Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni bráðvantaði blóð í O- og A-flokkum og þá vantaði einnig blóð í síðustu viku.
Samkvæmt færslu á Facebook-síðu Blóðbankans hafa tæplega 800 manns komið í bankann síðustu tvær vikur. Þá 202 blóðgjafar ýmist komið í fyrstu komu eða endurskráð sig eftir langan tíma.
Þakkar Blóðbankinn kærlega fyrir viðbrögðin og minnir á opnunartímann í dag sem er til klukkan 19 á Snorrabraut og 18:30 á Glerártorgi. Lokað er svo á morgun, föstudag.