Telja sig hafa skipuleggjanda innflutningsins: „Ég minnist þess ekki að hafa séð annað eins magn og styrkleika af kókaíni“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júlí 2019 18:39 Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn. Vísir/vilhelm Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. Hann segir að málið verði sent til Héraðssaksóknara í byrjun næstu viku. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið er sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs sakborninganna en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Jón Halldór segir að styrkur efnissins hafi reynst vera 85 prósent en algengt er að styrkur kókaíns sem haldlagt er á götunni sé á milli 10 og 20 prósent. „Ég minnist þess ekki að hafa séð í mínu starfi annað eins magn af kókaíni eða annan eins styrkleika,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Það sé mjög athugunarvert hve sterkt efnið virðist vera og hversu mikið magnið sé. „Þetta vekur upp spurningar um það hvort það sé verið að breyta innflutningsaðferðum og reyna að flytja inn í minna umfangi með því að hafa efnið sterkara,“ segir Jón Halldór. Ungu mennirnir reyndust vera með efnin hvor í sinni ferðatöskunni. Fljótlega komu fram upplýsingar um þriðja aðilann sem grunaður er um að vera skipuleggjandi innflutningsins. Einnig eru til rannsóknar aðrar ferðir ungu mannanna þar sem grunur leikur á að þeir hafi verið í sömu erindagjörðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða að minnsta kosti þrjár aðrar ferðir frá áramótum. Þá var lagt hald á rúmar 3 milljónir í reiðufé við rannsókn málsins. Ólafur Helgi hefur áhyggjur af því að of mikið af fíkniefnum komist til landsins. „Enda erum við að reyna það sem við getum til að koma í veg fyrir slíkan innflutning,“ segir Ólafur Helgi. Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30 Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira
Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. Hann segir að málið verði sent til Héraðssaksóknara í byrjun næstu viku. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið er sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs sakborninganna en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Jón Halldór segir að styrkur efnissins hafi reynst vera 85 prósent en algengt er að styrkur kókaíns sem haldlagt er á götunni sé á milli 10 og 20 prósent. „Ég minnist þess ekki að hafa séð í mínu starfi annað eins magn af kókaíni eða annan eins styrkleika,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Það sé mjög athugunarvert hve sterkt efnið virðist vera og hversu mikið magnið sé. „Þetta vekur upp spurningar um það hvort það sé verið að breyta innflutningsaðferðum og reyna að flytja inn í minna umfangi með því að hafa efnið sterkara,“ segir Jón Halldór. Ungu mennirnir reyndust vera með efnin hvor í sinni ferðatöskunni. Fljótlega komu fram upplýsingar um þriðja aðilann sem grunaður er um að vera skipuleggjandi innflutningsins. Einnig eru til rannsóknar aðrar ferðir ungu mannanna þar sem grunur leikur á að þeir hafi verið í sömu erindagjörðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða að minnsta kosti þrjár aðrar ferðir frá áramótum. Þá var lagt hald á rúmar 3 milljónir í reiðufé við rannsókn málsins. Ólafur Helgi hefur áhyggjur af því að of mikið af fíkniefnum komist til landsins. „Enda erum við að reyna það sem við getum til að koma í veg fyrir slíkan innflutning,“ segir Ólafur Helgi.
Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30 Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira
Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30
Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00