Hollensk stjórnvöld ábyrg fyrir fjöldamorðinu í Srebrenica Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 08:05 Maður á bæn við minnisvarða um fórnarlömb fjöldamorðsins í Srebrenica. Vísir/EPA Hæstiréttur Hollands staðfesti dóm um að hollensk stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á fjöldamorði á um 350 bosnískra múslima í Srebrenica árið 1995. Dómurinn lækkaði þó bætur sem ættingum mannanna sem voru myrtir höfðu verið dæmdar á neðri dómstigum, að sögn AP-fréttastofunnar. Alls myrtu serbneskar hersveitir um 8.000 múslimakarla í bænum Srebrenica í versta einstaka voðaverki Bosníustríðsins fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hollenskir friðargæsluliðar gættu þar griðarsvæðis Sameinuðu þjóðanna en seldu flóttamenn í hendur Bosníuserba í skiptum fyrir hollenska gísla. Málið sem lá fyrir hæstarétti Hollands í dag varðaði rúmlega þrjú hundruð múslima sem höfðu leitað skjóls hjá hollensku friðargæsluliðunum en voru látnir í hendur Bosníuserba, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áfrýjunardómstóll taldi fyrir tveimur árum að hollensk stjórnvöld bæru ekki alla ábyrgðina þar sem mennirnir hefðu að líkindum verið drepnir sama hvað friðargæsluliðarnir hefðu gert. Ríkisstjórn Hollands sagði af sér árið 2002 þegar hollenskum stjórnvöldum og yfirmönnum hersins var kennt um að hafa ekki komið í veg fyrir fjöldamorðið. Sameinuðu þjóðirnar sjálfar voru taldar friðhelgar fyrir saksókn. Dómarinn í málinu í dag sagði að hollenskir friðagæsluliðar hafi vitað að um 5.000 múslimskir flóttamenn sem þeir vísuðu úr herstöð sinni hafi verið í verulegri hættu á að vera misnotaðir og myrtir.Fréttin hefur verið uppfærð. Bosnía og Hersegóvína Holland Sameinuðu þjóðirnar Serbía Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hæstiréttur Hollands staðfesti dóm um að hollensk stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á fjöldamorði á um 350 bosnískra múslima í Srebrenica árið 1995. Dómurinn lækkaði þó bætur sem ættingum mannanna sem voru myrtir höfðu verið dæmdar á neðri dómstigum, að sögn AP-fréttastofunnar. Alls myrtu serbneskar hersveitir um 8.000 múslimakarla í bænum Srebrenica í versta einstaka voðaverki Bosníustríðsins fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hollenskir friðargæsluliðar gættu þar griðarsvæðis Sameinuðu þjóðanna en seldu flóttamenn í hendur Bosníuserba í skiptum fyrir hollenska gísla. Málið sem lá fyrir hæstarétti Hollands í dag varðaði rúmlega þrjú hundruð múslima sem höfðu leitað skjóls hjá hollensku friðargæsluliðunum en voru látnir í hendur Bosníuserba, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áfrýjunardómstóll taldi fyrir tveimur árum að hollensk stjórnvöld bæru ekki alla ábyrgðina þar sem mennirnir hefðu að líkindum verið drepnir sama hvað friðargæsluliðarnir hefðu gert. Ríkisstjórn Hollands sagði af sér árið 2002 þegar hollenskum stjórnvöldum og yfirmönnum hersins var kennt um að hafa ekki komið í veg fyrir fjöldamorðið. Sameinuðu þjóðirnar sjálfar voru taldar friðhelgar fyrir saksókn. Dómarinn í málinu í dag sagði að hollenskir friðagæsluliðar hafi vitað að um 5.000 múslimskir flóttamenn sem þeir vísuðu úr herstöð sinni hafi verið í verulegri hættu á að vera misnotaðir og myrtir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bosnía og Hersegóvína Holland Sameinuðu þjóðirnar Serbía Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira