Búa sig undir Boris Johnson Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 Flestallt bendir til þess að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra. Nordicphotos/AFP Þverpólitískur hópur þingmanna í neðri deild breska þingsins samþykkti í gær tillögu sem gengur út á að þingið komi í veg fyrir mögulegar tilraunir ríkisstjórnarinnar til þess að slíta þingi og þannig geta gengið út úr Evrópusambandinu án samnings í trássi við vilja meirihluta þingmanna. Hilary Benn úr Verkamannaflokknum og Alistair Burt úr Íhaldsflokknum stóðu að tillögunni sem var samþykkt með 315 atkvæðum gegn 274. Tillagan var í raun lögð fram og samþykkt vegna þess að kannanir benda allar til þess að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi betur gegn Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra, í baráttunni um leiðtogastól Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðuneytið. Johnson hefur ítrekað heitið því að Bretar haldi sig við að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október og fresti útgöngudagsetningu ekki eins og áður hefur verið gert, jafnvel þótt það þýði samningslausa útgöngu. Í raun er um að ræða breytingartillögu við frumvarp um frestun kosninga á þing Norður-Írlands. Við það frumvarp hafa einnig verið hengdar tillögur um að heimila samkynja hjónabönd og þungunarrof á Norður-Írlandi. Margot James, sem þurfti vegna reglna þingsins að segja af sér sem menningarmálaráðherra til þess að greiða atkvæði með tillögunni, sagði að nú þyrfti að bíða og sjá hvað gerist. „Jeremy Hunt myndi ganga eðlilega fram, hann hefur ekki áhuga á því að slíta þingi. Það er öfgakennd aðgerð. Þannig að ég býst ekki við því að fleiri segi af sér fyrr en við vitum hvernig leiðtogakjörið fer í næstu viku,“ sagði James. Ráðherrann fyrrverandi var ekki sú eina sem óhlýðnaðist ríkisstjórninni í gær. Philip Hammond fjármálaráðherra, David Gauke dómsmálaráðherra, Greg Clark viðskiptaráðherra og Rory Stewart, ráðherra þróunarmála, greiddu ekki atkvæði og höfðu ekki heimild til hjásetu. „Forsætisráðherrann varð augljóslega fyrir vonbrigðum með að hópur ráðherra hafi ekki greitt atkvæði í dag. Arftaki hennar mun án nokkurs vafa líta til þessa við myndun næstu ríkisstjórnar,“ sagði í tilkynningu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Innan við fimmti hver kjósandi styður Verkamannaflokk Jeremys Corbyn. Síðast þegar fylgið var svo lágt hafði flokkurinn setið í ríkisstjórn í tólf ár og glímdi við afleiðingar fjármálakreppunnar. 4. júlí 2019 12:19 Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka. 11. júlí 2019 20:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Þverpólitískur hópur þingmanna í neðri deild breska þingsins samþykkti í gær tillögu sem gengur út á að þingið komi í veg fyrir mögulegar tilraunir ríkisstjórnarinnar til þess að slíta þingi og þannig geta gengið út úr Evrópusambandinu án samnings í trássi við vilja meirihluta þingmanna. Hilary Benn úr Verkamannaflokknum og Alistair Burt úr Íhaldsflokknum stóðu að tillögunni sem var samþykkt með 315 atkvæðum gegn 274. Tillagan var í raun lögð fram og samþykkt vegna þess að kannanir benda allar til þess að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi betur gegn Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra, í baráttunni um leiðtogastól Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðuneytið. Johnson hefur ítrekað heitið því að Bretar haldi sig við að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október og fresti útgöngudagsetningu ekki eins og áður hefur verið gert, jafnvel þótt það þýði samningslausa útgöngu. Í raun er um að ræða breytingartillögu við frumvarp um frestun kosninga á þing Norður-Írlands. Við það frumvarp hafa einnig verið hengdar tillögur um að heimila samkynja hjónabönd og þungunarrof á Norður-Írlandi. Margot James, sem þurfti vegna reglna þingsins að segja af sér sem menningarmálaráðherra til þess að greiða atkvæði með tillögunni, sagði að nú þyrfti að bíða og sjá hvað gerist. „Jeremy Hunt myndi ganga eðlilega fram, hann hefur ekki áhuga á því að slíta þingi. Það er öfgakennd aðgerð. Þannig að ég býst ekki við því að fleiri segi af sér fyrr en við vitum hvernig leiðtogakjörið fer í næstu viku,“ sagði James. Ráðherrann fyrrverandi var ekki sú eina sem óhlýðnaðist ríkisstjórninni í gær. Philip Hammond fjármálaráðherra, David Gauke dómsmálaráðherra, Greg Clark viðskiptaráðherra og Rory Stewart, ráðherra þróunarmála, greiddu ekki atkvæði og höfðu ekki heimild til hjásetu. „Forsætisráðherrann varð augljóslega fyrir vonbrigðum með að hópur ráðherra hafi ekki greitt atkvæði í dag. Arftaki hennar mun án nokkurs vafa líta til þessa við myndun næstu ríkisstjórnar,“ sagði í tilkynningu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Innan við fimmti hver kjósandi styður Verkamannaflokk Jeremys Corbyn. Síðast þegar fylgið var svo lágt hafði flokkurinn setið í ríkisstjórn í tólf ár og glímdi við afleiðingar fjármálakreppunnar. 4. júlí 2019 12:19 Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka. 11. júlí 2019 20:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10
Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Innan við fimmti hver kjósandi styður Verkamannaflokk Jeremys Corbyn. Síðast þegar fylgið var svo lágt hafði flokkurinn setið í ríkisstjórn í tólf ár og glímdi við afleiðingar fjármálakreppunnar. 4. júlí 2019 12:19
Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka. 11. júlí 2019 20:39
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent