Horfir til Norðmanna og Dana þegar kemur að lagasetningu um kaup auðmanna á jörðum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:00 Sigurður Ingi, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir að það geti ekki talist eignaupptaka að meina ábúendum að selja jarðir sínar til auðmanna. Vísir/Egill Ekki hefur verið ráðist í breytingar á lögum um jarðakaup hér á landi vegna ósamstöðu fyrri ríkistjórna segir samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í sitjandi ríkistjórn ríki hins vegar samstaða og ráðherra boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. Félag í eigu Jim Ratcliffes keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði sem er vinsæl laxá. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi og meðal annars meirihlutann í Grímsstöðum á fjöllum. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven experience keypti jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir nauðsynlegt að bregðast við þessum kaupum og horfa til Noregs og Danmerkur. „Í báðum þessum löndum hafa menn verið með ábúðarskyldu að einhverju leiti eða í það minnsta nýtingu lands eins og í Danmörku. Einnig að lágmarki að þeir sem að kaupi land hafi þá búsetu í landinu eða hafi haft búsetu í tiltekinn tíma. Einnig að þú getir ekki keypt upp jarðir í einhverjum tiltölulegum fjölda heldur verður þú að nýta hverja jörð sem þú ert með,“ segir hann. Hann telur Ísland tugi ára á eftir þessum löndum hvað varðar að tryggja eignarhald og nýtingu á landi. „Það skiptir bara máli að í opinberum reglum í samfélagi horfi menn ekki bara fimm, tíu eða fimmtán ár fram í tímann heldur miklu lengra. Í því skyni skiptir eignarhald og nýting á landi öllu máli,“ segir hann.En gæti það talist eignaupptaka ef mönnum er meinað að selja jarðir sínar hæstbjóðanda? „Það er ekki talið í þessum löndum og þessi lönd eru hluti af norðurlöndunum og talin til frekar frjálslyndra ríkja þar sem eignarétturinn er virtur. Þannig að ég tel að sú fyrirmynd sé bara góð,“ segir hann. Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Ekki hefur verið ráðist í breytingar á lögum um jarðakaup hér á landi vegna ósamstöðu fyrri ríkistjórna segir samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í sitjandi ríkistjórn ríki hins vegar samstaða og ráðherra boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. Félag í eigu Jim Ratcliffes keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði sem er vinsæl laxá. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi og meðal annars meirihlutann í Grímsstöðum á fjöllum. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven experience keypti jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir nauðsynlegt að bregðast við þessum kaupum og horfa til Noregs og Danmerkur. „Í báðum þessum löndum hafa menn verið með ábúðarskyldu að einhverju leiti eða í það minnsta nýtingu lands eins og í Danmörku. Einnig að lágmarki að þeir sem að kaupi land hafi þá búsetu í landinu eða hafi haft búsetu í tiltekinn tíma. Einnig að þú getir ekki keypt upp jarðir í einhverjum tiltölulegum fjölda heldur verður þú að nýta hverja jörð sem þú ert með,“ segir hann. Hann telur Ísland tugi ára á eftir þessum löndum hvað varðar að tryggja eignarhald og nýtingu á landi. „Það skiptir bara máli að í opinberum reglum í samfélagi horfi menn ekki bara fimm, tíu eða fimmtán ár fram í tímann heldur miklu lengra. Í því skyni skiptir eignarhald og nýting á landi öllu máli,“ segir hann.En gæti það talist eignaupptaka ef mönnum er meinað að selja jarðir sínar hæstbjóðanda? „Það er ekki talið í þessum löndum og þessi lönd eru hluti af norðurlöndunum og talin til frekar frjálslyndra ríkja þar sem eignarétturinn er virtur. Þannig að ég tel að sú fyrirmynd sé bara góð,“ segir hann.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira