliðinn. Flokkurinn mældist með 19% fylgi sem er rúmum þremur prósentum minna en í mælingum síðasta mánaðar. Þá mældist flokkurinn með 22,1% fylgi. Á sama tíma hefur Miðflokkurinn bætt við sig 3,8 prósentustigum frá síðustu mælingum og mælist nú með 14,4% fylgi. Fylgi hinna flokkanna hefur lítið sem ekkert breyst á þessum mánuði.Fylgi Sjálfstæðisflokksins (blátt) og Miðflokksins (grænt) samkvæmt mælingum MMR. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst jafn lágt.MMRUndanfarnar vikur hafa fregnir af deilum innan Sjálfstæðisflokksins borist og hafa merki um þessi átök meðal annars sést á skrifum Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu, þar sem hann hefur harðlega gagnrýnt flokksforystuna vegna 3. orkupakkans í Reykjavíkurbréfum sínum.Sjá einnig: Flokkshollir engjast vegna skrifa DavíðsÞá hafa nokkrir áhrifamiklir einstaklingar innan flokksins sagt sig úr honum, þar á meðal Bolli Kristinsson, athafnamaður, sem hefur verið einn helsti bakhjarl flokksins um árabil og sinnt þar trúnaðarstörfum. Bolli sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í síðasta mánuði að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi svikist undan samþykkt Landsfundar um að Orkupakkinn yrði ekki samþykkur og að boða þyrfti til nýs Landsfundar. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins,“ sagði Bolli.Nokkrum sögum hefur farið af úrsögnum úr flokknum en ekki hefur tekist að staðfesta það þar sem framkvæmdarstjóri flokksins, Þórður Þórarinsson, er samkvæmt upplýsingum frá Valhöll í sumarfríi og er hann eini maðurinn sem geti veitt upplýsingar um slíkt. Ef marka má nýjustu tölur úr könnun MMR lítur út fyrir að andstæðingar Orkupakkans hafi fært sig úr Sjálfstæðisflokknum og yfir í Miðflokkinn enda hefur stuðningur Sjálfstæðisflokksins nánast minnkað jafn mikið og stuðningur við Miðflokkinn hefur aukist.Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur.Vísir/skjáskot„Þetta gæti verið einhver sveifla á milli kannanna, svokölluð úrtaksskekkja. Ef maður veit ekki neitt meira en bara fylgisbreytinguna, af því að fólk er ekki spurt um neitt annað, er voða erfitt að segja til um einhverjar orsakir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Bara ef maður myndi sjá aldursdreifinguna á þeim sem eru að fara frá flokknum. Eru þetta gömlu Sjálfstæðismennirnir sem eru ósáttir við forystuna í dag eða er þetta eitthvað annað?“ bætir hún við. Miðflokkurinn hefur fengið byr undir báða vængi og bætti við sig tæpum fjórum prósentustigum á milli mánaða. Flokkurinn hlaut talsvert högg eftir að Klausturupptökurnar voru birtar og mældist með 5,9% fylgi í desemberkönnuninni. Hneykslið vegna málsins virðist þó ætla að gleymast og hefur flokkurinn bætt við sig rúmum 8 prósentustigum síðan. Flokkurinn hefur verið mjög hávær í andstöðu sinni gegn 3. orkupakkanum og héldu til dæmis flokksmenn Miðflokksins uppi ógleymanlegu málþófi þegar umræða um orkupakkann fór fram á Alþingi í vor sem varð til þess að afgreiðslu málsins var frestað þar til í ágúst.Óvíst að fylgisbreyta hafi varandi áhrif á flokkinn „Það er kannski ekkert í þessari könnun sem segir okkur hvað það er sem veldur þessum fylgisbreytingum en það er athyglisvert að fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar og Miðflokksins eykst þetta verulega á meðan aðrir flokkar standa í stað einkum í ljósi þess að það eru þessir tveir flokkar sem mest hafa látið til sín taka þegar kemur að hinum svokallaða þriðja orkupakka. Það er náttúrulega Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið að fylgja því máli eftir í þinginu af því að málið fellur undir ráðherra hans. Miðflokkurinn hefur í rauninni beitt sér mjög gegn málinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, í samtali við fréttastofu Vísis.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Hanna„Manni dettur nú helst í hug að þetta gæti verið ástæðan en það gæti líka spilað inn í að Miðflokkurinn spilar mjög „harða stjórnarandstöðu“ kannski eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn spiluðu í tíð síðustu vinstristjórnar 2009-2013,“ segir Baldur. „Miðflokkurinn beitir sér nánast gegn öllum málum sem ríkisstjórnin leggur fram og það af mikilli hörku. Mér sýnist að hinir stjórnarandstöðuflokkarnir beiti sér ekki af eins miklu afli á öllum sviðum og falla því aðeins í skuggann af Miðflokknum út af þessu. Þannig að það gæti líka spilað inn í, hörð stjórnarandstaða skilar oft flokkum meira fylgi heldur en að taka ríkisstjórnina mjúkum höndum.“ Baldur segir ekki víst að þetta mál muni hafa langtímaáhrif á fylgi flokkanna ef mál 3. orkupakkans verði afgreitt í ágúst eins og til stendur. Ekki sé óeðlilegt að fylgi flokks eins og Sjálfstæðisflokksins, sem er í miðju kjörtímabili og með erfitt mál í höndunum lækki aðeins. Uppfært klukkan 19:04:Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefði sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58