Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 17:41 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir mál systkinanna hafa verið lengi til rannsóknar hjá embættinu. Mynd/Stöð 2 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákærur á hendur fjórum systkinum sem kennd hafa verið við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákærurnar tengjast meintum skattalagabrotum systkinanna. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna, þeirra Guðmundar Steinars Jónssonar, Haraldar Reynis Jónssonar, Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur og Berglindar Bjarkar Jónsdóttur, í fjölmiðlum undanfarin ár.Sjá einnig: Tugir íslenskra sjómanna kærðir fyrir skattsvik Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að hann geti ekki tjáð sig um efni ákæranna þar sem þær hafi ekki verið birtar systkinunum. Aðspurður segir hann málið hafa verið töluverðan tíma til rannsóknar hjá embættinu og eins hjá skattayfirvöldum. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna. Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21. maí 2007 16:29 Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku Íslenskar útgerðir sækja í sig veðrið í Afríku. Sjólaskip gera sjö skip út frá Vestur-Afríku og stærsta skip íslenska flotans siglir á svipaðar slóðir í sumar. Fiskveiðiskipin eru fljótandi verksmiðjur sem koma til hafnar á tveggja ára fresti. 3. maí 2007 06:15 Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar. 15. nóvember 2017 07:41 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákærur á hendur fjórum systkinum sem kennd hafa verið við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákærurnar tengjast meintum skattalagabrotum systkinanna. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna, þeirra Guðmundar Steinars Jónssonar, Haraldar Reynis Jónssonar, Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur og Berglindar Bjarkar Jónsdóttur, í fjölmiðlum undanfarin ár.Sjá einnig: Tugir íslenskra sjómanna kærðir fyrir skattsvik Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að hann geti ekki tjáð sig um efni ákæranna þar sem þær hafi ekki verið birtar systkinunum. Aðspurður segir hann málið hafa verið töluverðan tíma til rannsóknar hjá embættinu og eins hjá skattayfirvöldum. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna.
Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21. maí 2007 16:29 Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku Íslenskar útgerðir sækja í sig veðrið í Afríku. Sjólaskip gera sjö skip út frá Vestur-Afríku og stærsta skip íslenska flotans siglir á svipaðar slóðir í sumar. Fiskveiðiskipin eru fljótandi verksmiðjur sem koma til hafnar á tveggja ára fresti. 3. maí 2007 06:15 Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar. 15. nóvember 2017 07:41 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21. maí 2007 16:29
Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku Íslenskar útgerðir sækja í sig veðrið í Afríku. Sjólaskip gera sjö skip út frá Vestur-Afríku og stærsta skip íslenska flotans siglir á svipaðar slóðir í sumar. Fiskveiðiskipin eru fljótandi verksmiðjur sem koma til hafnar á tveggja ára fresti. 3. maí 2007 06:15
Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar. 15. nóvember 2017 07:41
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent